Miðvikudaginn 3. nóvember 2004 var haldinn deildarfundur í raunvísindadeild í Öskju, stofu 132 og hófst kl. 12:30.
Mættir voru: Hörður Filippusson, Anna Dóra Sæþórsdóttir, Anna Karlsdóttir, Ágústa Guðmundsdóttir, Baldur Símonarson, Bjarni Ásgeirsson, Eggert Briem, Gísli Már Gíslason, Guðni Ágúst Alfreðsson, Guðrún Gísladóttir, Hafliði Pétur Gíslason, Hannes Jónsson, Hermann Þórisson, Inga Þórsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingvar Árnason, Jón Kr. Arason, Jón K.F. Geirsson, Jón I. Magnússon, Jón Ólafsson, Jón Sigurður Ólafsson, Karl Benediktsson, Kesara A. Jónsson, Kjartan G. Magnússon, Kristberg Kristbergsson, Leifur A. Símonarson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús Már Kristjánsson, Magnús Tumi Guðmundsson, (mætti undir dagskrárlið 5), Ólafur Sigmar Andrésson, Ólafur Ingólfsson, Páll Einarsson, Páll Hersteinsson, Reynir Axelsson, Robert J Magnus, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður S. Snorrason, Sigurður Steinþórsson, Viðar Guðmundsson, Zophonías Oddur Jónsson, Þorsteinn Vilhjálmsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Örn Helgason.
Aðjúnktar og fulltrúar frá Raunvísindastofnun:
Freyja Hreinsdóttir, Hreggviður Norðdahl, Ragnar Sigurðsson, Rögnvaldur G. Möller, Sigurður H. Richter, Sigríður Jónsdóttir og Þórður Jónsson.
Fulltrúar nemenda:
Benedikt Steinar Magnússon (Stigull), Valdimar Björn Ásgeirsson (Stigull), Ásgeir Ástvaldsson (Haxi), Karólína Einarsdóttir (Haxi), Tryggvi Gunnarsson (Haxi), Halla Einarsdóttir (Fjallið), Sigurður H. Markússon (Fjallið), Ragnar Þrastarson (Fjallið) og Elín Edwald (Hvarf).
Forföll boðuðu:
Ari Ólafsson, Snorri Þór Sigurðsson, Logi Jónsson, Jón Ragnar Stefánsson, Áslaug Geirsdóttir, Guðmundur G. Haraldsson og Jón Bragi Bjarnason.
Kennarar í leyfi:
Agnar Ingólfsson, Bragi Árnason, Einar H. Guðmundsson, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Halldór I. Elíasson, Haraldur Ólafsson, Jörundur Svavarsson, Lárus Thorlacius og Stefán Arnórsson.
Mál á dagskrá:
Deildarforseti kynnti dagskrá í byrjun fundar og bauð fundarmenn velkomna í Öskju.
Samþykkt án athugasemda.
Helgi Björnsson vísindamaður mælti fyrir tillögu um að dr. Gunnar Hoppe, prófessor emeritus við Stokkhólmsháskóla yrði kjörinn heiðursdoktor við raunvísindadeild. Gunnar Hoppe á merkan feril að baki sem vísindamaður á sviði ísaldarjarðfræði og landmótunar jökla, sögu jöklabreytinga og umhverfisrannsókna.
Helgi gerði nánari grein fyrir ævi- og vísindaferli Gunnars Hoppe en hann hefur meðal annars tekið þátt í norrænu land- og jarðfræðiferðunum til Íslands frá upphafi 1964 til 1974. Þá hafa fjölmargir íslenskir nemendur og fræðimenn á ýmsum sviðum notið stuðnings og kennslu hans. Gengið var til atkvæðagreiðslu um tillögu Helga en auk hans stóðu að tillögunni Guðrún Gísladóttir, dósent, Guðmundur Sigvaldason, fyrrverandi forstöðumaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar og Ármann Snævarr, prófessor emeritus og fyrrverandi háskólarektor.
Atkvæðagreiðsla fór þannig að 55 sögðu já og 1 seðill var auður.
Samþykki 75% atkvæðisbærra manna af 92, sem setu hafa á deildarfundi, eða 69 manns, þarf til að samþykkja tillögu um heiðursdoktor. Því fer atkvæðagreiðsla fram hjá skrifstofustjóra í framhaldi af fundinum.
Deildarforseti hafði ásamt Þorsteini Vilhjálmssyni og skrifstofustjóra gert tillögu að breytingu á reglum deildar um inntökuskilyrði og bað Þorstein að gera grein fyrir tillögunni.
Þorsteinn Vilhjálmsson gerði grein fyrir reglum deildar um inntökuskilyrði í raunvísindadeild en nauðsynlegt er að hnykkja á þeim sérstaklega með hliðsjón af samþykkt háskólaráðs frá febrúar 2004 um að engar undanþágur frá stúdentsprófi verði heimilaðar fyrir háskólaárið 2004-2005.
TILLAGA UM BREYTINGU Á 118. GR. REGLNA FYRIR HÍ lögð fyrir deildarfund 3. nóvember 2004.Í stað 1. mgr. í gildandi reglum komi:
Til viðbótar almennum inntökuskilyrðum Háskóla Íslands gerir raunvísindadeild eftirfarandi lágmarkskröfur um nám í einstökum greinum: stærðfræði 21e og raungreinar samtals 30e, þar af a.m.k. 6e í eðlisfræði, 6e í efnafræði og 6e í líffræði. Þó er öllum sem hafa lokð stúdentsprófi heimil innritun til B.S.-prófs í landfræði og ferðamálafræði.
Skorti 8e eða minna á að lágmarkskröfum 1. mgr. sé fullnægt, getur nemandi engu að síður innritast til náms í deildinni en henni er þá heimilt að setja skilyrði um að nemandinn ljúki tilteknu námi í mikilvægum greinum sem fyrst eftir innritun í raunvísindadeild eða samhliða námi sínu í deildinni.
Öllum sem hafa lokið þriggja ára háskólanámi til fyrstu háskólagráðu í hvaða grein sem er er heimilt að innritast í raunvísindadeild. Deildarráði er heimilt að setja nánari ákvæði um útfærslu á 1. og 2. mgr. og skulu þau þá birt í kennsluskrárkafla deildarinnar.
[Aðrar málsgreinar óbreyttar].
GREINARGERÐHér kemur hvergi fyrir orðið undanþága, en háskólaráð gerði í fyrra tímabundna samþykkt um að undanþágur við inntöku nemenda skyldu felldar niður. Þar virðist hins vegar fyrst og fremst hafa verið átt við undanþágur frá stúdentsprófi skv. 3. mgr. 46. mgr. í reglum fyrir HÍ, en ákvæðin sem hér um ræðir styðjast við 2. mgr. sömu greinar. Vafi kom samt upp um það hvort samþykkt háskólaráðs tæki til inntöku hjá okkur samkvæmt þessum ákvæðum, sbr. eftirfarandi sem er í núgildandi kennsluskrá:
Samþykkt raunvísindadeildar frá 20021. Til viðbótar almennum inntökuskilyrðum Háskóla Íslands gerir raunvísindadeild eftirfarandi lágmarkskröfur um nám í einstökum greinum: stærðfræði 21e og raungreinar 30e, þar af a.m.k. 6e í eðlisfræði, 6e í efnafræði og 6e í líffræði. Þó er öllum stúdentum heimil innritun til B.S.-prófs í landfræði og ferðamálafræði.
2. Skorti ekki mjög mikið á að lágmarkskröfum 1. gr. sé fullnægt, getur nemandi fengið undanþágu til að innritast til náms í deildinni með því skilyrði að hann ljúki tilteknu námi í mikilvægum greinum sem fyrst eftir innritun í raunvísindadeild eða samhliða námi sínu í deildinni, eftir nánari ákvörðun viðkomandi skorar.
(Samþykkt á fundi deildarráðs 18. desember 2002)Tilgangur breytingarinnar á reglum er að taka af vafa um það að síðari töluliðurinn felur í raun ekki í sér undanþágu heldur er hann hluti af venjulegu inntökuferli.
Talið er eðlilegt og æskilegt að allar reglur sem Háskólaráð setur gangi inn í "Reglur fyrir Háskóla Íslands". Sá bálkur er síðan birtur á vefnum og prentaður sem heild öðru hverju í handhægri mynd.
Nokkrir fundarmenn tóku til máls. Eggert Briem lagði áherslu á að nauðsynlegt væri að halda í núverandi kröfur um einingar í stærðfræði og raungreinum vegna innntökuskilyrða í deildina. Nemendum væri enginn greiði gerður með að heimila þeim innritun ef þeir hefðu ekki nægan undirbúning til að stunda nám við deildina.
Þórður Jónsson, vísindamaður sem kom með breytingartillögu og lagði til að ákvæðin um tilgreindar einingar; 6e í eðlisfræði, 6e í líffræði og 6e í efnafræði yrðu fluttar úr reglum deildar um inntökuskilyrði. Breytingartillagan var felld með miklum meirihluta atkvæða. Fyrri tillagan (tillaga Þorsteins) var síðan borin upp og samþykkt með miklum meirihluta atkvæða.
Berglind Rós gerði grein fyrir stöðu jafnréttismála í Háskólanum og í deildum. Einnig fór hún yfir og gerði grein fyrir því helsta sem fram kemur í skýrslunni: Staða og þróun jafnréttismála við HÍ árin 1997-2002. Skýrslunni var dreift.
Magnús Tumi gerði grein fyrir störfum Kennsluháttanefndar III. Engar tillögur voru lagðar fyrir fundinn.
Deildarforseti lét dreifa tillögum starfshóps háskólráðs um fyrirkomulag og framkvæmd skriflegra prófa og athugasemdir og umsögn deildarráðs raunvísindadeildar um tilöguna.
Engin önnur mál.