379. deildarráðsfundur raunvísindadeildar

aftur Yfirlitssíða fram

379. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 26. október 2007, í VR-II, fundarherbergi VR-257 og hófst kl 12.30.

Mættir voru: Lárus Thorlacius, Guðrún Marteinsdóttir, Rögnvaldur G. Möller, Ágúst Kvaran, Ólafur S. Andrésson, Áslaug Geirsdóttir, Magnfríður Júlíusdóttir og Ingbjörg Gunnarsdóttir fyrir Ingu Þórsdóttur (Sigurjón Arason varaformaður m&n var einnig fjarverandi). Fulltrúar nemenda voru Rakel Sæmundsdóttir (Raunveru) og Hlynur Grétarsson (Stigli). Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

Mál á dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar.

Vakin var athygli á því að Áslaug Geirsdóttir vék af fundi undir seinni hluta dagskrárliðar 5.

Ólafur S. Andrésson formaður líffræðiskorar, sem var ekki á síðasta fundi, vakti athygli á dagskrárlið 3, það er þeim aðstöðumun sem væri milli skora varðandi fjármögnun rannsóknarhluta launa fastra kennara, sbr. fjármögnun Raunvísindastofnunar á rannsóknarhluta launa tveggja kennara í eðlisfræðiskor.

Fundargerð samþykkt með breytingum.

2. Mál til kynningar.

2.1 Umsókn til Menntamálaráðuneytisins um doktorsnám í náttúruvísindum.

Deildarforseti skýrði frá því að hann hefði gengið frá og skilað inn umsókn um doktorsnám í raunvísindum til kennslusviðs Háskólans sem sér síðan um að senda hana áfram til Menntamálaráðuneytisins.

2.2 Kennsluskrá 2008/2009.

Skipaður hefur verið vinnuhópur til að samræma vinnu við breytingu á númerakerfi kennsluskrár næsta háskólaárs með hliðsjón af sameiningu deilda í fræðasvið.

Funda þarf sameiginlega með verkfræðideild. Gert er ráð fyrir því að forsetar deildanna, formenn kennsluskrárnefnda og skrifstofustjórar deildanna hittist og komi sér saman um vinnutilhögun vegna breytinga á númerakerfinu

2.3 Sameining raunvísindadeildar og verkfræðideildar í sameiginlegt fræðasvið verkfræði og raunvísinda.

Myndaður verður vinnuhópur deildanna tveggja með forsetum, auk eins fulltrúa frá hvorri deild ásamt Jóni Atla Benediktssyni til að vinna að því að koma sameiningunni í framkvæmd. Fulltrúi raunvísindadeildar með deildarforseta verður Ólafur S. Andrésson.

Rætt var um hvernig haga skuli vinnu við að koma sameiningunni í framkvæmd.

Skorir taki málið á dagskrá.

3. Undirbúningsnefnd vegna meistaranáms í reiknivísindum og reikniverkfræði.

Skipaður verður undirbúningshópur með fulltrúum úr raunvísindadeild og verkfræðideild til að undirbúa meistaranám í reiknivísindum og reikniverkfræði. Það fari eftir grunni nemenda hvort þeir brautskráist sem raunvísindamenn eða verkfræðingar.

Í nefndinni verða sex einstaklingar. Frá verkfræðideild verða Sven Þ. Sigurðsson, Hjálmtýr Hafsteinsson og Sigurður Brynjólfsson.

Deildarforseti lagði til að frá raunvísindadeild verði þeir Hannes Jónsson, Ragnar Sigurðsson og Viðar Guðmundsson.

Samþykkt einróma.

4. Lágmarkseinkunn 5,0 við endurinnritun í raunvísindadeild.

Fyrir fundinn var lögð tillaga svohljóðandi í framhaldi af tillögu frá eðlisfræðiskor á síðasta deildarráðsfundi:

„Tilllaga um breytingu á lágmarkseinkunn við endurinnritun.

-Lágmarkseinkunn í raunvísindadeild verði 5,0 við endurinnritun í stað 6,0 eins og nú er.

-Breyting þessi gildir fyrir alla nemendur bæði þá sem nú eru í námi og framtíðarnemendur.

Greinargerð:

Breyting þessi þýðir það að í raun verði engin viðurlög við því ef t.d. nemendur í fullu námi uppfylla ekki það að hafa lokið 20e í lok fyrsta árs“.

Umræður urðu um tillöguna.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

5. Kennsla í framhaldsnámi.

Deildarforseti reifaði hugmyndir sem kennslunefnd deildar hefur sent deildarforseta.

Kennslunefnd kemur til með að senda skorarformönnum hugmyndir/tillögur sínar á „Minnisblaði“ í næstu viku.

Það þarf að draga úr námsframboði í grunnnámi og auka framboð náms í framhaldsnámi.

Talsverðar umræður urðu um kennslu í framhaldsnámi.

6. Verkefna- og fjárhagsáætlun deildar-2008.

Lögð fram fjárhagsáætlun 2008, sú sem skilað var til fjármálanefndar háskólaráðs þann 19. október síðastliðinn. Áætlun hljóðar upp á 48,5 Mkr halla.

7. Rannsóknamisseri.

Land- og ferðamálafræðiskor:

Anna Karlsdóttir lektor -Vor 2008.

Samþykkt einróma.

Stærðfræðiskor:

Jón Ingólfur Magnússon prófessor – Vor 2008.

Robert J. Magnus prófessor – Vor 2008.

Samþykkt einróma.

8. Önnur mál.

Engin önnur mál

Fleira ekki tekið fyrir á fundi. Fundi slitið kl 15:00

Jón Guðmar Jónsson fundarritari