371. deildarráðsfundur raunvísindadeildar

aftur Yfirlitssíða fram

371. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 27. apríl 2007, í VR-II, fundarherbergi VR-257, og hófst kl. 12:30.

Mættir voru:Hörður Filippusson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Robert J. Magnus, Magnús Tumi Guðmundsson, Ágúst Kvaran, Guðni Á Alfreðsson, Leifur A. Símonarson, starfandi formaður jarð- & landfræðiskorar og Sigurjón Arason fyrir Ingu Þórsdóttur. Lárus Thorlacius verðandi deildarforseti var einnig á fundinum en ákveðið hefur verið að boða hann á deildarráðsfundi þangað til hann tekur við sem deildarforseti. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

Mál á dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt með breytingum á í 2. tl 3. mgr., þannig að í stað 15e standi 30e

2. Mál afgreidd milli funda.

Deildarráð samþykkti milli funda, tillögu eðlisfræðiskorar frá 10. apríl, að andmælendur við doktorsvörn Alexander Helmut Jarosch þann 25. maí næstkomandi verði doktor Richard Hindmarsh, jöklafræðingur hjá British Antarctic Survey, Natural Environmental Research Council og doktor Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands.

3. Dómnefnd til að mæta hæfi Arnars Pálssonar sem ráðinn verður sem kennari við líffræðiskor til 3ja ára.

Samþykkt einróma að Sigurður S. Snorrason prófessor við líffræðiskor verði formaður dómnefndar við ráðningu doktors Arnar Pálssonar líffræðings í starf kennara til 3ja ára við líffræðiskor en fjámálanefnd háskólaráðs, f.h . rektors hafði samþykkt að ráðið yrði í starfið.

4. Rannsóknamisseri.

Samþykkti einróma eftirfarandi rannsóknamisseri:

5. Umsóknir í Tækjakaupasjóð.

Tillögur tækjakaupanefndar deildar um umsóknir í Tækjakaupasjóð háskólaráðs og forgangsröðun þeirra höfðu verið sendar til Vísindasviðs fyrir 15. apríl síðastliðinn en umsóknarfrestur rann þá út. Tillögurnar höfðu verið sendar með fyrirvara um samþykki deildarráðs.

Heildarfjárhæð umsókna er 15,2 Mkr.

Tillaga tækjakaupanefndar og forgangsröðun umsókna var samþykkt einróma.

6. Tillaga jarð- & landfræðiskorar um skiptingu skorarinnar.

Nefnd hafði verið skipuð í jarð- & landfræðiskor sem gera átti tillögu um skiptingu skorarinnar í tvær skorir: Jarðvísindaskor og land- og ferðamálafræðiskor. Í nefndinni voru tveir kennarar í jarðvísindum og tveir úr hópi land- & ferðamálafræðinga, þau; Jón Eiríksson vísindamaður, Stefán Arnórsson prófessor, Katrín Anna Lund lektor og Magnfríður Júlíusdóttir lektor.

Nefndin skilaði áliti þann 24. apríl síðastliðinn.

Á netskorarfundi jarð- & landfræðiskorar þann 25. apríl síðastliðinn var tillagan samþykkt með 12 atkvæðum gegn 2 og 2 sátu hjá.

Eftirfarandi, úr samþykkt jarð- & landfræðiskorar, var samþykkt á fundi deildarráðs í dag, sbr. tillögur nefndarinnar. Það sem samþykkt var í deildarráði varðaði það í hvorri hinna nýju skora núverandi kennarar jarð- & landfræðiskorar sitja og hvaða námskeið verða í hvorri skor. Einnig var samþykkt bókun hvað varðaði seturétt í stjórn jarðvísindaskorar.

Samþykkt deildarráðs:

„Kennarar:

Í jarðvísindaskor verði: Áslaug Geirsdóttir, Leifur A. Símonarson, Ólafur Ingólfsson, Sigurður Steinþórsson, og Stefán Arnórsson.

Í land- & ferðamálafræðiskor verði: Anna Karlsdóttir, Anna Dóra Sæþórsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Karl Benediktsson, Katrín Anna Lund, Magnfríður Júlíusdóttir og Rannveig Ólafsdóttir.

Námskeið:

Í jarðvísindaskor verði námskeið sem eru með númerin: 0960xx, 0961xx,og 0962xx.

Í land- & ferðamálafræðiskor verði námskeið með númerin: 0963xx, 0964xx, 0965xx og 0966xx“.

Í samþykkt jarð- og landfræðiskorar eru tilgreindir áheyrnarfulltrúar, það er að kennurum í náttúrulandfræði þeim Guðrúnu Gísladóttur og Ingibjörgu Jónsdóttur verði heimilt að sitja sem áheyrnarfulltrúar í stjórn jarðvísindaskorar.

Deildarráð samþykkti eftirfarandi af þessu tilefni:

„Deildarráð tekur ekki afstöðu til áheyrnarfulltrúa í jarðvísindaskor heldur vísar ákvörðun um það til þeirrar skorar“.

7. Framkvæmd stefnu deildar.

Deildarforseti fór yfir stöðu mála varðandi; „Framkvæmdaáætlun deildar-2007-Fyrstu drög“. Sérstaklega var rætt um Learning Outcome-Viðmið fyrir einstök námskeið og að setja þá vinnu í gang. Framkvæmdaáætlunin snýst um framúrskarandi rannsóknir, kennslu, stjórnun og stoðþjónustu.

8. Önnur mál.

Engin önnur mál.

Fleira ekki tekið fyrir á fundi.

Fundi slitið kl 14:45

Jón Guðmar Jónsson fundarritari