383. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn miðvikudaginn 19. desember 2007, kl 10-12, í VR-II, fundarherbergi VR-257.
Mættir voru: Lárus Thorlacius, Guðrún Marteinsdóttir, Rögnvaldur G. Möller, Hafliði P. Gíslason, Ágúst Kvaran, Ólafur S. Andrésson, Áslaug Geirsdóttir, Magnfríður Júlíusdóttir og Inga Þórsdóttir. Fulltrúi nemenda var Rakel Sæmundsdóttir (Raunveru). Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Samþykkt án athugasemda.
Engar umsóknir lágu fyrir en nokkrar eru í deiglunni á haustmisseri.
Dagsetningar sjúkra- og upptökuprófa, frá síðasta deildarráðsfundi, voru ítekaðar og verða sendar til allra stúdenta sem tóku próf í námskeiðum raunvísindadeildar nú í desember, auk kennara deildarinnar.
Eftir er að skipa fulltrúa stofnana deildar í kjarnahóp um stefnu deildar árin 2006 til 2011. Fyrirhugað er að halda fund í nýjum kjarnahóp í framhaldi af fyrsta deildarráðsfundi á nýju ári.
Deildarforseti kynnti breytt og yfirfarin drög að reglum frá fyrra fundi. Reglurnar kæmu til framkvæmda strax eftir desemberprófin.
Reglurnar voru samþykktar einróma með þeim í breytingum að í kafla „2. Samráðsfundir“. Að í stað „Halda skal fund í samráðshóp námskeiðs...“ komi „Formaður skorar eða námsbrautar heldur fund með samráðshóp......“
Farið var yfir stöðu máls varðandi fjárhagsáætlun ársins 2008 en skorir vinna stíft að sparnaði og hagræðingu í kennslu en fjárhagsáætlun ársins, þeirri sem var skilað í október síðastliðnum, gerir ráð fyrir 48,5 Mkr halla. Stefnt er að því að reyna að ná þeim halla niður.
Deildarforseti gerði grein fyrir stöðu mála varðandi sameiningu verkfræði- og raunvísindadeilda í eitt fræðasvið. Málið var rætt.
Deildarforseti skýrði frá því að tillaga hefði komið frá rektor, nánar tiltekið frá Jóni Atla Benediktssyni þróunarstjóra rektors, um að Bernharð Pálsson, prófessor í lífverkfræði og aðjúnkt í læknisfræði við Kalíforníuháskóla í San Diego í Bandaríkjunum, verði gerður að gestaprófessor við raunvísindadeild.
Verkfræðideild og læknadeild munu á næstunni fjalla um tillögur þess efnis að Bernharð verði einnig gestaprófessor við þær deildir.
Bernharð yrði í 20% starfi til 3ja ára. Hver deild myndi greiða sem næmi 1/3 af launagjöldum og vegna ferðakostnaðar þessa 20% starfs eða tæp 7% hver deild. Hlutur hverrar deildar yrði:
Launagjöld 600 þús./ári
Ferðakostnaður 150 þús./ári
Alls 750 þús./ári
Samþykkt var einróma að Bernharð Pálsson verði gestaprófessor við raunvísindadeild með sama hætti og við verkfræðideild og læknadeild.
Eftirfarandi tillaga stærðfræðiskorar var lögð fram: „Þegar í stað verði hafist handa við að endurskoða stokkakerfið sem nýverið var samþykkt“.
Samþykkt einróma að fela kennslunefnd deildar að skoða málið.
Formaður matvæla- og næringarfræðiskorar, Inga Þórsdóttir, gerði grein fyrir framtíðarstöðu skorarinnar en gert er ráð fyrir því að skorin verði sérstök deild á heilbrigðisvísindasviði.
Jarðvísindaskor hefur samþykkt fyrir sitt leyti að leggja til við deildarráð að Ingvari Birgi Friðleifssyni, jarðfræðingi og forstöðumanni Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Orkustofnun og Halldóri Ármannssyni efnafræðingi hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) verði boðið að gerast gestaprófessorar við raunvísindadeild.
Samþykkt var einróma að vísa málinu til gæðanefndar háskólaráðs og í framhaldinu af því að bjóða verkfræðideild að verða aðili að málinu með sama hætti og samþykkt var með Ólaf Flóvenz jarðeðlisfræðing, forstöðumann ÍSOR og Guðna Axelsson jarðeðlisfræðing hjá ÍSOR sem báðir urðu gestaprófessorar við báðar deildir nú fyrir skömmu.
Enginn kostnaður kæmi á deildina/deildirnar vegna þessa.
Fleira ekki tekið fyrir á fundi. Fundi slitið kl 12:00
Jón Guðmar Jónsson fundarritari.