347. deildarráðsfundur raunvísindadeildar aftur Yfirlitssíða fram

Dagskrá

347. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn miðvikudaginn 16. nóvember 2005, í stofu VR-II, - 257, og hófst kl. 12:30.

Mættir voru: Hörður Filippusson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Robert J. Magnus, Magnús Tumi Guðmundsson, Ingvar H. Árnason, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Áslaug Geirsdóttir og fulltrúi nemenda, Jón Steinar Garðarson Mýrdal. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

1. Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt með athugasemdum við dagskrárlið 3 um að bæta við að Ragnar Sigurðsson hefði fengið mjög lofsamlega dóma fyrir sína kennslu í dómnefndarálitinu.

2. Húsnæðismál matvæla-og næringarfræðiskorar.

Deildarforseti las úr fundargerð háskólaráðs frá 10. nóvember þar sem kemur fram samþykkt ráðsins um að í framtíðinni verði matvæla- og næringarfræðiskor til húsa í fyrirhuguðum Vísindagörðum í Vatnsmýrinni.

3. Starf dósents í stærðfræði: Skipun dómnefndar.

Stærðfræðiskor hefur lagt til að Jón Ingólfur Magnússon dósent í stærðfræðiskor verði formaður dómnefndar um starf dósents í stærðfræði. Um er að ræða starf Jóns Ragnars Stefánssonar dósents sem er að hætta störfum.

Umsækjendur um starfið voru 24, þar af 6 Íslendingar og 18 útlendingar.

4. Starfsáætlanir skora fyrir árið 2006.

Deildarforseti ítrekaði að skorir héldu áfram endurskoðun á starfs-/kennsluáætlun sínum. Einnig að skorir mundu aðgreina betur grunnnámið og rannsóknanámið í áætlanagerðinni.

5. Doktorsnám og doktorsvarnir

Deildarforseti skýrði frá því að nú vær 48 doktorsnemar í doktorsnámi og gera mætti ráð fyrir einni doktorsvörn á mánuði á komandi árum. Deildarforseti óskaði eftir áætlun frá skorarformönnum um það hvaða doktorsvarnir yrðu hugsanlegar á næsta ári.

8. Önnur mál.

8.1 Styrkur til þýskunáms.

Deildarforseti kynnti auglýsta styrki fyrir nemendur til þýskunáms í Þýskalandi en tilkynning um þetta barst frá forseta hugvísindadeildar. Deildarforseti bað skorarformenn að kynna þetta fyrir nemendum í sínum skorum.

8.2 Fyrirspurn frá fulltrúa nemenda um aðstöðu í bókasafni og í tölvuveri.

Fulltrúi nemenda óskaði eftir upplýsingum um aðstöðu nemenda raunvísindadeildar í bókasafni og tölvuveri í VR-II.

6. Rannsóknamisseri.

Eðlisfræðiskor hefur samþykkt fyrir sitt leyti að Örn Helgason fari í rannsóknamisseri sem hann hefur sótt um. Deildarráð samþykkti þetta fyrir sitt leyti.

Örn Helgason - Samþykkt - Vor 2006.

7. Skýrsla starfshóps rektors um viðbrögð við niðurstöðum ytri úttektar á Háskóla Íslands.

Deildarforseti dreifði skýrslu starfshóps rektors um viðbrögð við niðurstöðum ytri úttektar á Háskóla Íslands.

Deildarforseti fór yfir helstu atriði skýrslunnar.

9. Stefnumótun Háskóla Íslands - 2006-2007.

Deildarforseti kynnti þau vinnubrögð sem rektor hafði kynnt sem markmið Háskóla Íslands um fimmföldun doktorsnámsins á næstu 5 árum og tölulegar forsendur í þeim efnum, þ.e. forsendur um fjárþörf til að ná þeim markmiðum.

Þessi mál verða rædd á háskólafundi þann 17. nóvember næstkomandi.

Fleira ekki tekið fyrir á fundi.
Fundi slitið kl 14:00
Jón Guðmar Jónsson fundarritari