Samþykkt án athugasemda.
Deildarforseti kynnti bréf formanns jarð- og landfræðiskorar dags.
10.2.2006 þar sem skorin gerir tillögu um hvaða umsækjandi hljóti starf
háskólakennara í ferðamálafræði við skorina. Umsækjendur voru átta og taldi
dómnefnd fimm þeirra hæfa til að gegna starfinu. Einn umsækjenda, Malcolm J.
M. Cooper, var dæmdur hæfur í starf prófessors en hinir fjórir, Arnar Már
Ólafsson, Edward Hákon Huijbens, Katrín Anna Lund og Rannveig Ólafsdóttir,
töldust hæf til starfs lektors í ferðamálafræðum. Jarð- og landfræðiskor
fjallaði um niðurstöður dómnefndar á fundi 6. janúar og ákvað að bjóða hæfum
umsækjendum að halda erindi til stuðnings umsókn sinni. Fjórir umsækjendur
þáðu boð skorarinnar en Malcolm J. M. Cooper dró umsókn sína til baka.
Kynningar hinna fjögurra fóru fram 1. og 2. febrúar 2006.
Á skorarfundi 8. febrúar, þar sem ellefu atkvæðisbærir fundarmenn voru
mættir, var fjallað um umsækjendur og samþykkt með 10 atkvæðum að mæla með
ráðningu Katrínar Önnu Lund.
Deildarráð gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu og tillögu skorar og mun óska eftir því við rektor að Katrín Anna Lund verði ráðin í starfið.
Á fundi líffræðiskorar 21. febrúar 2006 var tekið fyrir dómnefndarálit um framgang Sigurðar S. Snorrasonar í starf prófessors. Á fundinum voru 12 atkvæðisbærir skorarmenn viðstaddir. Í skriflegri atkvæðagreiðslu var samþykkt einróma, í samræmi við niðurstöðu dómnefndar, að mæla með því að Sigurður S. Snorrason hljóti framgang í starf prófessors við líffræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands.
Deildarráð gerði engar athugasemdir við afgreiðslu líffræðiskorar og óskað verður eftir því við rektor að Sigurður S. Snorrason hljóti framgang í starf prófessors.
Kristberg vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Á fundi matvæla- og næringarfræðiskorar 20. febrúar 2006 samþykkti skorin
einróma, með vísun í niðurstöðu dómnefndar, að mæla með því að Kristberg
hljóti framgang í starf prófessors.
Deildarráð gerði engar athugasemdir við afgreiðslu matvæla- og næringarfræðiskorar og óskað verður eftir því við rektor að Kristberg Kristbergsson hljóti framgang í starf prófessors.
Umsækjendur um starfið eru átta, allt útlendingar. Stærðfræðistofa leggur til að Ragnar Sigurðsson prófessor verði formaður dómnefndar. Deildarráð samþykkti einróma að tilnefna Ragnar formann dómnefndarinnar.
Í framhaldi af umræðum á síðasta fundi var samþykkt að námsnefndir skora færu yfir kennslukannanir. Í námsnefnd eru tveir fulltrúar kennara og tveir fulltrúar nemenda.
Eftirfarandi rannsóknamisseri voru samþykkt að tillögu líffræðiskorar að fenginni staðfestingu á að kennarar uppfylltu skilyrði þar um svo sem uppfyllingu kennsluskyldu ofl., sbr. samþykktir háskólaráðs þar um.