390. deildarráđsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 18. apríl 2008, kl 12:00-13:20, í fundarherbergi Jarđvísindastofnunar á 3. hćđ í Öskju.
Mćttir voru: Lárus Thorlacius, Guđrún Marteinsdóttir, Rögnvaldur G. Möller, Hafliđi P. Gíslason, Ágúst Kvaran, Ólafur S. Andrésson, Ólafur Ingólfsson, Anna Dóra Sćţórsdóttir og Ágústa Guđmundsdóttir fyrir Ingu Ţórsdóttur. Fulltrúar nemenda voru Rakel Sćmundsdóttir (Raunveru) og Hlynur Grétarsson (Stigli). Fundarritari var Jón Guđmar Jónsson.
Samţykkt án athugasemda.
Deildarforseti skýrđi frá helstu málum á dagskrá nýliđins háskólafundar. Helsta mál á dagskrá fundarins var frumvarp til laga um háskóla. Rektor mun fyrir hönd háskólasamfélagsins koma athugasemdum háskólafundar og háskólaráđs viđ frumvarpiđ til Menntamálaráđuneytis og Alţingis.
Lögđ fram tillaga tćkjakaupanefndar deildar (Sigurđur S. Snorrason, Bjarni Ásgeirsson og Snorri Ţorgeir Ingvarsson), ásamt greinargerđ, um forgangsröđun umsókna.
Tillaga tćkjakaupanefndar samţykkt einróma.
Jafnframt samţykkti deildarráđ einróma eftirfarandi bókun:
„Deildarráđ raunvísindadeildar lýsir furđu sinni á lágum fjárveitingum Háskóla Íslands til Tćkjakaupasjóđs. Framlög til sjóđsins eru einungis brot af ţví sem ţarf til ađ sinna verklegri kennslu á viđeigandi hátt. Engir möguleikar eru til ytri fjármögnunar kennslutćkja.
Fjárveitingar til kaupa á kennslutćkjum eru í hrópandi ósamrćmi viđ fjárfestingar í rannsóknarbúnađi, sem oft ţarf ađ nýta á óćskilegan hátt til grunnkennslu í grunnnámi“.
Deildarráđ samţykkir einróma ađ sjúkra- og upptökupróf vormisserisprófa raunvísindadeildar verđi í júní í stađ ágúst eins og veriđ hefur hingađ til. Líklegir dagar eru 18., 19, eđa 20. júní. Líklegast verđur 19. júní ađalprófdagur fyrir sjúkra- og upptökupróf í raunvísindadeild.
Ágúst Kvaran formađur efnafrćđiskorar skýrđi frá ţví ađ sendinefnd efnafrćđinga frá Kína vćri í Evrópuheimsókn í sumar og óskađi eftir ađ hitta fulltrúa efnafrćđinnar viđ Háskóla Íslands í ţeirri heimsókn hér á landi.
Áćtluđ koma kínversku efnafrćđinganna er 1. júlí.
Skipuleggja ţarf dagskrá og hverjir koma til međ ađ taka á móti Kínverjunum. Ágúst mun kanna innan efnafrćđiskorar hverjir eru tilbúnir til ađ taka á móti ţeim á ţessum tíma.
Formađur líffrćđiskorar, Ólafur S. Andrésson, gerđi grein fyrir drögum ađ samningi milli verkfrćđideildar, raunvísindadeildar og lćknadeildar um „Rannsóknarsetur í kerfislíffrćđi“ Samningurinn er til fimm ára en fyrir mitt ár 2010 munu samningsađilar taka afstöđu til ţess hvort og ţá hvernig samstarfi um rannsóknarsetriđ verđur fram haldiđ.
Fleira ekki tekiđ fyrir á fundi.
Fundi slitiđ kl 13:20
Jón Guđmar Jónsson
fundarritari.