109. deildarfundur, ósamþykkt fundargerð
Dagskrá:
- Stund: Miðvikudagur 12. október 2005 kl. 13-14:40.
- Staður: Hátíðasalur Háskóla Íslands.
- Gestir: Hörður Filippusson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Ari Ólafsson,
Ágúst Kvaran, Áslaug Geirsdóttir, Baldur Símonarson, Bjarni Ásgeirsson,
Eggert Briem, Eva Benediktsdóttir, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Guðni Á.
Alfreðsson, Gunnar Stefánsson, Haraldur Ólafsson, Ingvar Árnason, Jón
Ingólfur Magnússon, Jón Kr. Arason, Jón Ólafsson, Kristberg
Kristbergsson, Lárus Thorlacius, Leifur A. Símonarson, Magnfríður
Júlíusdóttir, Magnús Tumi Guðmundsson, Magnús Már Kristjánsson, Ólafur S.
Andrésson, Páll Einarsson, Reynir Axelsson, Robert J. Magnus, Rögnvaldur
Ólafsson, Sigurður Steinþórsson, Sigurjón N. Ólafsson, Snorri Þ.
Ingvarsson, Snorri Þór Sigurðsson, Snæbjörn Pálsson, Stefán Arnórsson,
Viðar Guðmundsson, Þorsteinn Vilhjálmsson.
Aðjúnktar: Jón G. Hálfdanarson, Ragnar Sigurðsson, Rögnvaldur G. Möller,
Sigurður H. Richter, Sigríður Jónsdóttir.
Stúdentar: Anna Margrét Ævarsdóttir, Bjarki Kristinsson, Bogi Brimir
Árnason, Hlynur Bárðarson, Jón Steinar Garðarsson, Ómar Freyr
Sigurbjörnsson, Óskar Bjarni Skarphéðinsson, Ragnar Björnsson, Ragnhildur
Einarsdóttir og Skúli H. Sigurðsson
- Í leyfi voru: Agnar Ingólfsson, Anna Dóra Sæþórsdóttir, Ágústa
Guðmundsdóttir, Eggert Gunnarsson, Gísli Már Gíslason, Guðmundur G.
Haraldsson, Halldór I. Elíasson, Ingibjörg Jónsdóttir, Jón Bragi
Bjarnason, Jón K.F. Geirsson, Jón Ragnar Stefánsson, Kjartan G. Magnússon
og Kristján Jónasson.
- Forföll boðuðu: Einar H. Guðmundsson, Guðrún Marteinsdóttir, Inga
Þórsdóttir og Sigurður S. Snorrason.
- Fundarritari var Pálmi Jóhannesson.
Stefán B. Sigurðsson, forseti læknadeildar, kynnti kennsluaðferð sem notuð
hefur verið í nokkrum námskeiðum í læknadeild og kallast Problem Based
Learning eða nemendavænt verkefnanám. Hann fór yfir helstu þætti í þessari
kennsluaðferð, kynnti kosti og galla og svaraði í lokin mörgum spurningum um
efnið.
Varðandi liðinn "Málaferli" í síðustu fundargerð gat deildarforseti þess
að málaferlin hefðu verið felld niður og gerður starfslokasamningur.
Fundargerð síðasta fundar var að því búnu samþykkt án athugasemda.
Fyrir fundinum lá tillaga að eftirfarandi breytingum á orðalagi 5. og 6.
greina reglnanna:
5. grein: Í stað setningarinnar
Doktorspróf að loknu meistaraprófi skal vera 90 einingar hið minnsta
(að jafnaði þriggja ára vinna)
komi
Rannsóknarverkefni til doktorsprófs skal vera 90 einingar (að jafnaði
þriggja ára vinna).
6. grein: Í stað setningarinnar
Að baki doktorsgráðu að loknu fyrsta háskólaprófi skulu aldrei vera
færri en 120 einingar, 30 einingar að lágmarki í námskeiðum og 90 einingar að
lágmarki í rannsóknarverkefni.
komi
Að baki doktorsgráðu að loknu B.S.-prófi eða samsvarandi háskólaprófi
skulu aldrei vera færri en 120 einingar, 30 einingar að lágmarki í námskeiðum
og 90 einingar í rannsóknarverkefni.
Nokkrar umræður urðu um málið og bornar upp fyrirspurnir. Að lokum voru
greidd atkvæði með handauppréttingu um hvora tillögu fyrir sig. Báðar voru
þær samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.
Skýrsla kennsluháttanefndar III var lögð fram á fundinum. Formaður
nefndarinnar var Magnús Tumi Guðmundsson en auk hans áttu sæti í nefndinni
þeir Reynir Axelsson, Guðmundur G. Haraldsson, Guðrún Marteinsdóttir,
Magnfríður Júlíusdóttir og Inga Þórsdóttir. Magnús Tumi gerði grein fyrir
tillögum nefndarinnar sem voru þær helstar að
- skoða upptöku sumarmisseris
- kanna kosti og galla blokkakerfis í kennslu
- efla framboð námskeiða í framhaldsnámi, t.d. á sumarmisseri
- leita leiða til hagræðingar í kennslu
- taka upp skipulegt samstarf um þjónustunámskeið