387. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 29. febrúar 2008, kl 12:30-15:00, í fundarherbergi VR-257 í VR-II.
Mættir voru: Lárus Thorlacius, Guðrún Marteinsdóttir, Rögnvaldur G. Möller, Hafliði P. Gíslason, Ágúst Kvaran, Ólafur S. Andrésson, Ólafur Ingólfsson, Guðrún Gísladóttir fyrir Önnu Dóru Sæþórsdóttur og Guðjón Þorkelsson fyrir Ingu Þórsdóttir. Fulltrúar nemenda voru þau Rakel Sæmundsdóttir (Raunveru) og Hlynur Grétarsson (Stigli). Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Samþykkt með breytingu, þannig að texti í 3. dl. verði; „Miðað er við að um miðjan mars ár hvert verði búið að fara yfir hvernig tiltókst með kennslu í námskeiðum haustmisseris með þeim skorum/deildum sem þiggja þjónustukennslu frá raunvísindadeild“.
Samþykkt tillaga líffræðiskorar um að: Prof. John Widdows, Natural Environment Research Council, Plymouth Marine Laboratory og dr. Kristín Ólafsdóttir , deildarstjóri eiturefnadeildar Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands verði andmælendur við doktorsvörn Halldórs Pálmars Halldórssonar þann 18. apríl næstkomandi.
Samþykkt samhljóða.
Lögð fram drög að auglýsingu á íslensku og ensku um starf kennara í vistfræði. Auglýsingin verður birt innan lands og utan, í tímaritinu Nature. Umsóknarfrestur um starfið verður til 1. maí 2008.
Samþykkt einróma.
Tillaga frá líffræðiskor lögð fram um að ráða Timothy B. Grabowski í 26% starf lektors. Hann kæmi til með að leiðbeina framhaldsnemum og kenna í námskeiðunum Fiskalíffræði og Sjávarvistfræði. Rannsóknarhluti starfsins yrði greiddur af rannsóknarverkefnum Guðrúnar Marteinsdóttur. Ráðið yrði í starfið til 2ja ára.
Samþykkt einróma.
Deildarforseti lagði til í samræmi við tillögur vísindanefndar deildar að veitt verði 75.000 kr verðlaun (ferðastyrkur) til framhaldsnema við deildina fyrir besta verkefnið (veggspjald eða fyrirlestur) á Raunvísindaþingi.
Deildarforseti lagði einnig til að vísindanefnd deildar yrði jafnframt dómnefnd um besta verkefnið.
Samþykkt einróma.
Deildarforseti lagði fram drög á íslensku og ensku að nýjum og endurbættum umsóknareyðublöðum fyrir framhaldsnámið.
Eyðublöðin verða sett á vef deildarinnar og umsækjendum verður að þessu sinni boðið að sækja um annað hvort á nýju eða gömlu eyðublöðunum.
Farið var yfir eyðublöðin og gerðar nokkrar athugasemdir og tillögur að breytingum á þeim.
Samþykkt var einróma að taka upp nýju eyðublöðin með þeim breytingum sem fram komu.
Deildarforseti hvatti skorarformenn til að sækja um styrk í sjóðinn. Raunvísindadeild fékk tvo styrki í fyrra. Styrkfjárhæð getur orðið allt að 1,0 Mkr.
Sama fyrirkomulag verður í deild og verið hefur fyrri ár hvað varðar hvernig staðið verður að umsóknum.
20 Mkr viðbótarfé verður úthlutað úr sjóðnum nú borið saman við fyrri ár.
Deildarforseti óskaði eftir því við skorarformenn að þeir kæmu með athugasemdir, ef þeir hefðu einhverjar, við umsóknarferlið eins og það var í fyrra.
Einnig óskaði deildarforseti eftir því að skorarformenn færu yfir alla framhaldsnema við sína skor með tilliti til þess hvaða styrki þeir væru að fá. Jafnframt sagði hann það sína skoðun að það ætti að sækja um aðstoðarkennarastyrk fyrir alla doktorsnema sem ekki væru að fá aðra styrki. Einnig ætti að sækja um fyrir meistaranema sem væru komnir vel af stað í sínu rannsóknarnámi.
Deildarforseti lagði fram; „Samantekt, dags. 18. feb. 2008, um aðgerðir raunvísindadeildar í kjölfar skýrslu sérfræðinganefndar vegna viðurkenningar fræðasviðs náttúruvísinda“. Fór hann yfir helstu atriði samantektarinnar, sem send hefur verið til rektors.
Lagður fram listi yfir doktorsnema í raunvísindadeild. Alls eru 94 nemendur í doktorsnámi, þar af 12 sem hófu doktorsnám á vormisseri 2008. Deildarforseti tilgreindi fjölda þeirra sem hafa verið í náminu í 4 ár eða lengur (13 talsins), 3,5 ár (6) og 3 ár (7).
Deildarforseti sagðist myndu óska eftir upplýsingum frá leiðbeinendum í doktorsnámi um það hvar þeir nemendur, sem búnir væru að vera 3 ár eða lengur í námi, væru staddir í náminu.
Dreift var plöggunum; „Framkvæmd stefnu 2007“ og „Framkvæmdaáætlun 2008“. Varadeildarforseti og deildarforseti höfðu uppfært framkvæmdaáætlunina, það er borið saman framkvæmdaáætlun 2007 við það sem hefði verið framkvæmt á því ári og endurskoðað framkvæmdaáætlun 2008.
Deildarforseti fór yfir helstu atriði varðandi mælikvarða um framúrskarandi rannsóknir, kennslu, stoðþjónustu og stjórnun.
Deildarforseti og Ólafur S. Andrésson eru í nefnd/hópi rektors, ásamt fulltrúum verkfræðideildar þeim Ebbu Þóru Hvannberg deildarforseta og Bjarna Bessasyni og þróunarstjóra rektors, Jóni Atla Benediktssyni, um framtíðarskipulag fræðasviðs verkfræði og náttúruvísinda. Gerðu þeir grein fyrir stöðu mála en raunvísindadeild leggur áherslu á að fjárveitingum verði ráðstafað af stjórn fræðasviðsins, þannig að völd og fjárhagsleg ábyrgð fari saman.
Fleira ekki tekið fyrir á fundi.
Fundi slitið kl 15:10
Jón Guðmar Jónsson
fundarritari.