362. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 10. nóvember 2006, í VR-II, fundarherbergi 257, og hófst kl. 12:30.
Mættir voru: Hörður Filippusson, Robert J. Magnus, Magnús Tumi Guðmundsson, Ágúst Kvaran, Guðni Ágúst Alfreðsson, Áslaug Geirsdóttir og Sigurjón Arason. Fulltrúar stúdenta þau, Ragnhildur Einarsdóttir (m&n) og Stefanía Sverrisdóttir (líf). Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Samþykkt án athugasemda.
Rektor hefur skipað nefnd til að vera deildum til ráðuneytis um framkvæmd stefnumála. Í nefndinni eru Snjólfur Ólafsson, prófessor, Snorri Þór Sigurðsson, prófessor og Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður stofnunar stjórnsýslufræða. Þessir einstaklingar mættu á fundinn undir þessum dagskrárlið og gerði Snjólfur grein fyrir verkefninu og lagði fram skjal sem tillögu að skapalóni fyrir verkefnið. Hann sagðist myndu senda deildarráði nánari útfærslu á skapalóninu í framhaldi af fundinum.
Fyrstu áætlun ber að skila fyrir 15. desember 2006. Í áætluninni á deildin (deildir) að skila framkvæmdaáætlun með 8-10 mjög mikilvægum verkefnum sem hún (þær) ætla að vinna að á næstu 12-24 mánuðum.
Deildarforseti óskaði eftir því í framhaldi af kynningu Snjólfs að hver og einn deildarráðsmaður sendi sér hugmyndir um ca tvö verkefni sem hann teldi mjög mikilvæg í sinni skor.
Frestað þar til síðar á fundinum.
Samkvæmt tillögu jarð- & landfræðiskorar er ósk um eftirfarandi tvo einstaklinga sem andmælendur við doktorsvörn Friðgeirs Grímssonar þann 23. febrúar 2007:
Dr. Michael A. Akhmetiev, Vísindaakademíu Rússlands. Hann er sérfræðingur á sviði tertíergróðurfars og vel kunnugur íslenskum tertíerum gróðursamfélögum en hann var hér við rannsóknir sumar eftir sumar á árunum í kringum 1980. Þá hefur hann birt allmikið um rannsóknir sínar hér á landi.
Dr. Steven R. Manchester, Náttúrufræðisafni Flórída (Florida Museum of National History). Hann er einnig sérfræðingur í tertíeru gróðurfari og hefur birt fjölda greina um niðurstöður rannsókna sinna.
Samþykkt einróma að þessir einstaklingar verði andmælendur við doktorsvörnina.
Deildarforseti kynnti „Minnisblað frá markaðs- og samskiptasviði um samræmda framsetningu á stefnuskjölum deilda.
Dreift plagginu; Drög að tillögu starfshóps um skiptingu Háskóla Íslands í skóla og deildir. Verður lagt fram á 21. háskólafundi þann 17. nóvember næstkomandi.
Miklar umræður urðu um þennan dagskrárlið.
Deildarforseti boðaði að deildarfundur yrði um málið þann 16. nóvember næstkomandi.
Samþykkt að skrifstofustjóri og varadeildarforseti gangi í málið.
Samþykkt eftirfarandi tillaga efnafræðiskorar:
Jón Ólafsson prófessor verði í rannsóknamiseri vor og haust 2007.
Bjarni Ásgeirsson prófessor verði í rannsóknamisseri vor 2007.
Dreift yfirliti um skráningar í námskeið á vormisseri 2007.
Deildarforseti skýrði frá því að Guðmundur G. Haraldsson prófessor væri í forsvari fyrir útgáfu afmælisrits í tilefni af 75 ára afmæli Sigmundar Guðbjarnasonar prófessors emeritus í lífefnafræði og fyrrverandi rektors. Deildin bæri ábyrgð á útgáfunni.
Þórður Kristinsson kennslustjóri og framkvæmdastjóri akademiskrar stjórnsýslu, Gísli Fannberg verkefnisstjóri á kennslusviði, Guðrún Geirsdóttir lektor og Sigurður J. Grétarrson prófessor og formaður kennslumálanefndar háskólaráðs mættu á fundinn. Fjórmenningarnir gerðu grein fyrir málinu.
Viðurkenningin felst í því að samkvæmt nýjum háskólalögum og í tengslum við Bolognaferlið í Evrópu, þá skilgreini háskólar sig hvað varðar viðmið um æðri menntun og prófgráður (Qualification Framework) og hvað varðar þekkingu, hæfni og færni (Learning Outcomes)
Fleira ekki tekið fyrir á fundi.
Fundi slitið kl 15:00
Jón Guðmar Jónsson, fundarritari