368. deildarráðsfundur raunvísindadeildar

aftur Yfirlitssíða fram

368. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 16. febrúar 2007, í VR-II, fundarherbergi VR-257 og hófst kl. 12:30.

Mættir voru: Hörður Filippusson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Hermann Þórisson, Magnús Tumi Guðmundsson, Ágúst Kvaran, Guðni Ágúst Alfreðsson, Áslaug Geirsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir. Fulltrúi stúdenta, Ragnhildur Einarsdóttir (m&n). Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

Mál á dagskrá:

1.Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt með þeirri breytingu að setja inn textann í „Minnisblaði til nefndar um skiptingu Háskóla Islands í skóla.“ Sjá dagskrárlið 4 á síðasta fundi.

2.Mál til kynningar.

2.1 Reglur um doktorsnám í háskólum samkvæmt 7. gr. laga nr. 63/2006 um háskóla.

Reglunum var dreift en þær öðluðust gildi frá og með 19. janúar 2007.

2.2 Minnt á vorblað Rannís.

Deildarforseti hvatti skorarformenn til að minna skorarmenn á að senda inn efni í vorblað Rannís.

2.3 Reglur verkfræðideildar um greiðslur fyrir kennslu í verkfræðideild.

Deildarforseti dreifði reglum verkfræðideildar um greiðslur fyrir kennslu. Plagg frá 13. mars 2002.

2.4 Tímabundin tilfærsla á starfsskyldum Gunnars Stefánssonar prófessors.

Deildarforseti skýrði frá því að undirritaður hefði verið samningur um tilfærslu a starfsskyldum Gunnars Stefánssonar prófessors yfir í starf forstöðumanns Tölfræðiseturs Háskóla Íslands sem hann tekur að sér að gegna frá 1. janúar 2007 til tveggja ára.

Starfsþættir Gunnars verða: Stjórnun 50%, rannsóknir við reiknifræðistofu 25%, kennsla við stærðfræðiskor 25%.

3. Frumvarp til laga um sameiningu KHÍ og HÍ.

Deildarforseti hafði dreift frumvarpinu fyrir fundinn til fundarmanna, sjá slóð; http://www.althingi.is/altext/133/s/0519.html).

Málið var lítillega rætt og þvínæst frestað til næsta fundar.

4. Dómnefnd vegna starfs kennara í tilraunaeðlisfræði.

Samþykkt tillaga eðlisfræðiskorar um að Örn Helgason prófessor verði formaður dómnefndar um starf kennara í tilraunaeðlisfræði.

5. Námsviðmið deildar (QF og LO).

Deildarforseti kannaði stöðu mála varðandi vinnu í skorum við samningu á: „Viðmiðum um æðri menntun og prófgráður (Qualification Framework) og þekkingu, færni og hæfni (Learning Outcomes)“. Þessari vinnu á að skila bæði á íslensku og ensku inn í umsókn Háskóla Íslands um viðurkenningu.

Deildarforseti og skrifstofustjóri hitta fulltrúa sameiginlegrar stjórnsýslu mánudaginn 19. febrúar næstkomandi en þá eiga námsviðmiðin að vera tilbúin.

Deildarforseti fór yfir vinnuferlið framundan en gert er ráð fyrir að sérfræðinganefndin skili umsögn til Menntamálaráðuneytisins eigi síðar en 1. júní 2007 og að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en sex mánuðum síðar eða fyrir árslok.

6. Reglur deildar um val á fulltrúum nemenda á deildarfundi.

Deildarforseti dreifði 17. gr. reglna Háskólans þar sem meðal annars er fjallað um val á stúdentum til setu á deildarfundum en breytingin á reglunum er sú að: „Um val á fulltrúum stúdenta til setu á deildarfundum fer eftir reglum sem deildarfundur setur“.

Óskað var eftir áliti stúdenta á því hvernig val á fulltrúum stúdenta eigi að vera. Stefnt að því að samþykktar verði heildstæðar reglur um val á fulltrúum stúdenta fyrir næsta deildarfund.

7. BS-nám í almennum raunvísindum.

Deildarforseti rifjaði upp að hann hefði skipað nefnd á sínum tíma sem meðal annars hefði átt að móta hugmyndir um BS-nám í almennum raunvísindum, það er að mennta svokallaða „generalista“ auk „specialista“. Engar tillögur hefðu komið frá nefndinni. Því vildi hann endurvekja málið og og óskaði eftir hugmyndum frá deildarráðsmönnum.

Málið var rætt frá ýmsum hliðum.

8. Handbók skorarformanna.

Samkvæmt framkvæmdaáætlun er handbók skorarformanna á dagskrá. Deildarforseti óskaði eftir hugmyndum frá deildarráði. Lagt til að skrifstofustjóri tilgreini helstu dagsetningar (og „deadlines“) á háskólaárinu vegna einstakra verkefna/atburða á háskólaárinu.

9. Áætlanir skora um endurbætur tækjakosts og gagna vegna verkkennslu.

Deildarforseti minnti á að skorir gerðu áætlanir um endurnýjun og endurbætur tækjakosts vegna verkkennslu en áætlun um slíkt er í samræmi við framkvæmdaáætlun deildar.

10. Önnur mál.

10.1 Tilnefning fulltrúa raunvísindadeildar í stjórn Reiknistofnunar Háskólans.

Samþykkt að leggja til að Gunnar Stefánsson prófessor verði fulltrúi raunvísindadeildar í stjórninni.

10.2 Breytt skorarskipting í raunvísindadeild.

Kynnt var að háskólaráð hefði á fundi sínum þann 15. febrúar síðastliðinn einróma samþykkt tillögu raunvísindadeildar um breytta skorarskiptingu í deildinni.

Fleira ekki tekið fyrir á fundi.

Fundi slitið kl 15:30

Jón Guðmar Jónsson, fundarritari