373. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 1. júní 2007, í VR-II, fundarherbergi VR-257, og hófst kl. 12:30.
Mættir voru:Hörður Filippusson, Robert J. Magnus, Lárus Thorlacius fyrir Magnús Tuma Guðmundsson, Ágúst Kvaran, Guðni Á Alfreðsson, Áslaug Geirsdóttir, Anna Dóra Sæþórsdóttir fyrir Magnfríðí Júlíusdóttur og Inga Þórsdóttir. Fulltrúi nemenda var Rakel Sæmundsdóttir, Hvarf/Raunvera. Þóra Ellen Þórhallsdóttir boðaði forföll þar sem hún yrði á fundi erlendis. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Samþykkt án athugasemda.
Deildarforseti lagði fram drög að samningi um ráðningu Þórðar Jónssonar vísindamanns við Raunvísindastofnun í starf prófessors við eðlisfræðiskor.
Gert er ráð fyrir því að Raunvísindastofnun/stærðfræðistofa greiði 60% launanna og eðlisfræðiskor 40%.
Samþykkt einróma.
Tillaga skorar er um eftirtalda:
Prof. Cynthia M. Jones, vefsíða: http://www.odu.edu/sci/cqfe/. CQFE, Room 5, Old Dominion University, Norfolk, Virginia USA
Dr. Anthony Fowler vefsíða (sjá viðhengi), School of Earth & Environmental Sciences, THE UNIVERSITY OF ADELAIDE, AUSTRALIA
Samþykkt einróma.
Deildarforseti hafði samið drög að: „Vinnureglum um veitingu starfa við raunvísindadeild og stofnanir hennar“ sem hann dreifði.
Með nýjum reglum nr 338 frá 26. mars 2007 um breytingu á reglum nr 458/2000 fyrir Háskóla Íslands hafa reglur deildar um háskólakennara og sérfræðinga fallið úr gildi.
Farið var yfir drögin. Miklar umræður urðu um drög deildarforseta í tengslum við hinar nýju reglur. Nokkrar breytingar voru gerðar við drögin sem deildarforseti mun færa inn í ný drög að reglum deildar.
Deildarforseti lagði fram eftirfarandi tillögu varðandi námsmat lokaritgerða í meistaranámi:
„Námsmat lokaritgerða í meistaranámi við raunvísindadeild.
Í samræmi við heimild í 4. mgr. 61. gr. „Reglna fyrir Háskóla Íslands“ skal ekki gefa tölulega einkunn fyrir lokaverkefni (ritgerðir) í meistaranámi. Leiðbeinandi og prófdómari skulu meta og veita stutta umsögn um ritgerðina ásamt einkunninni staðið eða fallið. Þetta gildir um verkefni sem nemendur hefja vinnu við frá og með haustmisseri 2007.
Samþykkt einróma.
Jafnframt var samþykkt að hannað skyldi eyðublað fyrir leiðbeinanda og prófdómara til að fylla út er þeir veita „stutta umsögn um verkefnið/ritgerðina“.
Deildarforseti lagði fram til kynningar: „Aðgerðaráætlun og árangursmælikvarða vegna samnings Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytis.
Nokkur umræða var um málið, sérstaklega árangursmælikvarðana.
Deildarforseti lagði fram til kynningar og skoðunar fyrir næsta deildarráðsfund plaggið: „Dagbók skorarformanns við raunvísindadeild“.
Deildarforseti kynnti styrk frá: „Det Norske Svalbardselskap“ NOK 50.000 styrk til rannsókna á Svalbarða.
Dreift til kynningar.
Dreift til kynningar, lista yfir umsækjendur um rannsóknanám. Alls voru 69 umsóknir. Tólf umsóknum var hafnað eða að umsækjendur drógu umsóknir til baka.
Fjármálanefnd háskólaráðs hefur enn ekki heimilað að auglýst verði til umsóknar 50% starf kennara í efnagreiningu við efnafræðiskor á móti 50% starfi forstöðumanns Efnafræðiseturs.
Fjármálanefnd háskólaráðs ber við slæmri fjárhagsstöðu deildar, 20 Mkr halli fyrstu fimm mánuði ársins (jan-maí). Staðan er hins vegar í fullu samræmi við fjárhagsáætlun deildar miðað við jan-maí.
Tekið fyrir erindi nemanda í líffræðiskor sem sækir um 4. próftöku í Lífmælingum I. Samþykkt einróma en með þeim eindregnu tilmælum að nemandinn sitji námskeiðið/áfangann aftur.
Deildarforseti kynnti bókina „Vísindin heilla“ afmælisrit í tilefni af 75 ára afmæli Sigmundar Guðbjarnasonar prófessors emeritus og fyrrverandi háskólarektors.
Deildarforseti minnti á fund með rektor um skólaskiptinguna í Hátíðasal Háskólans mánudaginn 4. júní næstkomandi.
Fleira ekki tekið fyrir á fundi.
Fundi slitið kl 15:45
Jón Guðmar Jónsson, fundarritari