386. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 1. febrúar 2008, kl 12:30-15:00, í fundarherbergi VR-257 í VR-II.
Mættir voru: Lárus Thorlacius, Rögnvaldur G. Möller, Hafliði P. Gíslason, Ágúst Kvaran, Ólafur S. Andrésson, Ólafur Ingólfsson, Guðrún Gísladóttir fyrir Önnu Dóru Sæþórsdóttur og Inga Þórsdóttir. Fulltrúi nemenda var Rakel Sæmundsdóttir (Raunveru). Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Sigurður S. Snorrason prófessor og forstöðumaður Líffræðistofnunar og Hannes Jónsson prófessor og formaður efnafræðistofu mættu einnig á fundinn, en þeir eru, auk þeirra sem sitja fundi deildarráðs, í kjarnahópi deildar um framkvæmd stefnu. Þá mættu einnig Margrét S. Björnsdóttir og Snorri Þór Sigurðsson úr stýrihópi rektors um framkvæmd stefnu Háskólans 2006-2011.
Samþykkt með breytingum á dagskrárlið 2, en þar á að standa: „Raunvísindadeild kom best út miðað við „a) gamla kassalíkanið“.
Skilafrestur efnis í Árbók 2007 er 4. febrúar næstkomandi. Deildarforseti óskaði eftir því að skorarformenn kæmu upplýsingum til hans strax, ef það væri eitthvað sérstakt sem þeir vildu að kæmi inn í Árbókina. Að öðru leyti myndu deildarforseti og skrifstofustjóri uppfæra texta síðasta árs.
Deildarforseti spurðist fyrir um það hvernig hinum nýju reglum um þjónustukennslu hefði verið beitt vegna þjónustukennslu haustsins 2007.
Deildarforseti lagði áherslu á að þetta væru reglur/framkvæmd sem væri nauðsynlegt fyrir okkur að hafa og að hafa fylgt með formlegum hætti. Miðað er við að um miðjan mars ár hvert verði búið að fara yfir hvernig tiltókst með kennslu í námskeiðum haustmisseris með þeim skorum/deildum sem þiggja þjónustukennslu frá raunvísindadeild.
-Lagt fram erindi og greinargerð líffræðiskorar um málið.
Formaður líffræðiskorar, Ólafur S. Andrésson, skýrði frá því að vistfræðin hefði alltaf verið kennd innan líffræðinnar frá upphafi líffræðiskorar.
Agnar Ingólfsson prófessor, sem fór á eftirlaun á síðasta ári, var aðalkennari greinarinnar. Samþykkt var í líffræðiskor síðastliðið haust að óska eftir því að ráðið yrði í starfið.
Starf kennara í vistfræði er í fjárhagsáætlun skorar/deildar fyrir árið 2008.
Samþykkt einróma að óska eftir því við fjármálanefnd háskólaráðs að heimild fáist til að auglýsa starf kennara í vistfræði.
Deildarforseti fór yfir helstu athugasemdir og ábendingar í skýrslu hinnar erlendu úttektarnefndar um raunvísindadeild og viðbrögð deildar við þeim athugasemdum.
Frestað þangað til síðar á fundinum.
Margrét S. Björnsdóttir og Snorri Þór Sigurðsson úr stýrihópi rektors um framkvæmd stefnu Háskólans 2006 til 2011 mættu á fundinn undir þessum dagskrárlið og einnig þeir Sigurður S. Snorrason forstöðumaður Líffræðistofnunar og Hannes Jónsson formaður efnafræðistofu en þeir eru, auk þeirra sem sitja deildarráðsfundi, í kjarnahópi deildar um framkvæmd stefnu.
Raunvísindadeild skilaði þann 19. janúar 2007 (plagg dags. 18. desember 2006) framkvæmdaáætlun deildar fyrir árið 2007 til stýrihóps rektors.
MSB skýrði frá því að stýrihópur rektors hefði skilað rektor skýrslu um stöðu mála en málin hefðu verið í biðstöðu vegna skipulagsmála og skiptingar Háskólans í fræðasvið.
Þá hefði Menntamálaráðuneytinu verið gerð grein fyrir stöðu mála.
Lokagerð skorkorta fyrir deildir og framkvæmdaáætlun er næsta mál á dagskrá.
Talsverðar umræður urðu um málið.
Meðal annars voru þau Snorri Þór og Margrét spurð um það hvort þau vissu hvað nýleg samþykkt háskólaráðs þýddi, þegar segði í samþykktinni að kennslufjárveiting rynni til deilda. Hvort átt væri við núverandi deildir eða deildir á hinu nýja fræðasviði. Þetta var ekki ljóst. Bent var á að ef kennslufjárveitingin rynni ekki beint til fræðasviðsins, þá yrðu völd þess, ábyrgð og hlutverk mest lítið.
Raunvísindadeild er nú ætlað að endurskoða það sem skilað var inn í ársbyrjun 2007 sem áætlun um framkvæmd stefnu og uppfæra hana miðað við daginn í dag.
Gert er ráð fyrir því að raunvísindadeild skili inn endurskoðuðu plaggi um framkvæms stefnu fyrir lok febrúar.
Áherslan verður á kynningu á vefnum. Gefinn verður út kynningarbæklingur fyrir Háskólann allan, „Háskólamagasín“
Gert er ráð fyrir því að skorarformenn sendi deildarforseta um 80 orða texta um deildirnar á hinu nýja fræðasviði.
Á kynningunni verða hin nýju fræðasvið kynnt með sínum litum.
Skorir endurskoði vefsíður sínar eftir föngum fyrir kynninguna. Það, sem verður dreift á kynningunni, verður með tilvísanir í vefslóðir en ekki að miklu efni vcrði dreift á pappír.
Lagðar fram „Athugasemdir frá skorum við kennslu-/námskrá frumgreinadeildar Keilis (LTh. 1. 2. 2008)“
Deildarráð þarf að koma með tillögur um það sem þarf að bæta í námskrá Keilis, ef um það er að ræða, að breyta þurfi námskránni til þess að uppfylla inntökuskilyrði raunvísindadeildar.
Stjórn Keilis þarf að fá upplýsingar um það hvaða kröfur við gerum, það er annars vegar hvaða inntökuskilyrði við setjum og hins vegar hvað við ráðleggjum að hafa í námskránni.
Deildarráð samþykkti námskrána, með fyrirvörum, það er skilyrðum og ábendingum um það sem þarf að breyta. Þessum skilyrðum og ábendingum þarf að koma til stjórnar Keilis hið fyrsta.
Fleira ekki tekið fyrir á fundi.
Fundi slitið kl 15:10
Jón Guðmar Jónsson fundarritari.