Þetta gerðist:
Samþykkt.
Lagðar voru fram athugasemdir skora við drögin. Miklar umræður urðu um reglurnar og bent á fjöldamörg atriði sem vert væri að bæta. Að lokum var deildarforseta falið að draga efni umræðnanna saman í umsögn og senda háskólayfirvöldum.
Dreift var drögum að jafnréttisstefnu Háskóla Íslands og urðu um hana nokkrar umræður. Þótti ýmsum sem til máls tóku stefnan nokkuð einstrengingsleg. Að lokum var Þóru Ellen Þórhallsdóttur og Robert J. Magnus falið að semja umsögn um drögin.
Nemandi í efnafræði hefur ekki lokið þeim 45 einingum sem áskildar eru til að mega setjast á 3. ár. Auk þess á hann ólokið einu námskeiði af fyrsta ári og þarf undanþágu vegna fallsögu í því. Nemandinn hefur lagt fram áætlun um hvernig hann muni ljúka náminu. Deildarráð samþykkti að heimila honum að setjast á þriðja ár.
Raunvísindaþing hafa verið haldin tvívegis áður og tekist mjög vel. Lagt var til að efnt yrði til slíks þings að nýju, t.d. í febrúar á næsta ári. Óskað verður eftir því að raunvísindastofnun og jarðvísindastofnun tilnefni fulltrúa í undirbúningsnefnd. Raunvísindadeild mun skipa fulltrúa deildar sem stýrir undirbúningi og sjálfu þinghaldinu.
Núgildandi reglunur segja að fremst í ritgerð skuli standa klausan
"Hér með lýsi ég því yfir að ritgerð þessi er byggð á mínum eigin athugunum, er samin af mér og að hún hefur hvorki að hluta né í heild verið lögð fram áður til hærri prófgráðu."Áslaug Geirsdóttir hefur lagt til að orðalaginu verði breytt og eftir nokkrar umræður var samþykkt einróma að fella út liðinn "er byggð á mínum eigin athugunum,". Ennfremur var samþykkt að skilað yrði einu eintaki ritgerða til deildarskrifstofu í stað tveggja áður.
Samþykkt var einróma að tilnefna sem andmælendur þá Ibrahim Elmadfa, prófessor við Vínarháskóla í Austurríki, og Olle Hernel, prófessor við Háskólann í Umeå í Svíþjóð.
Rektor mun eiga reglulega fundi með menntamálaráðherra í vetur. Ætlunin er að kynna á þessum fundum áhugaverð rannsóknarverkefni sem unnið er að í Háskólanum. Hverri skor var falið að benda á 1-2 verkefni , rektor getur síðan valið úr það sem hún vill kynna.
Deildarforseti tók skorarformenn í starfsmannasamtöl í vor og þeir tóku aftur kennara sinna skora í viðtöl. Rektor hefur óskað eftir að starfsmannasamtöl verði tekin nú á haustmánuðum.
Deildarforseti óskaði eftir ábendingum um hvaðeina sem markvert væri í starfi skora. Þessu efni verður komið fyrir á vefsíðu deildar.
Dreift var yfirliti og drögum að verk- og tímaáætlun.
Gunnar Björgvinsson, kaupsýslumaður í Lúxemborg, hefur ákveðið að styrkja tvo doktorsnema í nanófræðum um 50.000 dali á ári næstu þrjú ár. Verkfræði- og raunvísindadeildum var hvorri falið að tilnefna einn fulltrúa í nefnd til að velja úr umsóknum. Raunvísindadeild hefur tilnefnt Örn Helgason prófessor. Deildirnar hafa nú verið beðnar að tilnefna líka þriðja fulltrúann í nefndina.
Formenn í jarð- og landfræði og líffræðiskorum lýstu yfir óánægju með skipulag á skiptinámi. Erlendir stúdentar hafa skotið upp kollinum fyrirvaralaust, mörgum dögum eftir að kennsla hefst, og óska eftir að fara í verkefni. Málið verður rætt við alþjóðaskrifstofu.