361. deildarráðsfundur raunvísindadeildar

aftur Yfirlitssíða fram

361. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 27. október 2006, í VR-II, fundarherbergi 257, og hófst kl. 12:30.

Mættir voru:Hörður Filippusson, Robert J. Magnus, Magnús Tumi Guðmundsson, Ágúst Kvaran, Guðni Ágúst Alfreðsson, Áslaug Geirsdóttir og Sigurjón Arason. Fulltrúar stúdenta þau,  Ragnhildur Einarsdóttir (m&n) og Jón Steinar Garðarson Mýrdal (eðl). Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

Deildarforseti gat þess í upphafi fundar að við brautskráningu þann 21. október síðastliðinn hefði Guðrún Helga Agnarsdóttir, verkefnisstjóri á skrifstofum verkfræði- og raunvísindadeilda, verið heiðruð og hlotið viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til góðra starfshátta og stuðning við nemendur Háskólan Íslands.

Mál á dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt með breytingu á bókun undir dagskrárlið:„7b) Hugmyndir um breytt skipulag jarð- og landfræðiskorar.“

Bókunin verði þannig:„Deildarforseti las upp úr bréfi til sín frá öllum föstum kennurum í jarðvísindum við deildina þar sem lýst er yfir vilja til að sameina kennslu í jarðvísindum við raunvísindadeild í nýrri skor innan rauvísindadeildar.“

2. Fjárhagsáætlun ársins 2007

Dreift var drögum að fjárhagsáætlun ársins 2007 sem skilað var til fjármálanefndar háskólaráðs þann 16. október en deildarforseti og skrifstofustjóri mættu á fund hjá nefndinni þann 23. október til þess að gera grein fyrir áætluninni. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir 765 Mkr veltu raunvísindadeildar og 53,5 Mkr halla á árinu 2007. Í fyrstu drögum að fjárveitingu til deildar er hún hækkuð um 4% frá árinu 2006 en vonir standa til að hækkunin verði 8% þegar tekið hefur verið tillit til þreyttra eininga og endanlegrar afgreiðslu Alþingis á fjáveitingu til Háskólans.

3. Skipun dómnefndar um hæfi Karls Benediktssonar dósents til framgangs í starf prófessors

Jarð- & landfræðiskor leggur til að Gísli Pálsson prófessor við félagsvísindadeild verði formaður dómnefndar.

Deildarráð samþykkti tillögu jarð- & landfræðiskorar einróma.

4. Tillaga stærðfræðiskorar um tímabundinn flutning Gunnars Stefánssonar í starf forstöðumanns Tölfræðimiðstöðvar Háskóla Íslands

Stærðfræðiskor hefur lagt til á fundi sínum að Gunnar Stefánsson prófessor verði ráðinn/fluttur tímabundið í starf forstöðumanns Tölfræðimiðstöðvar Háskóla Íslands til 2ja ára frá 1. janúar 2007.
Stærðfræðiskor greiði 50% launanna, reiknifræðistofa Raunvísindastofnunar greiði 50% launanna. Stærðfræðiskor fái 2,5 Mkr styrk á ári frá rektor til 3ja ára.

Gert er ráð fyrir því að Gunnar hafi 400 vst kennsluskyldu á ári.

Deildarráð samþykkti einróma tillögu skorar um flutning Gunnars.

5. Tillaga stærðfræðiskorar um tímabundna ráðningu Thors Aspelund tölfræðings í 50% starf dósents til eins árs og skipun dómnefndar

Stærðfræðiskor gerir tillögu um að ráða Thor Aspelund í 50% starf dósents til eins árs að undangengnum hæfisdómi og að Gunnar Stefánsson prófessor verði formaður dómnefndar.

Deildarráð samþykkti tillögu stærðfræðiskorar um ráðninguna einróma.

6. Tillaga efnafræðiskorar um ráðningu Sigurðar V. Smárasonar forstöðumanns efnagreiningaseturs í starf aðjúnkts skv. gamla laginu

Samþykkt tillaga efnafræðiskorar um að Sigurður V. Smárason efnafræðingur og forstöðumaður efnagreiningaseturs verði ráðinn aðjúnkt „skv. gamla laginu“ við efnafræðiskor frá 1. nóvember 2006.

7.Tillaga efnafræðiskorar um að ráðið verði í 50% starf dósents í efnagreiningu sem tengist forstöðu efnagreiningaseturs

Efnafræðiskor leggur til að auglýst verði og ráðið í 50% starf dósents til 3ja ára frá 1. júlí 2007.

Deildarráð samþykkti tillögu efnafræðiskorar einróma.

8. Samkomulag um breyttar starfsskyldur Rögnvalds Ólafssonar dósents í eðlisfræði

Deildarforseti kynnti samkomulag milli rektors Háskóla Íslands, deildarforseta raunvísindadeildar f.h. eðlisfræðiskorar og Rögnvalds Ólafssonar um breyttar starfsskyldur Rögnvalds, þannig að hann fái aukið ráðrúm til að leggja meiri áherslu á uppbyggingu Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands og að sinna öðrum stjórnsýsluverkefnum á vegum rektors.

Eðlisfræðiskor hefur samþykkt breyttar starfsskyldur Rögnvalds fyrir sitt leyti.

Deildarráð samþykkir samkomulagið einróma fyrir sitt leyti.

9. Umfjöllun jarð-& landfræðiskorar um breytingar á skorinni

Áslaug Geirsdóttir formaður jarð-& landfræðiskorar gerði grein fyrir umfjöllun um málið í skorinni en skorarfundur var haldinn um málið.

Í framhaldinu þarf að semja við fjármálanefnd háskólaráðs um breytingar á reikniflokkum námskeiða og „kössum“ í tengslum við þessar breytingar.

Málið varðar þrjár skorir, jarð- og landfræðiskor, eðlisfræðiskor og efnafræðiskor, það er að jarðfræðin, jarðeðlisfræðin og hafefnafræðin/haffræðin verða saman í einni skor, jarðvísindaskor og landfræðin og ferðamálafræðin í annarri skor.

Búið er að fjalla um málið í jarð- og landfræðiskor og efnafræðiskor.

Eðlisfræðiskor mun taka málið fyrir á fundi sínum fljótlega.

Deildarfundur þarf að samþykkja breytingar varðandi skiptingu í skorir í deildum.

10. Inntaka nýnema á vormisseri 2007

Deildarforseti lagði til að heimiluð yrði inntaka nýnema á vormisseri 2007 eins og verið hefur.

Samþykkt einróma.

11. Tillögur um nýtt ráðningarkerfi akademískra starfsmanna.

Deildarforseti dreifði tillögunum og fór yfir þær og skýrði frá sínum athugasemdum og óskaði eftir samþykki deildarráðs til að koma þeim athugasemdum á framfæri.

Var það samþykkt.

12. Mál til kynningar.

12. 1 Tilnefning deildar í stjórn Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum

Páll Hersteinsson prófessor hefur setið í stjórn Tilraunastöðvarinnar og gefur kost á sér áfram.

Deildarforseti leggur til að Páll verði áfram í stjórn til næstu fjögurra ára frá og með næstu áramótum.

Var það samþykkt.

12.2 Tilnefning raunvísinda- og verkfræðisviðs í stjórn RIKK (Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum

Forsetar verkfræði- og raunvísindadeilda leggja til að Magnfríður Júlíusdóttir verði fulltrúi raunvísinda- og verkfræðisviðs í RIKK til 2ja ára frá 16. nóvember en hún hefur verið fulltrúi sviðsins undanfarin tvö ár.

Var það samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir á fundi og fundi slitið kl 15:30
Jón Guðmar Jónsson, fundarritari