362. deildarráðsfundur raunvísindadeildar

aftur Yfirlitssíða fram

362. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 10. nóvember 2006, í VR-II, fundarherbergi 257, og hófst kl. 12:30.

Mættir voru: Hörður Filippusson, Robert J. Magnus, Magnús Tumi Guðmundsson, Ágúst Kvaran, Guðni Ágúst Alfreðsson, Áslaug Geirsdóttir og Sigurjón Arason. Fulltrúar stúdenta þau, Ragnhildur Einarsdóttir (m&n) og Stefanía Sverrisdóttir (líf). Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

Mál á dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt án athugasemda.

2. Framkvæmd stefnu deildar.

Rektor hefur skipað nefnd til að vera deildum til ráðuneytis um framkvæmd stefnumála. Í nefndinni eru Snjólfur Ólafsson, prófessor, Snorri Þór Sigurðsson, prófessor og Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður stofnunar stjórnsýslufræða. Þessir einstaklingar mættu á fundinn undir þessum dagskrárlið og gerði Snjólfur grein fyrir verkefninu og lagði fram skjal sem tillögu að skapalóni fyrir verkefnið. Hann sagðist myndu senda deildarráði nánari útfærslu á skapalóninu í framhaldi af fundinum.

Fyrstu áætlun ber að skila fyrir 15. desember 2006. Í áætluninni á deildin (deildir) að skila framkvæmdaáætlun með 8-10 mjög mikilvægum verkefnum sem hún (þær) ætla að vinna að á næstu 12-24 mánuðum.

Deildarforseti óskaði eftir því í framhaldi af kynningu Snjólfs að hver og einn deildarráðsmaður sendi sér hugmyndir um ca tvö verkefni sem hann teldi mjög mikilvæg í sinni skor.

3. Undirbúningur umsóknar Háskóla Íslands um viðurkenningu skv. nýjum háskólalögum.

Frestað þar til síðar á fundinum.

4. Tillaga jarð- & landfræðiskorar um andmælendur við doktorsvörn Friðgeirs Grímssonar.

Samkvæmt tillögu jarð- & landfræðiskorar er ósk um eftirfarandi tvo einstaklinga sem andmælendur við doktorsvörn Friðgeirs Grímssonar þann 23. febrúar 2007:

Dr. Michael A. Akhmetiev, Vísindaakademíu Rússlands. Hann er sérfræðingur á sviði tertíergróðurfars og vel kunnugur íslenskum tertíerum gróðursamfélögum en hann var hér við rannsóknir sumar eftir sumar á árunum í kringum 1980. Þá hefur hann birt allmikið um rannsóknir sínar hér á landi.

Dr. Steven R. Manchester, Náttúrufræðisafni Flórída (Florida Museum of National History). Hann er einnig sérfræðingur í tertíeru gróðurfari og hefur birt fjölda greina um niðurstöður rannsókna sinna.

Samþykkt einróma að þessir einstaklingar verði andmælendur við doktorsvörnina.

5. Frágangur og prentun stefnuskjala deilda (sjá bréf rektors).

Deildarforseti kynnti „Minnisblað frá markaðs- og samskiptasviði um samræmda framsetningu á stefnuskjölum deilda.

6. Tillögur um skiptingu Háskóla Íslands í skóla (sjá áður sent skjal).

Dreift plagginu; Drög að tillögu starfshóps um skiptingu Háskóla Íslands í skóla og deildir. Verður lagt fram á 21. háskólafundi þann 17. nóvember næstkomandi.

Miklar umræður urðu um þennan dagskrárlið.

Deildarforseti boðaði að deildarfundur yrði um málið þann 16. nóvember næstkomandi.

7. Þýðing á ensku á reglum um framhaldsnám, samþykktum ofl.

Samþykkt að skrifstofustjóri og varadeildarforseti gangi í málið.

8. Rannsóknamisseri.

Samþykkt eftirfarandi tillaga efnafræðiskorar:

Jón Ólafsson prófessor verði í rannsóknamiseri vor og haust 2007.

Bjarni Ásgeirsson prófessor verði í rannsóknamisseri vor 2007.

9. Mál til kynningar.

9.1 Skráningar í námskeið á vormisseri.

Dreift yfirliti um skráningar í námskeið á vormisseri 2007.

9.2 Afmælisrit í tilefni af 75 ára afmæli Sigmundar Guðbjarnasonar prófessors emeritus og fyrrverandi rektors.

Deildarforseti skýrði frá því að Guðmundur G. Haraldsson prófessor væri í forsvari fyrir útgáfu afmælisrits í tilefni af 75 ára afmæli Sigmundar Guðbjarnasonar prófessors emeritus í lífefnafræði og fyrrverandi rektors. Deildin bæri ábyrgð á útgáfunni.

3. Undirbúningur umsóknar Háskóla Íslands um viðurkenningu skv. nýjum háskólalögum.

Þórður Kristinsson kennslustjóri og framkvæmdastjóri akademiskrar stjórnsýslu, Gísli Fannberg verkefnisstjóri á kennslusviði, Guðrún Geirsdóttir lektor og Sigurður J. Grétarrson prófessor og formaður kennslumálanefndar háskólaráðs mættu á fundinn. Fjórmenningarnir gerðu grein fyrir málinu.

Viðurkenningin felst í því að samkvæmt nýjum háskólalögum og í tengslum við Bolognaferlið í Evrópu, þá skilgreini háskólar sig hvað varðar viðmið um æðri menntun og prófgráður (Qualification Framework) og hvað varðar þekkingu, hæfni og færni (Learning Outcomes)

Fleira ekki tekið fyrir á fundi.

Fundi slitið kl 15:00

Jón Guðmar Jónsson, fundarritari