Dagskrá
346. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn miðvikudaginn 26. október 2005, í stofu VR-II, - 257, og hófst kl. 12:30.
Mættir voru: Hörður Filippusson, Robert J. Magnus, Magnús Tumi Guðmundsson, Ingvar H. Árnason, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Áslaug Geirsdóttir og Inga Þórsdóttir í forföllum Kristbergs Kristbergssonar. Rögnvaldur Ólafsson mætti á fundinn. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Mál á dagskrá:Samþykkt án athugasemda.
2. Starfslokasamningur við Halldór I. Elíasson. Deildarforseti kynnti starfslokasamning við Halldór I. Elíasson, en skv. samningum lætur hann af störfum við deildina þann 31. desember 2005. Deildarráð samþykkti samninginn fyrir sitt leyti.Deildarforseti lagði til að Ragnar Sigurðsson vísindamaður á Raunvísindastofnun yrði ráðinn án auglýsingar í starf prófessors við stærðfræðiskor frá og með næstu áramótum í stað Halldórs I. Elíassonar, prófessors, sem hættir á sama tíma, sjá dagskrárlið 2.
Stærðfræðiskor samþykkti einróma á fundi sínum þann 24. október síðastliðinn að fara fram á að Ragnar verði ráðinn.
Deildarráð samþykkti einróma að leggja til við rektor að Ragnar verði ráðinn í prófessorsstöðu en hann hlaut hæfi vísindamanns skv. dómnefndaráliti þann 20. janúar 2005.
Matvæla- og næringarfræðiskor hafði samþykkt einróma á fundi sínum 18. okt. 2005 að ráða Ingibjörgu Gunnarsdóttur í starf dósents við skorina. Ingibjörg var eini umsækjandinn.
Deildarráð samþykkti einróma að leggja til við rektor að Ingibjörg verði ráðin í starf dósents.
Líffræðiskor leggur til að Páll Hersteinsson, prófessor, verði formaður dómnefndar um framgang Sigurðar S. Snorrasonar, dósents í starf prófessors.
Tillaga líffræðiskorar samþykkt í deildarráði.
Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, hefur verið skipaður formaður nefndar til að undirbúa nýja námsleið í rannsóknanámi í lýðheilsufræðum. Allar deildir munu eiga fulltrúa í nefndinni. Deildarforseti hefur skipað Ingu Þórsdóttur til að vera fulltrúi deildar í nefndinni.
Deildarforseti dreifði gögnum um forsendur fjárveitinga til kennslu í háskólum.
Deildarforseti dreifði bréfi frá starfsmannasviði varðandi málið (bréf dags. 14.10.2005) og plaggi "Áfengismisnotkun - Leiðir til úrræða".
Lagt fram bréf rannsóknanámsnefndar, dags. 26.10. 2005, um afgreiðslu nefndarinnar á umsóknum um rannsóknanám, þeirra sem hefja nám á vormisseri 2006.
Deildarforseti hefur tilnefnt Freystein Sigmundsson, jarðeðlisfræðing, sem formann undirbúningsnefndar Raunvísindaþings 2006. Aðrir í nefndinni eru Ólafur S. Andrésson frá Líffræðistofnun, Hannes Jónsson frá Eðlis-, efna- og stærðfræðistofnun og Ólafur Guðmundsson frá Jarðvísindastofnun.
Efnafræðiskor hefur samþykkt fyrir sitt leyti að leggja til að heimila Jóni K.F. Geirssyni og Sigurjóni Norberg Ólafssyni að fara í rannsóknamisseri:
Deildarráð samþykkti ofangreind erindi um rannsóknamisseri fyrir sitt leyti.
Farið var yfir stöðu mála varðandi verkefna- og fjárhagsáætlun ársins 2006 en fyrstu drög voru lögð fram fyrir fjármálanefnd háskólaráðs þann 15. október sl. og í framhaldi af því fóru deildarforseti, skrifstofustjóri og formaður fjármálanefndar deildar á fund nefndarinnar þar sem deildarforseti gerði grein fyrir forsendum áætlunarinnar.
Á deildarráðsfundinum voru síðan rædd áframhaldandi vinnubrögð við gerð áætlunarinnar og þá sérstaklega að aðgreina rannsóknanámið frá grunnáminu í áætlanagerðinni.