364. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 15. desember 2006, í VR-II, fundarherbergi 257, og hófst kl. 12:30.
Mættir voru:Hörður Filippusson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Robert J. Magnus. Magnús Tumi Guðmundsson, Ágúst Kvaran, Guðni Ágúst Alfreðsson, Ingibjörg Jónsdóttir (fyrir Áslaugu Geirsdóttir) og Sigurjón Arason. Fulltrúar stúdenta, Ragnhildur Einarsdóttir (m&n). Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Samþykkt án athugasemda.
Lagt fram yfirlit og helstu forsendur fyrir fjárveitingum til Háskóla Íslands á árinu 2007 og skipting fjárveitingar til kennslu- og vísindadeilda. Fjárveiting raunvísindadeildar verður 726.6 Mkr á árinu 2007 en var upphaflega 653,0 Mkr á árinu 2006 eða 11,3% hækkun milli ára.
Miklar umræður urðu um fjárhagsstöðu deildar en hallinn er um 200 Mkr. Einnig ræddar forsendur hækkunar einstakra deilda milli ára.
Formaður stærðfræðiskorar gerði grein fyrir málinu. Í framhaldi af því var samþykkt einróma tillaga stærðfræðiskorar um að ráða Rögnvald Möller í starf prófessors en fyrir liggur dómnefndarálit frá 24. nóvember 2005, sem dreift hafði verið fyrir fundinn, um hæfi hans í starf vísindamanns en Rögnvaldur var ráðinn dósent við skorina þann 1. september 2006.
Eðlisfræðiskor leggur til að Lárus Thorlacius prófessor verði formaður dómnefndar til að meta hæfi Sveins Ólafssonar sérfræðings við eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar um framgang í starf fræðimanns. Samþykkt einróma.
Líffræðiskor leggur til að Kesara A. Jónsson fái að fresta rannsóknamisseri sínu frá vori 2007 til hausts 2007. Samþykkt einróma.
Háskólaráð hefur samþykkt að brautskráning verði 16. júní 2007 í stað 23. júní. Er það vegna þess að Laugardalshöll er upptekin þann 23. júní vegna sameignilegs íþtóttaviðburðar borga í Evrópu, sem Reykjavíkurborg er aðili að.
Formaður líffræðiskorar lagði fram einróma samþykkt líffræðiskorar um að ráða Snæbjörn Pálsson áfram í 100% starf dósents við líffræðiskor til eins árs, frá 1. janúar 2007, til að sinna kennslu, rannsóknum og stjórnun, með því skilyrði að rannsóknarhluti starfsins verði áfram kostaður af rannsóknareikningi hans.
Deildarforseti kynnti hugmyndir um framkvæmdaáætlun deildar næstu 12-24 mánuðina á sviði rannsókna, kennslu, stjórnunar og samskipta. Umræður urðu um verkefnin. Sérstaklega var rætt um að bæta vefsíður deildar og skora varðandi kynningarefni. Einnig var rætt um gerð kynningarbæklings um deildina fyrir framhaldsskólanema.
Einstök mál/verkefni voru nefnd, auk kynningarmála fyrir framhaldsskólanema, svo sem Tölfræðisetur á vegum deildar sem verið er að stofna, nauðsyn bættrar aðstöðu fyrir framhaldsnema við deildina og að Náttúrufræðisetur sem verið hefur í umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu verði til húsa í tengslum við framtíðaruppbyggingu raunvísindadeildar.
Formaður líffræðiskorar kynnti samþykkt skorarinnar (samþykkt með lófaklappi) frá 22. nóvember síðastliðnum um að hann yrði áfram formaður skorarinnar á vormisseri 2007 en Guðni Ágúst hafði áður einungis samþykkt að taka að sér formennsku á haustmisseri 2006. Er þetta vegna sérstakra aðstæðna í skor þar sem verðandi skorarformaður, Ólafur S. Andrésson, verður í rannsóknamisseri á vormisseri 2007. Guðrún Marteinsdóttir verður varaskorarformaður.
Fleira ekki tekið fyrir á fundi.
Fundi slitið kl 15:45
Jón Guðmar Jónsson, fundarritari