359. deildarráðsfundur raunvísindadeildar

aftur Yfirlitssíða fram

359. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn föstudaginn 1. september  2006, í VR-II, fundarherbergi 257, og hófst kl. 12:30.

Mættir voru: Hörður Filippusson, Robert J. Magnus, Magnús Tumi Guðmundsson, Ágúst Kvaran, Guðni Ágúst Alfreðsson, Áslaug Geirsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir fyrir Sigurjón Arason. Fulltrúar stúdenta þau,  Ragnhildur Einarsdóttir (m&n) og Stefanía Sverrisdóttir (líf). Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

Mál á dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt án athugasemda.

2. Mál afgreidd milli funda

2.1 Dómnefnd vegna umsóknar Guðmundar Óla Hreggviðssonar lektors um framgang í starf dósents

Líffræðiskor leggur til að Eva Benediktsdóttir dósent verði formaður dómnefndar.

Deildarráð samþykkti tillögu líffræðiskorar einróma.

2.2 Dómnefnd vegna umsóknar Guðrúnar Gísladóttur dósents um framgang í starf próferssors

Jarð- & landfræðiskor leggur til að Jón Eiríksson vísindamaður verði formaður dómnefndar.

Deildarráð samþykkti tillögu jarð- & landfræðiskorar einróma.

3. Samningur um starfslok Arnar Helgasonar prófessor.

Deildarforseti lagði fram og kynnti samninginn. Samkvæmt samningnum fer Örn í 49% starf prófessors við eðlisfræðiskor þann 1. janúar 2007 til starfsloka hans 1. apríl 2008.

4. Nefndir deildar

Deildarforseti kynnti nefndir deildar og nefndarmenn í framhaldi af síðustu tveimur deildarráðsfundum. Deildarforseti bað skorarformenn að tilnefna fulltrúa sinna skora í þær nefndir sem skor hefur ekki nú þegar tilnefnt menn í. Þá tók deildarforseti fram að þær nefndir, sem deildarforseti skipar ekki formann í, geri það sjálfar.

5. Um siðareglur Háskóla Íslands

Lagðar fram tillögur starfshóps rektors um siðareglur Háskóla Íslands. Dagsett 28. okt. 2005, lagt fyrir háskólaráð 17. nóv. 2005. Niðurstöður starfshópsins/nefndarinnar voru ræddar. Í bréfi frá rektorsskrifstofu er óskað eftir umsögn deildar. Deildarforseta falið að gera athugasemdir við drögin að siðareglunum, fyrir 25. september næstkomandi, í samræmi við umræður á fundinum.

6. Erindi frá kennslumálanefnd Háskólaráðs um eflingu meistaranáms

Kennslumálanefnd háskólaráðs óskar eftir hugmyndum deilda um það hvernig megi efla meistaranámið við Háskóla Íslands. Málið var rætt á fundinum og ýmsar ábendingar til úrbóta komu fram meðal annars:

-Fylgst verði miðlægt með námsframvindu með tilheyrandi eftirfylgni frá Nemendaskrá og deildaskrifstofu.
-Boðið verði upp á tölfræðinámskeið fyrir nemendur í byrjun námsins.
-Efling/aukið framboð meistaranámskeiða.
-Leiðbeinendur og meistaranámsnefnd fundi reglulega um námsframvindu nemandans.
-Skýrari reglur verði settar um það hver á að gera hvað.
-Settar verði reglur um það hvernig meistaraverkefni verði skilgreind sem 15e, 30e og 45e verkefni.
-Sumarnámskeið verði haldin í samvinnu við erlenda háskóla.

Deildarforseti mun svara kennslumálanefnd í samræmi við anda umræðunnar á fundinum.

7.    Erindi um tilnefningar til viðurkenningar fyrir kennslu

Deildarforseti lagði fram bréf frá Þórði Kristinssyni framkvæmdastjóra akademiskrar stjórnsýslu og kennslusviðs þar sem óskað er eftir ábendingum um kennara sem skarað hafa fram úr við kennslu og að deildir tilnefni einstaklinga til að hljóta viðurkenningu fyrir kennslu.

8. Umsögn um stefnuskjal deildar

-Lögð fram umsögn formanna starfsnefnda háskólaráðs dags. 15. júní 2006, um stefnuskjal raunvísindadeildar, lögð fram á fundi háskólaráðs sama dag.
-Lagt fram plagg;„Stefnumótun deilda og sameiginlegrar stjórnsýslu. Tillaga að tíma-/verkáætlun, lögð fram á fundi háskólaráðs 26. júní 2006.

Umsögn formanna starfsnefndanna var rædd og ýmis sjónarmið og athugasemdir komu fram við það sem segir í umsögninni og tóku fundarmenn það óstinnt upp.

Deildarforseta var falið að koma þeim sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri við rektor.

9. Önnur mál

Engin önnur mál.
Fleira ekki tekið fyrir á fundi.

Fundi slitið kl 15:00
Jón Guðmar Jónsson, fundarritari