357. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn miðvikudaginn 31. maí 2006, í VR-II, fundarherbergi 257, og hófst kl. 12:30.
Mættir voru:>Hörður Filippusson, Hermann Þórisson fyrir Robert J. Magnus, Magnús Tumi Guðmundsson, Ingvar Helgi Árnason, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Áslaug Geirsdóttir og Ágúst Guðmundsdóttir fyrir Kristberg Kristbergsson. Fulltrúar stúdenta þau, Jón Steinar Garðarsson Mýrdal og Ragnhildur Einarsdóttir. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Mál á dagskrá:
Samþykkt án athugasemda.
2a) Andmælendur við doktorsvörn Helgu Margrétar Pálsdóttur-Afgreitt milli funda. Tillaga skorar um andmælendur við doktorsvörn Helgu Margrétar Pálsdóttur þann 23. júní næstkomandi var að það verði þeir: Nils Peder Willassen, Dr. scient, Professor, við Dept. of Molecular Biotechnology, University of Trompsö og Dr. Bjarni Ásgeirsson prófessor í efnafræði við raunvísindadeild.Rektor hefur ákveðið að veita styrk af þróunarfé rektors til að greiða rannsóknahluta launa Zophoníasar Odds Jónssonar dósents á sviði sameindalíffræði við líffræðiskor raunvísindadeildar. Árleg styrkupphæð er kr.2.290.426. Styrkurinn er veittur til þriggja ára frá 1. janúar 2006 og tekjufærist á líffræðiskor.
Samþykkt einróma að ráða Zophonías í 100% starf dósents við skorina
Matvæla- og næringarfræðiskor hefur tilnefnt Ágústu Guðmundsdóttur
prófessor til að vera formaður dómnefndar um starf sérfræðings í
næringarfræði við Rannsóknastofu í næringarfræði.
Einn umsækjandi er um starfið.
Deildarráð samþykkti tillögu skorar einróma.
Frestað þar til síðar á fundinum.
Lögð voru fram eftirtalin gögn:
Greinargerðina samdi starfshópur á vegum rektors undir forsystu Haralds
Briem sóttvarnarlæknis og dósents við Háskólann. Aðrir í starfshópnum voru
fulltrúar frá hverri deild. Fulltrúi raunvísindadeildar var Inga Þórsdóttir
prófessor.
Deilarráð gerir ekki athugasemdir við greinargerðina eða drög að reglum um
námið.
Lögð fram skýrsla Menntamálaráðuneytisins um „Viðmið um æðri menntun
og prófgráður á Íslandi á Íslandi, maí 2006.“
Umræður urðu um skýrsluna meðal annars um rannsóknatengt meistaranám og
meistaranám án rannsókna, einnig um það þegar nemendur fara í doktorsnám
strax eftir BS-nám en skýrslan lokar ekki á þann möguleika, sbr. orðalag í
kafla 2.3, 3. mgr. „Nemendur sem hefja doktorsnám skulu að jafnaði hafa
lokið rannsóknatengdu meistaranámi eða kandídatsprófi.“ Einnig var
mikið rætt um það sem segir í kafla 5.1 þar sem segir meðal annars;
„Þeir háskólar sem falla undir lög um háskóla nr.xxx/2006 skuli
skilgreina þá þekkingu, hæfni og getu sem nemendur á sérhverri námsleið eiga
að búa yfir við námslok.“
Þá var rætt um það hvernig það ætti við grein eins og stærðfræði þegar sagt
er;....nemandi hafi lokið a.m.k. 30e (60 ECTS) rannsóknaverkefni til að fara
í doktorsnám.
Samþykkt var að deildarforseti svari fyrir tilskilinn frest nú í júní og
gefi umsögn um skýrsluna í anda þeirrar umræðu sem fram fór á fundinum.
Deildarforseti rifjaði upp nefndir deildar:
Til viðbótar þarf að skipa:
Deildarforseti rifjaði upp hlutverk þeirra nefnda sem nú eru starfandi í
deild og þeirra nefnda sem þarf að skipa og að það þyrfti að setja þeim
erindisbréf eftir því sem við ætti.
Engin önnur mál.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 14:30
Jón Guðmar Jónsson
fundarritari