394. deildarráðsfundur raunvísindadeildar

aftur Yfirlitssíða fram

394. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn mánudaginn 16. júní 2008, kl 10:30 -12:30, í fundarherbergi VR-II, stofu VR-257.

Mættir voru: Lárus Thorlacius, Guðrún Marteinsdóttir, Rögnvaldur G. Möller, Ágúst Kvaran, Ólafur S. Andrésson, Ólafur Ingólfsson, Anna Dóra Sæþórsdóttir og Inga Þórsdóttur. Fulltrúi nemenda; Rakel Sæmundsdóttir (Raunveru) Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

Mál á dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt

2. Nordic Master Programme in Marine Ecosystems and Climate.

Ekkert bókað undir þessu dagskrárlið

3. Andmælendur við doktorsvörn Anne-Karin Eriksen í eðlisfræði.

Samþykkt einróma tillaga eðlisfræðiskorar að Bernard Dam prófessor við Vrije Universitet Amsterdam og Hannes Jónsson prófessor við HÍ verði andmælendur við doktorsvörnina sem áætluð er 12. september næstkomandi.

4. Valnefnd vegna starfs í lífupplýsingatækni.

Tvö svið koma að ráðningu í starfið (nú læknadeild, raunvísindadeild og verkfræðideild). Því er ekki um venjulega skipan valnefndar að ræða. Lagt til að í valnefnd verði: Eríkur Steingrímsson prófessor, Ólafur S. Andrésson prófessor, Jón Atli Benediktsson prófessor og Helga Ögmundsdóttir fullrtúi rektors. Hákon Guðbjartsson verður fulltrúi í dómnefndinni auk fastra fulltrúa verkfræðideildar og raunvísindadeildar.

Samþykkt einróma framangreind tillaga um fulltrúa í valnefnd og dómnefnd.

5. Vottun vegna doktorsnáms í náttúruvísindum við HÍ.

Lagt fram bréf menntamálaráðherra dags. 15. maí 2008 um vottun doktorsnáms á sviðum raun-/náttúvísinda, verk- og tæknivísinda og hugvísinda.

6. Samstarfsnefnd um raungreinamenntun kennara við HÍ.

Deildarforseti lagði til að Rögnvaldur G. Möller, Ari Ólafsson, Ólafur Ingólfsson, Rannveig Ólafsdóttir og annað hvort Bjarni Ásgeirsson eða Gísli Hólmar Jóhannesson aðjúnkt verði fulltrúar raunvísindadeildar í samstarfsnefndinni.

Samþykkt samhljóða.

7. Inntökuviðmið í BS-nám í náttúruvísindum.

Deildarforseti áréttaði mikilvægi þess að raunvísindadeild skilgreini inntökuviðmið í BS-nám við deildina. Einnig væri nauðsynlegt að samræmi væri í inntökuviðmiðum bæði í raunvísindadeild og verkfræðideild. Þá var bent á að koma ætti upp viðræðuhópi við verkfræðinga og einnig þá sem eru í forsvari fyrir verkfræðinámi við Háskólanna í Reykjavík

8. Stuðningur við öfluga rannsóknarhópa við HÍ.

Deildarforseti óskaði eftir því að einstakir skorarformenn tilnefni fulltrúa í fagráð um raungreinamenntun kennara. Fagráðinu er ætlað að sinna stefnumótun bæði um menntun raungreinakennara yfirleitt og um framhaldsnámið til menntunar raungreinakennara.

9. Umbún til nýrra deildarforseta á haustmisseri 2008.Kennsla í grunngreinum við Háskóla Íslands.

Lagt til að veittur verði 400 vst kennsluafsláttur á hausmisseri 2008 fyrir verðandi dieldarforseta.

Samþykkt einróma.

10. Önnur mál.

Engin önnur mál.

Fleira ekki tekið fyrir á fundi.

Fundi slitið kl 12:30

Jón Guðmar Jónsson

fundarritari.