391. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 2. maí 2008, kl 12:30 í fundarherbergi VR-II, stofu VR-257.
Mættir voru: Lárus Thorlacius, Rögnvaldur G. Möller, Hafliði P. Gíslason, Ágúst Kvaran, Eva Benediktsdóttir fyrir Ólaf S. Andrésson, Ólafur Ingólfsson og Anna Dóra Sæþórsdóttir. Fulltrúi nemenda; Rakel Sæmundsdóttir (Raunveru). Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Fjarverandi voru Guðrún Marteinsdóttir og Inga Þórsdóttir eða varamaður hennar.
Sigurður Brynjólfsson prófessor í véla- og iðnaðarverkfræðiskor mætti á fundinn undir dskrlið 5.
Jóhanna Arnórsdóttir verkefnisstjóri mætti undir dagskrárlið 4.
Samþykkt án athugasemda.
Stærðfræðiskor hefur samþykkt einróma, fyrir sitt leyti, að Hermann Þórisson prófessor fái að dvelja erlendis, í Frakklandi, næsta haust en hann hefur fengið boð þar um.
Samþykkt einróma að leggja til við rektor að Hermann fái leyfið.
a) Drög að kjörskrá.
Deildarforseti skýrði frá því að kjörstjórn hefði verið skipuð. Í henni eru: Gunnlaugur Björnsson vísindamaður, Magnfríður Júlíusdóttir lektor og Stefán Arnórsson prófessor auk deildarforseta og skrifstofustjóra.
Þá hefur kjörstjórn fyrir sitt leyti samþykkt viðmið um það hverjir verði á kjörskrá auk fastra kennara, aðjúnkta og fulltrúa stúdenta en það yrðu: „Sérfræðingar stofnana deildar sem ráðnir eru til sjálfstæðra rannsókna og hafa fengið hæfisdóm og aðrir sérfræðingar sem starfað hafa í þrjú ár eða lengur og birt eigin rannsóknarniðurstöður í viðurkenndum vísindatímaritum“.
Deildarráð samþykkti framangreind viðmið einróma.
Deildarforseti gerði ráð fyrir því að það gætu orðið allt að þrjár stofur undir hverri deild.
b) Kosningareglur.
Deildarforseti lagði til að kosningareglur yrðu þær sömu og við síðasta deildarforsetakjör. Þær reglur voru lagðir fyrir fundinn.
Samþykkt einróma.
c) Kynningar- og kjörfundir.
Deildarforseti leggur til að haldnir verði sérstakir kynningarfundir og síðan kjörfundir í hverri deild.
Samþykkt einróma.
Sigurður Brynjólfsson prófessor í véla- og iðnaðarverkfræðiskor mætti undir þessum dagskrárlið.
Sigurður kynnti samninginn og hugsanlega/mögulega fjármögnun hans. Stærsti hluti fjármögnunar kæmi úr erlendum rannsóknarsjóðum. Sótt yrði um „Evrópustyrk“ en slíkir styrkir gætu numið allt að 3,5 M evra samtals á þremur árum. Einnig yrði fjármögnun úr innlendum rannsóknarsjóðum ef áætlanir ganga eftir.
Samþykkt var einróma að raunvísindadeild gerist aðili að samningi um Rannsóknarsetur í kerfislíffræði.
Jóhanna Arnórsdóttir verkefnisstjóri um rannsóknarnám í sameindalífvísindum mætti undir þessum dagskrárlið til að kynna málið.
Markmiðið er að efla rannsóknarnám í sameindalífvísindum við Háskóla Íslands.
Rannsóknarnámsnefnd læknadeildar hefur haft frumkvæði að undirbúningi málsins og hefur Jóhanna unnið að málinu fyrir þá deild og er nú óskað eftir aðkomu og samvinnu við raunvísindadeild um framkvæmd málsins.
Gert er ráð fyrir því að námið verði sameiginlega í báðum deildum. Nú eru um 50 nemendur í rannsóknarnámi í sameindalífvísindum í læknadeild og milli 30-40 í raunvísindadeild.
Í tillögunum um fjármögnun rannsóknarnámsins er gert ráð fyrir því að 30% af lokagreiðslum brautskráðra framhaldsnema á þessu sviði fari til að fjármagna námið en nú er lokagreiðsla með hverjum meistaranema 500 þús. og 2.500 þús. með hverjum doktorsnema.
Fundarmenn voru mjög jákvæðir fyrir málinu og var því vísað til líffræðiskorar og efnafræðiskorar til umsagnar.
Deildarforseti gerði grein fyrir forsendum hinna nýju starfa. Gert er ráð fyrir því að 4,5 Mkr fylgi hverju hinna nýju starfa til frambúðar.
Gert er ráð fyrir því að um sé að ræða 120 Mkr á þremur árum til starfa á rannsóknarsviðum sem skapi Háskóla Íslands sérstöðu. Deildarráð telur eðlilegt að deildir/fræðasvið móti sérstöðuna.
Umræður urðu um málið og raunvísindadeild leggur áherslu á að í framtíðinni verði mótuð ákveðin stefna við auglýsingu á störfum.
Málinu frestað.
Líffræðiskor: Guðmundur Hrafn Guðmundsson.
Áður hefur verið samþykkt að Guðmundur Hrafn fari í rannsóknarmisseri haustið 2008.
Samþykkt að leggja til breytingu, skv. ósk Guðmundar Hrafns, með samþykki líffræðsikorar, þannig að hann taki rannsóknarmisseri að hálfu haustið 2008 og að hálfu vorið 2009.
Samþykkt að óska eftir því við Magnús Tuma Guðmundsson og Ingibjörgu Jónsdóttur að þau semji umsögn um frumvarp til laga um Veðurstofu Íslands og skili fyrir 13. maí næstkomandi.
Deildarforseti mun hafa samband við markaðs- og samskiptasvið um kynningarátak á námi við deildina.
Steinþór Björgvinsson hefur verið í 50% starfi sem tæknimaður við eðlisfræðiskor og 50% við verkfræðideild. Frá og með 1. maí verður Steinþór í 100% starfi við verkfræðideild.
Deildarráð samþykkir fyrir sitt leyti að óska eftir heimild fyrir eðlisfræðiskor til þess að auglýsa eftir tæknimanni í 100% starf við skorina.
Fleira ekki tekið fyrir á fundi.
Fundi slitið kl 15:15
Jón Guðmar Jónsson
fundarritari.