348. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn miðvikudaginn 30. nóvember 2005, í stofu VR-II, – 257, og hófst kl. 12:30.
Mættir voru: Hörður Filippusson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Robert J. Magnus, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Áslaug Geirsdóttir og fulltrúi nemenda Jón Steinar Garðarsson Mýrdal. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Samþykkt án athugasemda.
Deildarforseti ítrekaði við skorarformenn að þeir könnuðu og gerðu áætlun um það hverjir myndu líklega verja sínar doktorsritgerðir á árinu 2006. Lögð var áhersla á að námseiningum í framhaldsnámi yrði skilað inn og skráðar í nemendakerfi í samræmi við námsframvindu nemandans.
Dreift var „Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands 2005-2009“, sem samþykkt var á háskólafundi 17. nóvember 2005.
Deildarforseti skýrði frá því að deildir (allar einingar Háskólans) ættu að gera jafnréttisáætlun fyrir árslok 2007. Deildin þarf að skipa jafnréttisnefnd deildar og bað deildarforseti skorarformenn að kanna innan sinna skora hverjir kynnu að hafa áhuga og láta sig vita.
Líffræðiskor óskar eftir ráðningu Zophoníasar Odds Jónssonar áfram í 50% kennarastarf/dósentsstarf til eins árs frá 1. janúar 2006. Zophonías Oddur Jónsson hefur verið ráðinn við skorina frá 1. júlí 2004.
Rannsóknaþáttur launa verður greiddur af sjálfsaflafé.
Deildarráð samþykkti fyrir sitt leyti áframhaldandi ráðningu.
Líffræðiskor hefur samþykkt fyrir sitt leyti að Snæbjörn Pálsson verði ráðinn í 100% lektorsstaf og rannsóknaþáttur hans verði greiddur af sjálfsaflafé. Óskað er eftir ráðningu til eins árs frá 1. janúar 2006.
Deildarráð samþykkti fyrir sitt leyti áframhaldandi ráðningu.
Deildarforseti kynnti hugmyndir rektors og verkefnisstjórnar um stefnumótun Háskóla Íslands varðandi stefnumótun Háskólans og deilda. Gert er ráð fyrir að vinnu við stefnumótunina verði lokið í mars fyrir gerð fjárlagatillagna fyrir árið 2007. Fundur verður með rektor, deild og stofnunum deildar þann 7. desember n.k. í Öskju. Skipa þarf starfshóp deildar og stofnana hennar. Gera þarf yfirlit yfir starfsemi og stöðu deildar og megineinkenni hennar fyrir jól. Gera verði ráð fyrir starfsdegi 3. eða 4. janúar n.k. allra deildarmanna og starfsmanna stofnana hennar um stefnumótunina.
Deildarforseti dreifði „Minnisblaði verkefnisstjórar“.
Einnig dreifði hann drögum sínum frá maí 2003 að „Þróunaráætlun og stöðumati“ 2003. Einnig dreifði hann skýrslu frá Purdue University – The Next level: Preeminence fyrir árið 2001-2006. Báðum þessum skýrslum er ætlað að vera innlegg í þá vinnu deildar sem er framundan.
Deildarforseti bað deildarráðsmenn að kynna sér þessar skýrslur og koma með hugmyndir inn í þessa vinnu.
Fleira ekki tekið fyrir á fundi.
Fundi slitið kl. 14:00.
Jón Guðmar Jónsson.