343. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn miðvikudaginn 24. ágúst 2005, í VR-II, fundarherbergi 257, og hófst kl. 12:30.
Mættir voru: Hörður Filippusson, Robert J. Magnus, Magnús Tumi Guðmundsson, Ingvar H. Árnason, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Áslaug Geirsdóttir og Kristberg Kristbergsson.
Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir boðaði forföll vegna verklegrar kennslu í felti. Deildarforseti bauð nýtt deildarráð velkomið og sérstaklega nýja skorarformenn.
Mál á dagskrá:
Engar athugasemdir.
Fjármálanefnd háskólaráðs samþykkti þessa ráðningu dósents sem er Snorri Þ. Ingvarsson, fræðimaður á Raunvísindastofnun. Raunvísindastofnun greiðir rannsóknaþátt launanna.
Deildarforseti hefur skipað útlending, skv. reglum þar um, Geoffrey S. Boulton, prófessor, School of Geosciences, University of Edinburgh, til setu í stjórn stofnunarinnar til næstu fjögurra ára.
Þeir eru: Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor og prófessor, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, vísindamaður og Stefán Arnórsson, prófessor. Sten Åke Elming hefur verið skipaður í stjórnina af verkefnanefnd Norræna eldfjallasetursins, auk Geoffrey S. Boulton, sem deildarforseti hefur skipað.
Deildarforseti dreifði „Reglum fyrir Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfaglegar rannsóknir við Háskóla Íslands“, sem er ný stofnun.
Deildarforseti dreifði greinargerð um styrki úr Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands til stúdenta í rannsóknatengdu framhaldsnámi.
Einnig dreifði hann „Drögum að úthlutunarreglum“. Óskað er eftir umsögn deildar fyrir 15. september næstkomandi.
Greinargerðin og drögin voru ítarlega rædd en umsögn frestað til næsta fundar.
Deildarforseti lagði fram bréf frá upplýsingaþjónustu Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns, varðandi kynningu á safninu. Deildarforseti ítrekaði við skorarformenn að þeir kynni hina rafrænu möguleika safnsins fyrir nýnemum.
Rætt var um greiðslur vegna prófa á ensku, sbr. tillögu efnafræðiskorar. Umræður urðu um það hvort greiða ætti sérstaklega fyrir próf á ensku eða hvort það væri innan eðlilegra skekkjumarka á mati námskeiða til vinnustunda. Niðurstaða deilarráðs var sú, að ekki væri ástæða til að greiða sérstaklega fyrir próf á ensku umfram það, sem nú er greitt fyrir prófvinnuna.
Deildarforseti lagði áherslu á mikilvægi kynningarfunda með nýnemum í byrjun kennslunnar bæði á sameiginlegum fundi og í skorum. Bæði hvað varðaði nám við deildina og einnig að þeim yrði bent á möguleika sem fylgdu rafrænum aðgangi að gögnum hjá Landsbókasafni-Háskólabókasafni.
Deildarforseti lagði áherslu á að nú þegar væri tímabært að skorarformenn hefðu vinnu við gerð verkefnaáætlunar (kennsluáætlunar) skorar fyrir næsta ár. Kynnti hann í því sambandi „litla Excelblaðið“ sem tæki fyrir áætlanagerðina.
Nú þegar í byrjun kennslu lægju fyrir skráningar nemenda vorið 2006 og eðlilegt væri að miða verkefnaáætlun haustsins 2006 út frá forsendum haustsins 2005. Skorir þyrftu eins fljótt og hægt væri að gera tillögu um það hvort og hvaða námskeið yrðu kennd á árinu 2006.
Engin önnur mál.