375. deildarráðsfundur raunvísindadeildar

aftur Yfirlitssíða fram

375. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 24. ágúst 2007, í fundarsal Jarðvísindastofnunar í Öskju-Náttúrufræðahúsi og hófst kl 12.30.

Mættir voru: Lárus Thorlacius, Guðrún Marteinsdóttir, Rögnvaldur G. Möller, Hafliði P. Gíslason, Ágúst Kvaran, Ólafur S. Andrésson, Leifur A. Símonarson fyrir Áslaugu Geirsdóttur, Magnfríður Júlíusdóttir og Inga Þórsdóttir. Fulltrúi nemenda var Rakel Sæmundsdóttir. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson. .

Mál á dagskrá:

1.Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt með breytingum á því hverjir mættu á fundinn en nöfn Roberts J. Magnus og Magnfríðar Júlíusdóttur höfðu fallið niður í upptalningu fundarmanna.

2. Mál til kynningar.

2.1 Skýrsla sérfræðinganefndar menntamálaráðherra vegna Háskóla Íslands á fræðasviði náttúruvísinda.

Deildarforseti fór yfir helstu atriði skýrslunnar og ábendingar nefndarmanna. Skýrslan er ekki enn opinber til dreifingar eða kynningar út á við.

Deildarforseti lagði fram bréf sitt til menntamálaráðherra með viðbrögðum deildar við skýrslunni en raunvísindadeild gerir engar athugasemdir við skýrsluna. Helstu ábendingar sérfræðinganefndarinnar eru tilgreindar í bréfinu.

2.2 Vísindagarðar Háskóla Íslands-Staða undirbúningsvinnu.

Deildarforseti kynnti stöðu undirbúningsvinnu við Vísindagarða og sýndi fundarmönnum frumdrög teikninga af fyrirhuguðum Vísindagörðum.

2.3 Samkomulag um starfslok Sigurðar Steinþórssonar prófessors.

Samkvæmt samkomulaginu fer Sigurður í 49% starf frá 1. september 2007 til 30. september 2010, það er í rúm þrjú ár eða þar til hann fer á eftirlaun. Starfsskyldur hans sem prófessors þangað til eru í samræmi við starfshlutfallið, 49%.

2.4. Staða nokkurra stöðumála..

3. Aðstoðarkennarastyrkir úr Aðstoðarmannasjóði.

Lagt fram yfirlit yfir umsóknir raunvísindadeildar um aðstoðarkennarastyrki úr Aðstoðarmannaasjóði vegna doktorsnema. Afgreiðsla Aðstoðarmannasjóðs um úthlutun styrkja mun væntanlega liggja fyrir á næstu dögum.

4. Árangursmælikvarðar.

Lagt fram plagg frá Háskóla Íslands/Menntamálaráðuneyti; „Aðgerðaráætlun og árangursmælikvarðar vegna samnings Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytisins“.

Óskað er eftir svari deildar og umsögn um ofangreint plagg fyrir lok mánaðarins.

Farið var yfir árangursmælikvarðana og gerðar athugasemdir. Deildarforseti bað skorarformenn að fara yfir mælikvarðana og koma athugasemdum til sín sem fyrst.

5. Nefndir deildar.

Dreift var lista yfir nefndir deildar og farið yfir hann. Skipa þarf nýja fulltrúa í nefndir í stað þeirra sem fulltrúa sem hætta. Skorarformenn komi með tillögur um fulltrúa þar sem skorir eiga eftir að tilnefna í nefndir. Hlutverki einstakra nefnda verður breytt. Þá hefur framgangsnefnd deildar verið lögð niður.

Stofna þarf kennslunefnd deildar, sbr. samning Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytisins og í samræmi við stefnu Háskóla Íslands, 2006 til 2011. Hlutverk nefndarinnar verður meðal annars það að vinna með skorum að því hvernig þær og deildin í heild vilja hafa „kennsluprógram“/-fyrirkomulag meistaranámsins, námsframboð og fleira.

6. Erindi frá líffræðiskor.

6.1 Leiðrétting á mati á umfangi kennslu í líffræðiskor.

Formaður líffræðiskorar gerði grein fyrir málinu. Þreyttar einingar í líffræðiskor eru nánast orðnar tvöfaldur fjöldi þreyttra eininga í kössum. Allar forsendur ættu að vera fyrir því að einn C-kassi ætti að fást í viðbót. Enginn nýr fastur kennari hefur verið ráðinn í fjölda ára en þrír nýir kennarara hafa verið ráðnir tímabundið undanfarin ár með sértækum aðgerðum. Mikil þörf er á því að fá samþykki fjármálanefndar háskólaráðs til að ráða nýja kennara við skorina. Taka þurfi málið upp við fjármálanefnd háskólaráðs.

Yfirstjórn deildar mun halda áfram að vinna í málinu að fá leiðréttingu á „kössum“ skorar.

6.2 Tillaga um 35 mínútna stokka.

Formaður líffræðiskorar skýrði frá mikilli óánægju kennara skorarinnar með stokkakerfið eins og það væri orðið nú.

Taka þarf upp viðræður við verkfræðideild um breytt fyrirkomulag stokkakerfis frá því sem nú er, þótt það komi ekki til framkvæmda fyrr en á vormisseri 2008.

Deildarforseta ásamt þeim skorarformönnum, Rögnvaldi G. Möller og Ólafi S. Andréssyni var falið að taka upp viðræður við verkfræðideild um stokkakerfið og breytingar á því.

6.3 Tillaga um mat á vinnustundum í kennslu.

Frestað.

6.4 Ósk líffræðiskorar um eflingu stjórnunar og stoðþjónustu.

Frestað.

7. Tillögur starfshóps um endurskoðun á skipulagi og stjórnkerfi Háskóla Íslands (frá 2. júlí 2007).

Samráðsfundir voru haldnir um málið á síðastliðnu vormisseri með fulltrúum deilda, sameiginlegrar stjórnsýslu og starfshóps rektors sem skipaður hafði verið um málið.

Skorum var falið að taka tillögurnar til rækilegrar umfjöllunar og umræðu innan skora og stofnunum deildar verður falið að gera slíkt hið sama. Deildarforseti er tilbúinn að ræða við skorir um málið.

8. Framkvæmd stefnu raunvísindadeildar 2006 til 2011.

Frestað.

9. Önnur mál.

Engin önnur mál.

Ákveðið var að næsti fundur deildarráðs yrði næsta föstudag, 31. ágúst.

Fundi slitið kl 15:20.

Jón Guðmar Jónsson, fundarritari