381. deildarráðsfundur raunvísindadeildar

aftur Yfirlitssíða fram

381. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 23. nóvember 2007, í VR-II, fundarherbergi VR-257 og hófst kl 12.30.

Mættir voru: Lárus Thorlacius, Guðrún Marteinsdóttir, Rögnvaldur G. Möller, Hafliði P. Gíslason, Ágúst Kvaran, Ólafur S. Andrésson, Áslaug Geirsdóttir, Magnfríður Júlíusdóttir og Inga Þórsdóttir. Fulltrúi nemenda var Rakel Sæmundsdóttir (Raunveru). Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

Mál á dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt án athugasemda.

2. Mál til kynningar.

2.1 Árangursmælikvarðar um birtingar og doktorsnema.

Raunvísindadeild hefur frest fram yfir helgi til að skila inn athugasemdum við árangursmælikvarða um birtingar og doktorsnema. Deildarráðsmenn sendi deildarforseta athugasemdir fyrir þann tíma, hafi þeir einhverjar til viðbótar þeim sem áður eru fram komnar í deildarráði.

2.2 Rannsóknardagar stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ).

Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) verður með rannsóknardaga á Háskólatorgi vikuna 21. til 26. janúar 2008. Tilgangurinn er að skapa vettvang fyrir nemendur Háskóla Íslands til að kynna almenningi og fyrirtækjum rannsóknarverkefni sín.

Deildarforseti óskaði eftir því við Raunveru að hún tilnefndi nemendur til verkefnisins.

2.3 Stefnumótunarvinna 2006 til 2011.

Tilnefna þarf nýjan kjarnahóp frá deild og stofnunum deildar vegna stefnumótunarvinnu; Það er frá Raunvísindastofnun (Eðlis-efna- og stærðfræðistofnun (EES) og Jarðeðlisfræðistofnun) og Líffræðistofnun.

2.4 Rammaáætlun (7.) evrópska rannsóknarráðsins.

Deildarforseti kynnti sjöundu rammaáætlun evrópska rannsóknarráðsins. Hver styrkur skiptir miklu máli en upphæð einstakra styrkja getur orðið allt að 3,5 M Evra til 5 ára. Umsóknarfrestur er frá lokum febrúar til loka apríl 2008, fer eftir því á hvaða fræðasviði styrkirnir eru.

3. Rannsóknarmisseri.

Tillaga frá líffræðiskor:

Arnþór Garðarsson prófessor-Vor 2008, Guðmundur Óli Hreggviðsson-Vor 2008 og Zophonías Oddur Jónsson-Vor 2008

Samþykkt einróma.

4. Samkomulag milli verkfræði- og raunvísindadeilda um orkurannsóknir.

Lögð fram drög að samkomulagi milli verkfræði- og raunvísindadeilda Háskóla Íslands um orkurannsóknir, dags. 9. nóvember 2007.

Gert er ráð fyrir því að fulltrúi deildarráðs beggja deildanna verði í stýrihópi til þriggja ára um verkefnið hvort með sinn fulltrúa. Auk þess verði fulltrúi frá Jarðvísindastofnun og annar frá Verkfræðistofnun.

Deildarforseti lagði til að Magnús Tumi Guðmundsson yrði fulltrúi deildarráðs.

Deildarráð samþykkti það einróma.

Stefán Arnórsson hefur verið tilnefndur fulltrúi Jarðvísindastofnunar.

Fram kom ábending um að kannað verði hvort ástæða sé til að Líffræðistofnun komi einnig að samkomulaginu“.

5. Tveir gestaprófessorar við verkfræði- og raunvísindadeildir.

Lögð voru fram drög að tveimur samningum. Önnur samningsdrögin eru á milli Háskóla Íslands (HÍ), Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) og dr. Ólafs G. Flóvenz, forstjóra Íslenskra orkurannsókna um akademískt gestastarf við verkfræði- og raunvísindadeildir.

Hin samningsdrögin eru sams konar á milli Háskóla Íslands (HÍ), Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) og dr. Guðna Axelssonar um akademískt gestastarf við verkfræði- og raunvísindadeildir.

Fram kom að þeir báðir, Ólafur G. Flóvenz og Guðni Axelsson hafa prófessorshæfi.

Samþykkt einróma að gera samning um að þeir Ólafur og Guðni verði gestaprófessorar við verkfræði- og raunvísindadeildir Háskóla Íslands.

6. Tillögur starfshóps um skiptingu viðbótarfjár vegna samnings Menntamálaráðuneytisins og Háskóla Íslands.

Deildarforseti kynnti tillögur um skiptingu viðbótarfjár vegna samnings Menntamálaráðuneytisins og Háskóla Íslands.

7. Framtíðarskipulag á fræðasviði verkfræði og raunvísinda.

Deildarforseti skýrði frá stöðu mála varðandi framtíðarskipulag á fræðasviði verkfræði og raunvísinda.

8. Tillögur Raunveru að breyttum kennslumisserum.

Rakel Sæmundsdóttir fulltrúi nemenda í deildarráði gerði grein fyrir hugmyndum/tillögum Raunveru um breytta skipan kennslumissera í raunvísindadeild, þannig að þau verði fimm til sex í stað tveggja eins og nú er. Gert er ráð fyrir því að kennslumisserin verði sjö vikur og prófað í lok hvers misseris. Raunvera telur þetta vera til bóta fyrir nemendur, sem gætu einbeitt sér að tveimur námskeiðum á misseri sem síðan yrði prófað í í lok yfirferðar. Auðveldara yrði fyrir nemendur að fara í skiptinám til útlanda. Einnig gætu kennarar fengið betra tækifæri til þess að einbeita sér að rannsóknum, þar sem allir kennarar hefðu að minnsta kosti 1- 2 misseri án kennslu.

Samþykkt að vísa málinu til kennslunefndar deildar og til skora.

9. Breytingar á stokkakerfi.

Lögð fram drög að tillögum að breyttu stokkakerfi, sem eru í samræmi við tillögur deildarforseta og Björn Gunnlaugsson hefur útfært. Tillögurnar eru þannig að 5 stokkar verði kenndir fyrir hádegi. Í þeim verði öll skyldunámskeiðin. Stokkar 6 og 7 verði kenndir eftir hádegi og þá fyrst og fremst valnámskeið.

Einnig voru lögð fram drög að stundatöflum sem sýndu hvernig þær kæmu út fyrir einstakar skorir.

10. Önnur mál.

Engin önnur mál

Fundi slitið kl 15:00

Jón Guðmar Jónsson fundarritari.