393. deildarráðsfundur raunvísindadeildar

aftur Yfirlitssíða fram

393. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 30. maí 2008, kl 12:30 -15:00, í fundarherbergi VR-II, stofu VR-257.

Mættir voru: Lárus Thorlacius, Rögnvaldur G. Möller, Hafliði P. Gíslason, Ágúst Kvaran, Ólafur S. Andrésson, Ólafur Ingólfsson, Anna Dóra Sæþórsdóttir og Ágústa Guðmundsdóttir fyrir Ingu Þórsdóttur. Fulltrúi nemenda; Rakel Sæmundsdóttir (Raunveru) og Brynjar Örn Erlendsson (Hvarfi). Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

Mál á dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt með breytingum. Eftirfarandi bætist við undir 4. dagskrárlið: "Deildarráð samþykkir samhljóða að eiga aðild að samstarfi um rannsóknarnám í sameindavísindum á fyrirliggjandi forsendum."

2. Andmælendur við doktorsvarnir.

2.1 Andmælendur við doktorsvörn Marin I. Kardjilovs, þann 20. júní 2008.

Samþykkt einróma tillaga land- og ferðamálafræðiskorar um að dr. Rattan Lal, prófessor við School of Environmental and Natural Resources, við Ohio State University í Columbus í Bandaríkjunum og dr. Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, verði fengnir sem andmælendur við doktorsvörn Marin I. Kardjilovs, við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, þann 20. júní 2008.

2.1 Andmælendur við doktorsvörn Ægis Þórs Þórssonar í byrjun september.

Samþykkt einróma tillaga líffræðiskorar að neðangreindir einstaklingar verði andmælendur við doktorsvörn Ægis Þórs Þórssonar. Doktorsvörnin er fyrirhuguð í byrjun september næstkomandi.

Dr Ilia J Leitch, grasafræðingur og deildarstjóri við Jodrell Laboratory rannsóknarstofnun Kew-grasagarðsins í London. Dr Leitch hefur unnið grunnrannsóknir á sviði plöntuerfðafræði og sameindalíffræði síðustu 15 ár við Kew, í samstarfi við forstöðumann stofnarinnar, Professor MD Bennett, sem er nýlega kominn á eftirlaun. Stærsta verkefni sem Dr Leitch og Prof Bennett hafa unnið saman er uppbygging gagnagrunns um mælingar á stærð og eðli erfðamengja plantna. Dr Leitch hefur verið leiðandi í rannsóknum á plöntuerfðamengjum eins og má sjá í tilvitnanir í greinar hennar (1,836 úr 54 ISI greinum, skv stöðu 26. mars 08). Mest vitnaða grein hennar er Nuclear DNA amounts in Angiosperms, Annals of Botany 76 (1995): 113-176, með 312 tilvitnarnir. Dr Leitch hefur samþykkt að vera andmælandi í doktorsvörn ÆÞÞ.

Dr Björn Sigurbjörnsson, plöntuerfðafræðingur. Dr Björn Sigurbjörnsson lauk doktorsprófi á sviði erfðafræði plantna og jurtakynbótum árið 1960 frá Cornellháskóla í Bandaríkjunum. Hann gegndi forstjórastarfi við Rannsóknastofnun Landbúnaðarins í um tíu ár, áður en hann tók við sem forstjóri rannsóknadeildar FAO-IAEA í Vínarborg þar sem hann var til 1995. Eftir heimkomu gegndi hann starfi ráðuneytisstjóra Landbúnaðarráðuneytis til 2000. Þrátt fyrir það að Björn Sigurbjörnsson hefur unnið mest við kynbætur kornjurta og hefur gefið ráðgjöf í málefnum FAO á alþjóðavettvangi, hefur hann alltaf haft áhuga og aflað sér góða þekkingu á sviði erfðafræði íslenskra plöntutegunda. Dr Björn Sigurbjörnsson hefur samþykkt að vera andmælandi í doktorsvörn ÆÞÞ.

3. RES | the School for Renewable Energy Science - Orkuskóli

Samþykkt einróma tillaga deildarforseta um að Freysteinn Sigmundsson vísindamaður verði fulltrúi raunvísindadeildar í námsstjórn RES (School for Renewable Energy Science-Orkuskóli).

4. Auglýsing starfs í lífupplýsingatækni.

Lögð fram drög að auglýsingu um starf lektors í lífupplýsingatækni. Starfið er sameiginlegt fyrir þrjár deildir, læknadeild, raunvísindadeild og verkfræðideild. Starfinu fylgir 4,5 Mkr fjárveiting til frambúðar.

Með fyrirvara um umsóknafrest og hvern eigi að hafa samband við vegna upplýsinga um starfið , sem deildarforseta var falið að hafa samband við hinar deildirnar tvær um, var auglýsingin samþykkt einróma.

5. Auglýsing starfa í jarðvísindum.

Formaður jarðvísindaskorar gerði grein fyrir málinu. Áhersla er á að störfin tengist ekki síst framhaldsnáminu og því yrði auglýst eftir dósentum.

5.1 Starf dósents í jarðeðlisfræði (orkumálum) við jarðvísindadeild.

Þessu starfi fylgir varanlega 4,5 Mkr fjárveiting. Ekki þarf að fá samþykki fjármálanefndar háskólaráðs fyrir auglýsingunni þar sem samþykki rektors liggur fyrir.

Deildarráð samþykkti auglýsinguna einróma og að starfið yrði auglýst.

5.2 Starf dósents í jarðefnafræði við jarðvísindadeild.

Samþykkt að vísa málinu til fjármálanefndar deildar varðandi rökstuðning til fjármálanefndar háskólaráðs. Jarðvísindastofnun hefur samþykkt að fjármagna rannsóknarhluta launagjalda vegna starfsins.

Deildarráð samþykkti að óska eftir samþykki fjármálanefndar háskólaráðs um að auglýst verði 100% starf dósents í jarðefnafræði, þar sem Jarðvísindastofnun Háskólans fjármagnar rannsóknarhluta launagjaldanna.

5.3 Starf dósents í bergefna- og steindafræði við jarðvísindadeild.

Samþykkt að vísa málinu til fjármálanefndar deildar varðandi rökstuðning til fjármálanefndar háskólaráðs. Jarðvísindastofnun hefur samþykkt að fjármagna rannsóknarhluta launagjalda vegna starfsins.

Deildarráð samþykkti að óska eftir samþykki fjármálanefndar háskólaráðs um að auglýst verði 100% starf dósents í bergefna- og steindafræði, þar sem Jarðvísindastofnun Háskólans fjármagnar rannsóknarhluta launagjaldanna.

6. Kjörskrá vegna kjörs deildarforseta og varadeildarforseta í jarðvísindadeild, líf- og umhverfisvísindadeild og raunvísindadeild í nýju skipulagi Háskólans.

Kjörskrár eru þrjár. Búið er að ganga frá kjörskrá þannig að óskir fastra kennara um það í hvaða deild þeir vildu vera höfðu verið teknar til greina.

Nokkra leiðréttinga voru gerðar við kjörskrána. Kjörskrárnar og forsendur fyrir því að vera á henni voru ræddar.

Fjórar kærur sérfræðinga, sem ekki voru á kjörskrá, um að fara inn á kjörskrá jarðvísindadeildar voru ekki teknar til greina, þar sem það samrýmdist ekki þeim reglum sem settar höfðu verið um kosningarnar að þessu sinni.

Deildarráð samþykkti að kjörskrá nú sé til bráðabirgða og að reglurnar gildi aðeins um kosningarnar að þessu sinni. Deildarráð mun óska eftir því við háskólaráð að það setji reglur um kosningar í framtíðinni sem henti starfsemi raunvísindadeildar og stofnana hennar.

Kjörskráin var síðan borin upp í einu lagi (fyrir allar þrjár deildirnar) og samþykkt einróma.

7. Skorkort Háskóla Íslands.

-Lögð fram önnur drög að skorkorti fyrir Háskóla Íslands. Til umræðu í maí 2008.

Miklar umræður urðu um það hvað ætti að vera inn á skorkorti Háskólans sem árangursmælikvarðar. Bæði var rætt um hvað ætti að vera inn á skorkorti Háskólans í heild og hvað ætti að vera inn á skorkorti einstakra deilda.

Deildarforseta falið að gera athugasemdir í samræmi við þær umræður sem fram komu á fundinum og senda þær til starfshóps rektors.

8. Fagráð um raungreinamenntun kennara.

Deildarforseti óskaði eftir því að einstakir skorarformenn tilnefni fulltrúa í fagráð um raungreinamenntun kennara. Fagráðinu er ætlað að sinna stefnumótun bæði um menntun raungreinakennara yfirleitt og um framhaldsnámið til menntunar raungreinakennara.

9. Kennsla í grunngreinum við Háskóla Íslands.

Málið var rætt og áréttað að nauðsynlegt væri að koma sjónarmiðum raunvísindadeildar á framfæri við rektor og háskólaráð.

10. Nýju akademisku störfin 2009 – 2011 skv. samningi við Mennamálaráðuneytið (frestað frá síðasta fundi).

Deildarforseti lagði til við skorarformenn að umræða yrði innan skoranna/deildanna um það hvaða störf ættu að hafa forgang hvað nýju akademisku störfin varðaði. Alls eru þetta 80 ný akademisk störf við Háskólann, 20 störf á ári í fjögur ár frá og með árinu 2008.

11. Önnur mál.

11.1 Nemendamál í efnafræðiskor.

Samþykkt að heimila nemanda við efnafræðiskor að taka próf í Lífrænni efnafræði 2 í fjórða sinn.

Fleira ekki tekið fyrir á fundi.

Fundi slitið kl 15:00

Jón Guðmar Jónsson

fundarritari.