380. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 9. nóvember 2007, í VR-II, fundarherbergi VR-257 og hófst kl 12.30.
Mættir voru: Lárus Thorlacius, Rögnvaldur G. Möller, Hafliði P. Gíslason, Ágúst Kvaran, Ólafur S. Andrésson, Áslaug Geirsdóttir, Karl Benediktsson fyrir Magnfríði Júlíusdóttur (Anna Dóra Sæþórsdóttir varaskorarformaður var einnig fjarverandi) og Inga Þórsdóttir. Fulltrúi nemenda var Rakel Sæmundsdóttir (Raunveru). Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson. Björn Gunnlaugsson verkefnisstjóri á deildarskrifstofu var boðaður á fundinn vegna dagskrárliðar 3.
Samþykkt án athugasemda.
Deildarforseti skýrði frá því að nefndin um sameiningu deildanna tveggja væri tekin til starfa.
Menntamálaráðuneytið óskar eftir upplýsingum um alþjóðasamstarf deilda Háskólans og kostnað (stjórnunarlegan) við þetta alþjóðasamstarf/alþjóðasamvinnu.
Skorir þurfa að taka saman yfirlit um sinn kostnað við alþjóðasamstarf ef þær hafa slíkan kostnað.
Dreift var töflum með mismunandi gerð af stokkakerfi sem Ólafur S. Andrésson og Sven Þ. Sigurðsson höfðu unnið. Auk þess var dreift útfærslu með dæmi fyrir einstakar skorir í hvorri deild, líffræðiskor í raunvísindadeild og umhverfis- og byggingarverkfræðiskor í verkfræðideild.
Björn Gunnlaugsson verkefnisstjóri gerði grein fyrir hinum mismunandi tillögum og einnig því hvaða áhrif mismunandi tillögur hefðu á þjónustunámskeið fyrir aðrar deildir. Sérstaklega með tilliti til þjónustunámskeiða sem eru nú í stokki 7 en ekki er gert ráð fyrir þeim stokki í tillögum um breytt stokkakerfi.
Umræður urðu um málið og verður það tekið upp í nefndinni um sameiningu deildanna.
Tillaga frá Stærðfræðiskor:
Eggert Briem prófessor-Vor 2008.
Samþykkt einróma.
Háskólaráð hefur samþykkt að heimila deildum að sjúkra- og upptökupróf verði haldin í janúar og júní næstkomandi vegna desemberprófa nú og vorprófa 2008.
Miklar umræður urðu um málið, sérstaklega með tilliti til þess hve málið væri seint til komið, miðað við að breytingin komi til framkvæmda nú í janúar næstkomandi.
Að umræðum loknum lagði deildarforseti fram tillögu um að sjúkra- og upptökupróf í raunvísindadeild vegna desemberprófa verði haldin nú í janúar. Jafnframt tók hann fram að ákvörðum um það hvort sjúkra- og upptökupróf verði í júní næstkomandi yrði tekin síðar.
Tillagan var samþykkt; já sögðu 5 á móti voru 2 og 2 sátu hjá.
Þeir sem greiddu atkvæði á móti eða sátu hjá sögðust efnislega vera sammála en töldu að málið væri of seint fram komið.
Lagðar fram hugmyndir kennslunefndar deildar, dags 9/11 2007, um kennslu í framhaldsnámi; „Um fjölgun framhaldsnámskeiða og fækkun BS námskeiða“.
Miklar umræður urðu um greinargerð/tillögur nefndarinnar.
Skorum var falið að fjalla um tillögur/hugmyndir nefndarinnar.
Lagðar fram tillögur verkefnisstjórnar um framkvæmd stefnu um árangursmælikvarða; „Mælikvarðar um birtingar og doktorsnema á skorkorti Háskóla Íslands, dags. 19. október 2007.
Skorir þurfa að senda deildarforseta athugasemdir, ef einhverjar eru, fyrir lok næstu viku.
-Lagt fram bréf, dags. 30. okt. 2007, frá lyfjafræðideild, Sveinbirni Gizurarsyni prófessor, þar sem fram kemur að lyfjafræðideild er að endurskoða allt nám við deildina, sem þýðir að öll námskeið innan og utan þeirrar deildar verða endurskoðuð, þar á meðal þjónustunámskeið efnafræðiskorar fyrir lyfjafræðina.
-Lagt fram bréf frá árinu 2001, 30/5, frá þáverandi forseta lyfjafræðideildar, Þórdísi Kristmundsdóttur, þar sem fram kemur að lyfjafræðideild hyggst að meira eða minna leyti taka til sín og sjá um þjónustunámskeið efnafræðiskorar fyrir lyfjafræðideild.
-Lagt fram svarbréf þáverandi forseta raunvísindadeildar, Gísla Más Gíslasonar, dags. 29/6 sama ár til lyfjafræðideildar, þar sem þessu er harðlega mótmælt.
-Lagt fram annað bréf deildarforseta, sama dag, til þáverandi rektors Páls Skúlasonar, þar sem einnig er harðlega mótmælt fyrirætlan lyfjafræðideildar.
-Lagt fram umsagnarbréf um málið frá Ingjaldi Hannibalssyni, þáverandi formanni fjármálanefndar háskólaráðs, dags. 24. sep. 2001, þar sem fram kemur að ákvarðanir um kennslufyrirkomulag þjónustunámskeiða verði ekki breytt nema með samþykki beggja deilda, svo og að slíkar breytingar leiði ekki sjálfkrafa til breytinga á deililíkani. „Því eru eru yfrileitt ekki fjárhagslegar forsendur fyrir því að deild geri slíkar breytingar einhliða“ eins og segir í bréfinu.
Efnafræðiskor er í viðræðum við lyfjafræðideild um málið.
Deildarforseti sagði endurskoðun kennslu á grunn- og framhaldsstigi hafa áhrif á endanlega verk- og fjárhagsáætlun næsta árs. Fljótlega myndu koma fram niðurstöður um fjölda þreyttra eininga fyrir háskólaárið 2006/2007. Í framhaldi myndi koma fram hver endanlega fjárveiting til deildarinnar verður. Fram hefur komið að allar forsendur virðast stefna í það að líffræðiskor fái nýjan C-kassa og hefði átt að fá hann frá og með yfirstandandi ári.
Engin önnur mál
Fundi slitið kl 15:00/ Jón Guðmar Jónsson fundarritari.