376. deildarráðsfundur raunvísindadeildar

aftur Yfirlitssíða fram

376. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 31. ágúst 2007, í VR-II, fundarherbergi VR-257 og hófst kl 12.30.

Mættir voru: Lárus Thorlacius, Guðrún Marteinsdóttir, Rögnvaldur G. Möller, Hafliði P. Gíslason, Ágúst Kvaran, Ólafur S. Andrésson, Áslaug Geirsdóttir, Magnfríður Júlíusdóttir og Inga Þórsdóttir. Fulltrúar nemenda voru Rakel Sæmundsdóttir (Raunveru) og Erna Knútsdóttir (Hvarfi). Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

Mál á dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt án athugasemda

2. Erindi frá Líffræðiskor.

2.1 Tillaga um mat vinnustunda til kennslu.

Lögð fram tillaga frá Líffræðiskor frá fundi skorarinnar þann 14. ágúst síðastliðinn. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að kerfið sem verið hefur í gildi frá árinu 1995 verði aflagt.

Samþykkt var að vísa tillögunni til fjármálanefndar deildar og kennslunefndar deildar.

2.2 Ósk líffræðiskorar um eflingu stjórnunar og stoðþjónustu.

Lögð fram tillaga líffræðiskorar um að skorin hafi starfsmann á skrifstofu skorar í fullu starfi. Fram kom hjá öðrum skorarformönnum að þörf væri fyrir aukna stoðþjónustu, meðal annars kom það fram hjá formanni land- og ferðamálafræðiskorar en starfsmaður á skrifstofu fyrrum jarð- og landfræðiskorar hefur sagt upp störfum. Þörf er á aukinni stoðþjónustu fyrir allar skorir deildarinnar.

Í tengslum við umræðuna kom fram að ítreka þarf við rannsóknanámsnefnd að hannað verði nýtt umsóknareyðublað fyrir rannsóknanámið.

Lagt var til og samþykkt að deildarforseti og skrifstofustjóri fari yfir verkefni og störf í stoðþjónustu deildar og skora og þar með þörf fyrir nauðsynlega stoðþjónustu skoranna og hvar henni verði best fyrir komið.

Fjámálanefnd deildar verður falið að fara yfir fjárhagslegar forsendur.

3. Auglýsing kennarastarfs í vistfræði við líffræðiskor.

-Lögð fram greinargerð vegna auglýsingar um starf kennara í vistfræði, samþykkt í skor 28. ágúst síðastliðinn.

-Lögð fram svohljóðandi bókun frá fundi líffræðiskorar þann 28. ágúst síðastliðinn:

„Ítrekaðar eru rökstuddar óskir líffræðiskorar til raunvísindadeildar og fjármálanefndar Háskóla Íslands um fleiri fastráðna kennara. Samkvæmt samantekt sem nefnd líffræðiskorar gerði er hvað mest þörf fyrir fastan kennara á sviði sameindalíffræði. Einnig er augljós þörf fyrir kennara og vísindamenn á sviði sjávarlíffræði“.

Samþykkt að vísa málinu vísað til fjármálanefndar deildar.

4. Tillaga um að Björn Birnir prófessor við University of California, Santa Barbara verði ráðinn í starf gestaprófessors við verkfræði- og raunvísindadeildir til fimm ára.

-Dreift var verklagsreglum um akademisk gestastörf við Háskóla Íslands.

-Dreift var ferilskrá Björns Birnir.

Rektor kæmi til með að greiða launakostnað Björns en um er að ræða 20% starf.

Björn yrði ráðinn sameiginlega til verkfræði- og raunvísindadeilda.

Deildarráð verkfræðideildar hefur samþykkt ráðningu Björns fyrir sitt leyti.

Deildarráð raunvísindadeildar samþykkti einróma, fyrir sitt leyti, að Björn verði ráðinn.

5. Tillögur starfshóps um endurskoðun á skipulagi og stjórnkerfi Háskóla íslands (frá 2. júlí 2007).

Miklar umræður urðu um málið á fundinum.

Almennur vilji virðist vera í raunvísindadeild um að standa ekki í vegi fyrir sameiningunni.

Deildarforseti kvaðst myndu halda sameiginlegan fund með starfsmönnum deildar og stofnana deildar föstudaginn 14. september næstkomandi.

6. Framkvæmd stefnu raunvísindadeildar 2006-2011.

Frestað.

7. Önnur mál.

7.1 Rannsóknamisseri

-Efnafræðiskor:

Samþykkt, skv. tillögu skorar, að rannsóknamisseri Ingvars H. Árnasonar verði frestað til haustsins 2008. Ingvar fékk samþykkt rannsóknamisseri haustið 2006 en varð að fresta því vegna veikinda til haustsins 2007 og nú aftur vegna kennslu til haustsins 2008.

7.2 Kennslunefnd deildar.

Samþykkt var að Gunnar Stefánsson, prófessor, Hannes Jónsson, prófessor, Zophonías Oddur Jónsson, dósent, Katrín Anna Lund, lektor, Kristberg Kristbergsson, prófessor og Rakel Sæmundsdóttir, fulltrúi nemenda, yrðu skipuð í kennslunefnd deildar.

Fleira ekki tekið fyrir á fundi. Fundi slitið kl 15:00

Jón Guðmar Jónsson

fundarritari