360. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 22. september 2006, í Tæknigarði, fundarsal inn af matsal, og hófst kl. 12:30.
Mætt voru: Hörður Filippusson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Robert J. Magnus, Magnús Tumi Guðmundsson, Ágúst Kvaran, Guðni Ágúst Alfreðsson, Áslaug Geirsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir fyrir Sigurjón Arason. Fulltrúi stúdenta var Ragnhildur Einarsdóttir (m&n). Fundarritari var Guðrún Helga Agnarsdóttir (liðir 1, 2, 4, 5, 6 og 8) og Jón Guðmar Jónsson (liðir 3, 7 og 9).
Mál á dagskrá:
Fundargerð var samþykkt með breytingu á dagskrárliðum 4 og 8. „ Þá tók deildarforseti fram að þær nefndir, sem deildarforseti skipar ekki formann í, geri það sjálfar”, verði: „ Þá lagði deildarforseti til að þær nefndir sem deildarforseti skipar ekki formann í, velji sér sjálfar formann”. „ Umsögn formanna starfsnefndanna var rædd og ýmis sjónarmið og athugasemdir komu fram við það sem segir í umsögninni og tóku fundarmenn það óstinnt upp”, komi: „Umsögn formanna .........og tóku fundarmenn þar ýmislegt óstinnt upp”.
Deildarforseti lagði til að fyrrverandi skorarformenn, þeir Ingvar Helgi Árnason, Guðmundur Hrafn Guðmundsson og Kristberg Kristbergsson, yrðu boðaðir á fund ásamt núverandi skorarformönnum með ytra matshópi 2. október n.k. Fulltrúa nemenda var falið að fá nemendafélagið Raunveru til að skipuleggja fund matshópsins með stúdentum og fyrrverandi nemendum deildarinnar.
Vinna við kennslu-verkefnaáætlanir skora er byrjuð í öllum skorum. Farið var yfir helstu atriði við gerð áætlunarinnar, sjá orðsendingu frá GHJ ritara fjármálanefndar háskólaráðs, og í framhaldi af því helstu atriði við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar næsta árs. Fyrstu drögum að fjárhagsáætlun verður skilað 16. október næstkomandi. Endanlegri fjárhagsáætlun skal skila eigi síðar en 5. janúar.
Samþykkt að veita tilteknum jarðfræðinema, undanþágu fyrir 4. próftöku í 09.31.20 Almennri efnafræði 2 og tilteknum lífefnafræðinema undanþágu fyrir 4. próftöku í 09.10.11 Stærðfræðigreiningu IB.
Deildarforseti lagði til að skorarformenn kynntu reglurnar á skorarfundum, en þær taka gildi um næstu áramót.
Deildarforseti kynnti ný lög um háskóla, sem tóku gildi 1. júlí s.l. Samkvæmt þessum lögum þurfa háskólar að sækja um viðurkenningu, sem menntamálaráðherra veitir.
Deildarforseti skýrði frá því að hann hefði sent „Minnisblað“ ,meðfylgjandi fundargögnum, til rektors varðandi umsögn formanna starfsnefnda um stefnuskjal raunvísindadeildar og staðfestingu háskólaráðs á stefnu deildar.
Málið snýst um hugmyndir um faglega uppstokkun jarð- og landfræðiskorar, tilfærslu tveggja kennara eðlisfræðiskorar og eins kennara í efnafræðiskor. Þar af leiðir að þetta þýðir einnig fjárhagslega uppstokkun fjárveitingar skv. deililíkani, tilfærslu þreyttra eininga, gjalda og tekna. Málið hefur verið rætt í þeim skorum sem um ræðir og verður tekið sérstaklega fyrir í jarð- og landfræðiskor sem aðalefni sérstaks skorarfundar.
Efnafræðiskor hefur samþykkt fyrir sitt leyti að heimila Ingvari Helga Árnasyni að fresta rannsóknarmisseri fram á haust 2007 vegna veikinda og Snorra Þór Sigurðssyni að fara í rannsóknarmisseri vor 2007. Deildarráð samþykkti beiðnirnar samhljóða.
Fleira ekki tekið fyrir á
fundi.
Fundi slitið kl 15:00
Guðrún Helga Agnarsdóttir og Jón Guðmar Jónsson
fundarritarar