Dagskrá
345. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn miðvikudaginn 5. október 2005, í stofu VR-II, - 257, og hófst kl. 12:30.
Mættir voru: Hörður Filippusson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Robert J. Magnus, Magnús Tumi Guðmundsson, Ingvar H. Árnason, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Áslaug Geirsdóttir og Kristberg Kristbergsson. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Samþykkt með breytingum, þannig að í 6. dagskrárlið í stað Raunvísindastofnun, komi Eðlis-, efna- og stærðfræðistofnun.
Í undirbúningsnefnd eru: Ólafur S. Andrésson, frá Líffræðistofnun, Hannes Jónsson, frá Eðlis-, efna- og stærðfræðistofnun og Ólafur Guðmundsson frá Jarðvísindastofnun. Auk ofannefndra verður formaður nefndarinnar skipaður síðar.
Matvæla- og næringarfræðiskor leggur til að Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor, verði formaður dómnefndar um framgang Kristbergs Kristbergssonar í starf prófessors.
Samþykkt í deildarráði.Deildarforseti skýrði frá því að forsvarsmenn deildar hefðu verið boðaðir á fund fjármálanefndar mánudaginn 17. október næstkomandi.
Deildarforseti skýrði frá því að tveir nýir starfsmenn/verkefnisstjórar hefðu verið ráðnir hjá verkfræðideild; verkefnisstjóri fjármála og verkefnisstjóri kynningarmála. Sá fyrrnefndi byrjar í byrjun nóvember og sá síðarnefndi nú í byrjun október.
Deildarforseti lagði til við deildarráð að heimiluð yrði innritun nýnema í janúar 2006. Það var samþykkt.
Deildarforseti vakti athygli skorarformanna á því að sækja um að fá Fulbright kennara við sínar skorir eftir því sem aðstæður leyfðu.
Deildarforseti lagði fram minnisblað um vinnutíma umsjónarmanna húsa Háskólans, en nýtt vaktafyrirkomulag og vinnutími verður tekinn upp.
Deildarforseti skýrði frá því að deildarfundur yrði haldinn þann 12. okt. næstkomandi. Á dagskrá verður:
Um verður að ræða tímabundna ráðningu til eins árs frá 1. janúar 2006. Stærðfræðiskor hefur samþykkt að leggja til að Violeta Calian verði ráðin í starfið.
Samþykkt í deildarráði að óska eftir ráðning hennar.
Stærðfræðiskor leggur til að mæla með að Jón Kr. Arason fari í rannsóknamisseri vorið 2006, sbr. umsókn hans.
Samþykkt í deildarráði.
Eðlisfræðiskor leggur til og hefur samþykkt að eftirtaldir verðir ráðnir aðjúnktar með gamla laginu:
Samþykkt í deildarráði.
Deildarforseti kynnti Litla Excel-blaðið og fór yfir yfirlitsblað sitt um "Lykiltölur byggðar á deililíkaninu". Þar kom fram að raunvísindadeild hefur verið innan eðlilegra marka hvað varðar fjölda kenndra námskeiða, fjölda fastra kennara, fjölda vinnustunda við kennslu og hvað varðar aðra viðmiðunarþætti.
Rögnvaldur Ólafsson gerði síðan ítarlega grein fyrir stöðu fjármála deildarinnar og þróun undanfarin ár, skýrði forsendur deililíkansins o.fl.
Dreift var yfirlitum yfir stöðu fjármála fyrir tímabilið janúar/ágúst, fyrir árin 2005 og 2004.
Engin önnur mál.