363. deildarráðsfundur raunvísindadeildar

aftur Yfirlitssíða fram

363. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 1. desember 2006, í VR-II, fundarherbergi 257, og hófst kl. 12:30.

Mættir voru: Hörður Filippusson, Magnús Tumi Guðmundsson, Ágúst Kvaran, Guðni Ágúst Alfreðsson, Áslaug Geirsdóttir og Sigurjón Arason. Fulltrúar stúdenta, Ragnhildur Einarsdóttir (m&n). Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

Mál á dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt án athugasemda.

2. Málstofa um kennslu og kennsluhætti

Málstofa raunvísindadeildar verður þann 4. janúar-Ákvörðun, skipulag og efnistök (sjá áður send skjöl).

Málstofa um kennslu og kennsluhætti verður á vegum rektors þann 8. desember næstkomandi í Öskju-Stóra Sal-132 og síðan þann 4. janúar næstkomandi á vegum deildar í Odda, stofu 101(allar deildir verði með málstofu á vormisseri 2007).

Rætt var um dagskrá á málstofu deildar og var niðurstaðan að fjallað yrði um gæðamenningu (Magnús Diðrik Baldursson), niðurstöður kennsluháttanefndar raunvísindadeildar (Magnús Tumi Guðmundsson) og ytri úttekt á raunvísindadeild um kennsluhætti (Hörður Filippusson).

3. Learning Outcomes-Vinnan framundan

Deildarforseti vakti athygli á vef Kennslumiðstöðvar á Uglunni um málið. Þá dreifði hann gögnum frá Essexháskóla um það hvernig þeir hafa unnið að sínum Learning Outcomes málum.

Deildarforseti og formaður efnafræðiskorar munu gera prótótípu fyrir efnafræðina.

4. Skipun prófdómara-Almennt

Að gefnu tilefni er lögð áhersla á að skorir/skorarformenn óski eftir því tímanlega við deildarforseta eða skrifstofustjóra fyrir hans hönd að prófdómarar verði skipaðir. Það verði gert fyrirfram, það er áður en próf er haldið eða að gefin er einkunn fyrir rannsóknanámsverkefni (meistaraverkefni eða fjórða árs verkefni) en ekki eftirá eins og borið hefur við.

Rektorsembættið ber ábyrgð á skipun prófdómara og ekki verður unað við það í framtíðinni að prófdómaraskipun verði eftirá. Ef það gerist verður ekki hægt að greiða prófdómurum fyrir vinnuna.

Málið var rætt meðal annars var talað um að gerð verði handbók/minnislisti fyrir skorarformenn sem verði á vefnum.

5. Frumvarp til laga um náttúruminjasafn-Umsögn deildar

Frumvarpinu hafði verið dreift. Skorum er falið að lesa frumvarpið yfir og gera athugasemdir en deildin þarf að koma frá sér athugasemdum fyrir 12. desember.

Meðal annars var rætt um að það þyrfti víðtækt samráð um fyrirkomulag safnsins.

6. Framkvæmd stefnu deildar-Ákvörðun deildar um áhersluverkefni

Deildarforseti hafði fengið hugmyndir/tillögur frá Raunveru, félagi stúdenta við deildina um 8-10 atriði sem leggja ætti áherslu á næstu 1-2 árin.

7. Deildarforsetakjör-Varadeildarforsetakjör í janúar-Fyrirkomulag

Deildarforseti lagði til að tveir deildarfundir yrðu haldnir í janúar vegna kjörsins. Fyrri fundurinn, þar sem þeir kæmu fram sem gæfu kost á sér tildeildarforseta og varadeildarforseta, yrði haldinn um miðjan janúar og síðan færi kjörið fram í lok janúar en því skal lokið fyrir lok janúarmánaðar.

Á fyrri deildarfundinum yrði einnig kynnt skýrsla ytri úttektarhópsins (íslensku og erlendu sérfræðingarnir) sem lá fyrir nú í nóvember. Fyrir fundina verður einnig send út kjörskrá svo og hverjir eru kjörgengir til starfs deildarforseta og varadeildarforseta.

8. Fjárhagsáætlun 2007

Vinna við verkefnaáætlun/kennsluáætlun gengur vel og eru flestar skorirbúnar að skila inn "Stóra Excelskjalinu"

9. Mál til kynningar

9.1 Ráðning aðjúnkts við efnafræðiskor (skv. gamla laginu)

Samþykkt var á fundi efnafræðiskorar þann 8. nóvember 2006 að ráða Gísla Hólmar Jóhannesson stundakennara við skorina í starf aðjúnkts skv. gamla laginu sem aðjúnkt. Lagt er til að hann verði ráðinn frá og með 1. janúar 2007.

Samþykkt af deildarráði.

9.2 Auglýsing starfs dósents í hagnýttri stærðfræði við stærðfræðiskor

Deildarforseti skýrði frá því að 26. nóvember hefði verið auglýst 100% starf dósents í hagnýttri stærðfræði. Umsóknarfrestur er til 31. desember 2006. Ráðið verður í starfið frá 1. júlí 2007 til tveggja ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu.

9.3 Auglýsing starfs dósents í kennilegri eðlisfræði við eðlisfræðiskor

Deildarforseti skýrði frá því að auglýst hefði verið 100% starf dósents í kennilegri eðlisfræði. Umsóknarfrestur er til 31. desember 2006. Ráðið verður í starfið frá 1. ágúst 2007 til fjögurra ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum.

9.3 Fyrirhuguð auglýsing starfs dósents í tilraunaeðlisfræði við eðlisfræðiskor

Fram kom hjá formanni eðlisfræðiskorar að einnig hefði átta að auglýsa 100% starf dósents í tilraunaeðlisfræði samtímis og með sama hætti og kennarastarfið í kennilegri eðlisfræði. Sú auglýsing fórst fyrir og verður starfið því auglýst fljótlega.

9.4 Hugmyndir um rannsóknanám í sameindalífvísindum

Lagt fram plagg/orðsending frá sjö kennurum í deildum sameindalífvísinda við Háskóla Íslands til forsvarsmanna sömu deilda og stofnana, það er læknadeildar, lyfjafræðideildar, raunvísindadeildar, tannlæknadeildar og rannsóknastofnana þeirra, með hugmyndum þeirra um rannsóknanám í sameindalífvísindum “

9.5 Alþjóða orkumálaráðstefnan í Róm, dagana 11. – 15. nóvember 2007-Val stúdenta á ráðstefnuna

Deildarforseti kynnti bréf frá orkumálastjóra dags. 28. nóvember 2006, þar sem aðildarlöndum Alþjóða orkuráðsins (ICE-WEC), sem Ísland er aðili að, er boðið að senda 1-2 nemendur á háskólastigi á ráðstefnu Alþjóða orkuráðsins í Róm, dagana 11.-15. nóvember 2007. Raunvísindadeild er boðið að tilnefna tvo fulltrúa stúdenta í hóp sem þessir tveir sem fara verða síðan valdir úr. Óskað er eftir svari fyrir 1. janúar 2007.

Vísað til skora til að tilnefna nemendur sem valið verður úr innan deildar.

10. Dómnefnd um framgang Önnu Dóru Sæþórsdóttur lektors í starf dósents

Samþykkt að Unnur Dís Skaptadóttir dósent við félagsvísindadeild verði formaður dómnefndar um framgang Önnu Dóru Sæþórsdóttur, lektors í jarð- & landfræðiskor, í stöðu dósents.

Samþykkt einróma.

11. Rannsóknamisseri.

Líffræðiskor: Samþykkt tillaga líffræðiskorar um rannsóknamisseri:

Ólafur S. Andrésson prófessor -Vor 2007

Jarð-& landfræðiskor: Samþykkt tillaga jarð-& landfræðiskorar um rannsóknamisseri:

Guðrún Gísladóttir, dósent-Vor 2007.

Samþykkt einróma.

12. Ráðning í starf kennara í ferðamálafræðum við jarð- & landfræðiskor

Lagt fram bréf/tölvupóstur Ingjalds Hannibalssonar prófessors og formanns stjórnar Ferðamálaseturs Íslands, dags. 22. nóvember 2006, til deildarforseta þar sem hann fyrir hönd setursins býður jarð- & landfræðiskor til samstarfs um kennarastöðu í ferðamálafræðum, þannig að setrið greiði rannsóknahluta starfsins (50%) og að Rannveig Ólafsdóttir verði ráðin í starfið. Var vísað í hæfnisdóm dómnefndar frá 9. nóvember 2005 um Rannveigu.

Lagt fram bréf/tölvupóstur formanns jarð- & landfræðiskorar til deildarforseta, dags. 30. nóvember 2006 þar sem skýrt var frá afgreiðslu skorarfundar um málið á tveimur fundum þann 22. nóvember og 30. nóvember. Skiptar skoðanir eru um málið í skor bæði hvað varðaði það að ráða í stöðuna án auglýsingar og það hvernig ráðningin tengdist fyrirhugaðri skiptingu jarð-& landfræðiskorar í tvær skorir; jarðvísindaskor og skor land- og ferðamálafræða.

Jarð- & landfræðiskor hafði á fyrri fundinum, 22. nóv., fellt tillöguna á jöfnum atkvæðum, 6 með, 6 á móti og 2 sátu hjá, ef staðan yrði ekki auglýst.

Jarð- & landfræðiskor samþykkti síðan á síðari fundinum, 30. nóv. tillögu ferðamálafræðinga um ráðninguna, sem er fyrirhugðu til 2ja ára, með skilyrðum um að staðan yrði auglýst í síðasta lagi vorið 2008 og að ráðningin verði á ábyrgð land- og ferðamálafræða, sbr. fyrrgreinda fyrirhugaða skiptingu jarð- & landfræðiskorar í tvær skorir.

Atkvæðagreiðsla í skor fór þannig að 8 greiddu atkvæði með ráðningunni, 3 voru á móti og 3 sátu hjá.

Deildarráðs samþykkti með 3 atkvæðum að ganga til samninga við Ferðamálsetur Íslands um ráðninguna.

Formaður jarð- & landfræðiskorar óskaði eftir því að deildarforseti sæi um samninga við Ferðamálasetrið vegna ráðningarinnar þar sem hún lýsti sig vanhæfa um framhald málsins.

13. Önnur mál

13.1 Athugasemdir í skýrslu ytri úttektarnefndar um raunvísindadeild

Deildarforseti fór yfir helstu athugasemdir nefndarinnar í skýrslunni um deildina.

Umræður urðu um skýrsluna.

13.2 Breyting á námskeiðum í líffræði

Formaður líffræðiskorar lagði fram upplýsingar/samantekt um breytingar á námskeiðum í líffræði.

Fleira ekki tekið fyrir á fundi.

Fundi slitið kl 15:00

Jón Guðmar Jónsson, fundarritari