108. deildarfundur Fremri fundargerð Næsta fundargerð

108. deildarfundur raunvísindadeildar var haldinn fimmtudaginn 10. febrúar 2005, í VR-II, fundarherbergi 157, og hófst kl. 12:45.

Mættir voru: Hörður Filippusson, Ari Ólafsson, Ágúst Kvaran, Ágústa Guðmundsdóttir, Bjarni Ásgeirsson, Einar H. Guðmundsson, Gísli Már Gíslason, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Guðni Á. Alfreðsson, Guðrún Gísladóttir, Guðrún Marteinsdóttir, Hafliði P. Gíslason, Haraldur Ólafsson, Hermann Þórisson, Inga Þórsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingvar Árnason, Jón K.F. Geirsson, Jón Kr. Arason, Jón Ólafsson, Jón Ragnar Stefánsson, Kesara A. Jónsson, Kristberg Kristbergsson, Logi Jónsson, Magnús Már Kristjánsson, Oddur Ingólfsson, Páll Einarsson, Robert J. Magnús, Sigurður S. Snorrason, Sigurður Steinþórsson, Sigurjón Arason, Sigurjón N. Ólafsson, Viðar Guðmundsson, Þorsteinn Vilhjálmsson og Örn Helgason.

Aðjúnktar þau: Freyja Hreinsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Rögnvaldur G. Möller, Sigríður Jónsdóttir og Árný Erla Sveinbjörnsdóttir.

Fulltrúar nemenda: Ragnar Þorsteinsson (Fjallið), Steinþór Traustason (Fjallið), Hildur Elísabet Þorgrímsdóttir (Fjallið), Elín Edwald (Hvarf), Valdimar Björn Ásgeirsson (Stigull) og Benedikt Steinar Magnússon (Stigull).

Kennarar í leyfi: Agnar Ingólfsson, Anna Karlsdóttir, Áslaug Geirsdóttir, Bragi Árnason, Hannes Jónsson, Jón Ingólfur Magnússon, Kjartan G. Magnússon, Lárus Thorlacius, Magnús Tumi Guðmundsson, Stefán Arnórsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir.

Forföll boðuðu: Arnþór Garðarsson, Baldur Símonarson, Guðjón Þorkelsson, Guðmundur G. Haraldsson, Jörundur Svavarsson, Leifur A. Símonarson, Magnfríður Júlíusdóttir, Ólafur S. Andrésson, Reynir Axelsson og Þorsteinn Ingi Sigfússon. Þá misfórst hjá undirrituðum að boða Ólaf Ingólfsson. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

Röð dagskrárliða var breytt og samþykkt var að eftir 1. dagskrárlið yrði tekinn dagskrárliður 3.

Mál á dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt án athugasemda.

3. Háskólatorg. Ingjaldur Hannibalsson mætti á fundinn og kynnti áform um torgið og fjármögnun þess.

Ingjaldur gerði grein fyrir byggingaráformum og fjármögnun þeirra. Ein aðalforsenda fyrir framkvæmdum strax er heimild til sölu á hlutabréfum Háskóla Íslands í Burðarási. (Áður Eimskip, fyrir um 2.000 Mkr.). Háskólatorg I er fyrirhugað 5000m2 og Háskólatorg II verður 3000 m2. Áætlað er að hefja framkvæmdir vorið 2006 og að þeim ljúki við Háskólatorg I í árslok 2007. Áætlaður byggingarkostnaður er 1.600 Mkr. Háskólaráð hefur samþykkt að um 500 Mkr. af söluandvirði hlutabréfanna verði heimilt að nota til byggingaframkvæmdanna. Að öðru leyti hafa verið heimilaðar lántökur til framkvæmdanna og einnig mun Happdrætti Háskólans koma að fjármögnuninni.

2. M. Paed-nám við raunvísindadeild, tillaga um samræmdar reglur

Lögð fyrir eftirfarandi tillaga um M. Paed-nám við deildina.

Nám til meistaraprófs fyrir kennara (M.Paed.-prófs) í raunvísindadeild HÍ

1. Raunvísindadeild skipuleggur nám til M.Paed.-prófs í flestum kennslugreinum deildarinnar, samanber 6. mgr. 117. gr. í reglum nr. 458/2000 fyrir Háskóla Íslands. Námið er ætlað sem undirbúningur fyrir kennslu í þessum greinum í framhaldsskólum og á að veita kennsluréttindi á því skólastigi.

2. Að höfðu samráði við skorarformann leggur nemandi fram námsáætlun til samþykktar í viðkomandi skor áður en nám getur hafist.

3. Til að ljúka M.Paed.-prófi þarf 45 einingar til viðbótar BS-prófi, 30 einingar í raunvísindadeild og 15 einingar í félagsvísindadeild. Í félagsvísindadeild tekur nemandi námskeið samkvæmt ákvörðun félagsvísindadeildar sem fram kemur í kennsluskrá. Nemandi lýkur lokaverkefni í raunvísindadeild og nemur það 5-30 einingum samkvæmt nánari ákvörðun skorar. Að öðru leyti tekur nemandinn námskeið í raunvísindum upp að 30 eininga markinu.

4. Lokaverkefni getur verið ritgerð á afmörkuðu sviði í viðkomandi fræðigrein eða verkefni sem tengist beint kennslu, annarri fræðslu eða skólastarfi.

5. Almenn viðmiðun um fyrra nám, sem krafist er við innritun í nám til meistaraprófs fyrir kennara samkvæmt þessum reglum, er BS-próf í viðkomandi grein eða skyldum greinum. Nemendur með annan undirbúning geta einnig innritast í námið ef skorin telur undirbúning nægilegan og fellst á námsáætlun.

Greinargerð

Reglur þessar eru settar í tilefni af því að mikill skortur er á kennurum með heppilega menntun til að kenna ýmsar greinar raunvísinda í framhaldsskólum og víðar í skólakerfinu. Þetta kemur meðal annars fram í mælingum á kunnáttu íslenskra nemenda í samanburði við jafnaldra sína í öðrum löndum. Hefur þess margoft verið óskað og um það samið að Háskóli Íslands leggi sitt af mörkum til að ráða bót á þessum vanda. Sumar skorir raunvísindadeildar hafa þegar brugðist við og þessar reglur deildarinnar eru settar í framhaldi af því.

1. Nemendur sem hafa hug á að stunda nám til M.Paed. prófs samkvæmt þessum reglur eru hvattir til að leita með góðum fyrirvara eftir ráðgjöf skorarformanns eða annarra kennara skorarinnar um samsetningu námsins.

2. Til greina kemur að skipuleggja sérstök námskeið eða lesnámskeið um efni á sviði raunvísindamenntunar, heimspeki raunvísinda eða sögu þeirra. Einnig er mögulegt að nemandi taki námskeið við aðrar deildir Háskóla Íslands, við Kennaraháskóla Íslands eða erlenda háskóla.

Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

4. Tillaga um breytingu á 117. gr. reglna um Háskóla Íslands: Breyting á nafni matvælafræðiskorar í matvæla- og næringarfræðiskor og ákvæði um niðurfellingu fyrrihlutaprófs í eðlisverkfræði og efnaverkfræði.

4.1 Breyting á nafni matvælafræðiskorar í matvæla- og næringarfræðiskor
Í samræmi við tillögu matvælafræðiskorar, sjá einnig greinargerð skorar hér að neðan, var tillaga skorar lögð fram til afgreiðslu deildarfundar: Á fundi matvælafræðiskorar 25. janúar 2005, var samþykkt að óska eftir því að nafni skorarinnar verði breytt úr matvælafræðiskor í matvæla- og næringarfræðiskor. Málið var tekið fyrir á fundi deildarráðs raunvísindadeildar 2. febrúar 2005. Deildarráð vísaði málinu til deildarfundar þar sem um er að ræða breytingu á 117. grein reglna um Háskóla Íslands. Matvælafræðiskor óskar því eftir að reglunum verði breytt á eftirfarandi hátt:

Þar sem nú stendur:

REGLUR FYRIR HÁSKÓLA ÍSLANDS Nr. 458/2000 með áorðnum breytingum XVIII. kafli, Raunvísindadeild

Kaflinn er að ……………….. samþykkt flutninginn.

117. gr. Kennslugreinar og skorir

Raunvísindadeild veitir kennslu …………………. og háskólaráð staðfestir.]

Deildin skiptist eftir fræðigreinum í eftirtaldar skorir: Stærðfræðiskor, eðlisfræðiskor, efnafræði¬skor, matvælafræðiskor, líffræðiskor og jarð- og landfræðiskor. Kennslugreinar deildarinnar skiptast milli skora eftir ákvörðun deildarfundar. Hver skor fer í umboði deildarfundar með málefni kennslugreina sinna, ákveður námsefni og tilhögun kennslu og prófa, ákveður skiptingu kennslu milli einstakra kennara í skor og gerir tillögur til deildarforseta um ráðningu stundakennara, svo og um nauðsynlegar fjárveitingar og ný störf, sbr. ákvæði II. kafla þessara reglna.

Breytist í:
Deildin skiptist eftir fræðigreinum í eftirtaldar skorir: Stærðfræðiskor, eðlisfræðiskor, efnafræðiskor, matvæla- og næringarfræðiskor, líffræðiskor og jarð- og landfræðiskor. Kennslugreinar deildarinnar skiptast milli skora eftir ákvörðun deildarfundar. Hver skor fer í umboði deildarfundar með málefni kennslugreina sinna, ákveður námsefni og tilhögun kennslu og prófa, ákveður skiptingu kennslu milli einstakra kennara í skor og gerir tillögur til deildarforseta um ráðningu stundakennara, svo og um nauðsynlegar fjárveitingar og ný störf, sbr. ákvæði II. kafla þessara reglna.

Tillaga um breytingu á nafni matvælafræðiskorar var borin upp og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

4.2 Niðurfelling málsgreinar um fyrrihlutapróf í eðlisverkfræði og efnaverkfræði, verði eðli máls samkvæmt

Eftirfarandi málsgrein í 117.gr. reglna um Háskóla Íslands falli út þar sem ekki er lengur boðið upp á fyrrihlutanám í eðlisfræði og eðlisefnafræði:

„Til áfangaprófa (fyrrihlutaprófa) í eðlisverkfræði og efnaverkfræði. Skipan námsins miðast við að það taki tvö ár og er heildarnámið minnst 60 námseiningar. Deildin skal stefna að því að prófið veiti rétt til framhaldsnáms við tiltekna erlenda tækniháskóla“.

Tillaga um niðurfellingu á ofangreindri málsgrein úr 117 gr. var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

5. Deildarforseti ræðir störf deildar

Deildarforseti gerði grein fyrir störfum raunvísindadeildar undir eftirfarandi kaflafyrirsögnum:

6. Kjör fulltrúa Raunvísindadeildar á háskólafundi 1. 7. 2005 – 30.06.2007

Ekki var fyllilega ljóst á deildarfundinum hve marga fulltrúa raunvísindadeild á að senda á háskólafundi. Deildarforsetar eru sjálfkjörnir. Deildarforseti bað menn að merkja við nöfn 6 kennara á kjörseðli, þ.e. 3 aðalmenn og 3 til vara, þótt deildin gæti e.t.v. fengið fleiri fulltrúa. Þá lagði hann til að varadeildarforseti yrði kjörinn. Ekki bárust tillögur um fleiri fulltrúa. Samþykkt var að atkvæði yrðu talin á deildarskrifstofu eftir fundinn.

Fleira ekki tekið fyrir á fundi.
Fundi slitið kl. 14:40.
Jón Guðmar Jónsson