365. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 5. janúar 2007, í VR-II, fundarherbergi VR-257, og hófst kl. 12:30.
Mættir voru: Hörður Filippusson, Robert J. Magnus. Magnús Tumi Guðmundsson, Ágúst Kvaran, Guðni Ágúst Alfreðsson, Áslaug Geirsdóttir og Sigurjón Arason. Fulltrúar stúdenta, Stefanía Sverrisdóttir (líf). Rögvaldur Ólafsson mætti á fundinn undir dagskrárlið 3, „Fjárhagsáætlun ársins 2007“. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Samþykkt án athugasemda.
Samþykkt í atkvæðagreiðslu milli funda deildarráðs að ráða Snæbjörn Pálsson áfram í starf dósents til eins árs frá 1. janúar 2007 skv. tillögu líffræðiskorar.
Samþykkt í atkvæðagreiðslu milli funda deildarráðs að Rögvaldur G. Möller verði formaður dómnefndar um starf sérfræðings við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar.
Dreift var drögum að fjárhagsáætlun ársins 2007.
Rögnvaldur Ólafsson dreifði og fór yfir skjöl/plögg með skiptingu fjárveitingar fyrir árið 2007 skv. deililíkani Háskólans og deildar.
Drög að fjárhagsáætlun deildar gerir ráð fyrir heildarútgjöldum að fjárhæð 776,4 Mkr en heildartekjur eru áætlaðar 763,3 Mkr, þar af fjárveiting 726,5 Mkr, eða halli að fjárhæð 13,1 Mkr.
Líkanið var rætt ásamt drögum að fjárhagsáætluninni.
Fjárhagsáætlunin var samþykkt einróma með breytingum sem gera ráð fyrir því að hallinn verði um 10 Mkr eftir breytingarnar.
Deildarforseti dreifði drögum að; Framkvæmdaáætlun 2007-1. drögum“.
Jarð-& landfræðiskor leggur til að heimila að Sigurður Steinþórsson prófessor fari í rannsóknamisseri nú á vori 2007.
Samþykkt einróma.
Þar kemur fram að stofnunin samþykkti einróma á fundi sínum þann 19. desember síðastliðinn að taka undir stefnu raunvísindadeildar um að framtíðarstaðsetning raunvísindadeildar verði í Vatnsmýrinni, þannig að rannsóknastofur stofnunarinnar og allir kennarar og framhaldsnemar flytji í Vísindagarða. Þar með verði allar rannsóknir raunvísindadeildar staðsettar í Öskju og Vísindagörðum auk allra kennara og framhaldsnema. Öll grunnkennsla deildarinnar flytji í framtíðinni, í síðari áföngum, í návígi við rannsóknastofurnar.
Formaður stærðfræðiskorar lagði fram tillögur stærðfræðiskorar um að 15 námskeið í framhaldsnámi skorar verði 5 einingar í stað 4urra áður og lagði fram lista með þessum 5e námskeiðum sem fara í flokk 12 (það er með 12 sem þriðja og fjórða staf, 0912xx).
Umræður urðu um málið út frá faglegum og fjárhagslegum forsendum.
Deildarforseti sagði ekki forsendur, fyrr en að betur athuguðu máli, fyrir því að meta námskeiðin til vinnustunda.
Samþykkt að heimila stærðfræðiskor að breyta námskeiðunum í 5e.
Formaður efnafræðiskorar vildi kanna hug deildarráðsmanna til þess að taka upp sjúkra- og upptökupróf, sbr. ákvörðun verkfræðideildar um slík próf þeirrar deildar í fyrsta sinn nú í janúar. Á móti kæmi að sjukra- og upptökupróf yrðu ekki haldin í ágúst.
Samþykkt að vísa málinu til umsagnar skora.
Fleira ekki tekið fyrir á fundi.
Fundi slitið kl 15:45
Jón Guðmar Jónsson, fundarritari