Stund: Miðvikudagur 1. júní 2005 kl. 12:30 - 14:30
Staður: Innri salur veitingahússins í Tæknigarði.
Viðstaddir: Hörður Filippusson, Robert J. Magnus, Þorsteinn Vilhjálmsson, Ingvar H. Árnason, Guðmundur Hrafn Guðmundsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Fundarritari var Pálmi Jóhannesson.
Þetta gerðist
Samþykkt með eftirfarandi breytingum:
Liður 3: Aftan við hann bætist: "Verður á dagskrá næsta deildarfundar".
Liður 7.2: Í stað síðustu tveggja orða komi "hvatningarverðlaun vísinda- og tækniráðs afhent á rannsóknaþingi á Grand Hotel."
Liður 7.4: Fyrirsögnin verði "European University Association - EUA - Úttekt og heimsókn í raunvísindadeild.
Karl Benediktsson sat fundinn undir þessum lið. Á síðasta deildarráðsfundi var óskað eftir því að rætt yrði nánar um feril meistaranámsumsókna og meðferð þeirra. Ingvar H. Árnason lagði til að tekinn yrði saman gátlisti um feril umsóknar og náms til hægðarauka fyrir stúdenta, kennara og skorir. Mjög miklar umræður urðu um fyrirkomulag meistaranámsins og að hve miklu leyti ætti að skilgreina verkefni í umsókninni. Rætt var um leiðir til að flýta afgreiðslu skora og rannsóknanámsnefndar á umsóknunum. Að loknum umræðum, kl. 13:45, vék Karl Benediktsson af fundi
Eðlisfræðiskor leggur til að þeir Paolo Di Vecchia og David Lowe verði andmælendur við vörnina og var það samþykkt samhljóða.
Lagt var til að Jón Tómas Guðmundsson, dósent við r&t, yrði formaður dómnefndar um starf sérfræðings við eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar og var það samþykkt samhljóða.
Stjórn Jarðvísindastofnunar leggur til að Magnús Tumi Guðmundsson verði formaður dómnefndar og var það samþykkt samhljóða.
Kennsluháttanefnd raunvísindadeildar, undir forystu Magnúsar Tuma Guðmundssonar, hefur skilað af sér skýrslu með hugmyndum að nýjungum og breytingum á kennsluháttum deildarinnar. Skýrslan verður rædd síðar.
Borist hefur bréf frá fjármálanefnd Háskólans. Með því er stærðfræðiskor heimilað að ráða kennara í fullt starf við skorina frá 1. janúar 2006 og ennfremur er heimilað að ráða kennara í fullt starf í umhverfis- og auðlindafræðum frá 1. ágúst næstkomandi.
Skipaður hefur verið prófdómari í rannsóknarverkefni í líffræðiskor þar sem í ljós kom að leiðbeinandi verkefnis var faðir stúdentsins sem vann það.
Dreift var drögum að samningi eðlisfræðiskorar, raunvísindastofnunar, rektors og forseta raunvísindadeildar þar sem kveðið er á um að Snorri Þorgeir Ingvarsson, fræðimaður á Raunvísindastofnun, verði fluttur í starf dósents við eðlisfræðiskor. Formaður eðlisfræðiskorar reifaði málið og kom fram að rektor styddi þessa tilhögun og hefði lagt fram styrk til þess. Flestir fundarmanna lýstu yfir ánægju með málið.
Samþykkt var samhljóða tillaga stærðfræðiskorar um að heimiluðu rannsóknamisseri Jóns Kr. Arasonar á haustmisseri 2005 yrði frestað til vors 2006. Ástæðan er kennaraskortur í skorinni.
Deildarforseti brýndi fyrir skorarformönnum að skila deildarskrifstofu textum í diplómasupplementið.
Framlögð gögn:
1. Tillaga bráðabirgðastjórnar Jarðvísindastofnunar Háskólans að ráðningu í starf forstöðumanns, dags. 2005-05-19, höfundur Ólafur G. Flóvenz.
2. Kennsluhættir í raunvísindadeild, dags. maí 2005, höfundar Magnús Tumi Guðmundsson, Guðmundur G. Haraldsson, Guðrún Marteinsdóttir, Inga Þórsdóttir, Magnfríður Júlíusdóttir og Reynir Axelsson.
3. Beiðni um flutning Snorra Þ. Ingvarssonar fræðimanns í starf dósents (drög), dags. 2005-05-27, höfundar Guðrún J. Guðmundsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson.
4. Samningur vegna flutnings Snorra Þ. Ingvarssonar í dósentsstarf (frumdrög), dags. 2005-05-30, höfundur Þorsteinn Vilhjálmsson