340. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn miðvikudaginn 18. maí 2005, í fundaherbergi VR-II, 257 og hófst kl. 12:30.
Mættir voru: Hörður Filippusson, Jón Kr. Arason, Þorsteinn Vilhjálmsson, Ingvar H. Árnason, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Ingibjörg Jónsdóttir og Kristberg Kristbergsson. Fulltrúi nemenda Ragnar Heiðar Þrastarson. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Mál á dagskrá:
Samþykkt án athugasemda.
Líffræðiskor leggur til að Ólafur S. Andrésson, prófessor í líffræðiskor, verði formaður dómnefndar.
Deildarráð samþykkti að leggja til við rektor að Ólafur S. Andrésson verði formaður dómnefndar.
Lagt fram erindi frá rannsóknanámsnefnd, dags. 3. maí 2005, „Um kröfur til samsetningar doktorsnáms og einnig tillögur um breytingar á 5. gr. og 6. gr. reglna deildar um rannsóknarnám.“
Erindið var kynnt í tölvupósti en það felur í sér umboð til námsstjórnar í umhverfis- og auðlindafræðum til að auglýsa starf kennara í umhverfis- og auðlindafræðum. Samþykkt af hálfu deildarráðs að heimila, f.h. raunvísindadeildar, að auglýsa kennarastarf í umhverfis- og auðlindafræðum.
Nánar tiltekið fólst umboð raunvísindadeildar til námsstjórnar í umhverfis- og auðlindafræðum í eftirfarandi, sjá erindi Sigurðar S. Snorrasonar, formanns námsstjórnar í umhverfis- og auðlindafræðum.
„Erindi mitt (Sigurðar S. Snorrasonar, innskot undirritaðs), er að óska umboðs frá ykkur til handa námsstjórn í umhverfis- og auðlindafræðum til þess að hafa umsýslu með þeim áföngum ráðningarferlisins, sem venjulega snúa að skorum og deildum, þ.e.a.s.
Kynnt sýnishorn af Diploma Supplement eða Viðauka við prófskírteini sem Kennslusvið, Gísli Fannberg hafði gert sýnishorn af og deildarforseti hafði einnig aðlagað fyrir efnafræðina.
Skorarformenn þurfa að skila inn Diploma Supplement nú þegar til skrifstofustjóra en það þarf að fylgja prófskírteinum kandídata nú í vor.
Allar skorir eru með sín mál í endurskoðun hvað verkefna- og fjárhagsáætlun ársins/haustsins 2005 snertir m.t.t. skráninga í námskeið á haustmisseri. Stærðfræðiskor gerir litlar breytingar á haustmisseri, eðlisfræðiskor er með sín námskeið í skoðun, efnafræðiskor; fjölgun í námskeiðum 3. árs nema, líffræðiskor; verður tekið fyrir á næsta skorarfundi, jarð- og landfræðiskor; fækkun um 2-3 námskeið og 1 námskeið fer yfir á vor 2006, matvæla- og næringarfræðiskor; 1 viðbótarnámskeið sem þarf að kenna með 8 nemendum.
Lagt fram bréf rannsóknanámsnefndar, dags. 2. maí 2005, um afgreiðslu á umsóknum um rannsóknanám. Umsagnir og afgreiðsla nefndarinnar var svohljóðandi:
„Erindi rannsóknanámsnefndar til deildarforseta02.05. 2005 Inga Þórsdóttir
Fylgiskjal 1
Umsóknir um að hefja rannsóknarnám við raunvísindadeild haustið 2005.
Afgreiðsla rannsóknarnámsnefndar
Samtals hafa nefndinni borist 51 umsókn, þar af 9 um doktorsnám (þar af ein um breytingu á tilhögun náms úr MS-námi í dr. nám), 39 um MS-nám, 2 um M.Paed. nám í stærðfræði og ein um M.Paed nám í jarðfræði.
Haldnir voru þrír fundir á vormisseri, og voru langflestar umsóknir afgreiddar á fyrsta (20. maí) og öðrum (22. maí) fundi nefndarinnar.
„Óafgreiddar umsóknir eru sex og bíða úrlausna. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.“
Sjá nánar bréf, dags. 2. maí 2005, með nöfnum nemenda og afgreiðsla á umsóknum þeirra, svo og yfirlitsskjal með sömu dagsetningu, nöfnum nemenda og afgreiðslu á umsóknum þeirra. Umsóknir um rannsóknanám við raunvísindadeild H-05/vinnuplagg. Unnið skv. Reglum um rannsóknanám við raunvísindadeild H.Í.
Deildarforseti skýrði frá því að nú í morgun á Ársfundi Rannsóknaráðs, hefði Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á Raunvísindastofnun, Jarðvísindastofnun, fengið hvatningarverðlaun Rannsóknaráðs.
Deildarforseti dreifði og kynnti „Samning um rannsóknastofu í næringarfræði, dags. 13. maí 2005, undirritaður af rektor H.Í., Páli Skúlasyni og forstjóra Landspítala-háskólasjúkrahúss, Magnúsi Péturssyni en samningurinn er milli þessara stofnana.
Í 1. gr. samningsins segir: „Rannsóknastofa í næringarfræði er vísindaleg rannsóknastofnun við Háskóla Íslands og Landspítala-háskólasjúkrahús, sem hefur samstarf við háskóla, deildir spítalans og aðrar stofnanir um rannsóknir á sviði næringarfræði. Stofan er vettvangur vísindarannsókna og þróunarstarfs á sviði næringarfræði.“
Þá segir m.a. í 2. gr. um markmiðin að: „Markmið Rannsóknastofu í næringarfræði er að vera miðstöð rannsókna á sviði næringarfræði sem heilbrigðisvísindagreinar, sem tengir heilbrigðis- og raunvísindi við þekkingu á menningu og félagslegum aðstæðum, iðnaði og markaði.
Deildarforseti skýrði frá komu sérfræðingahóps frá EUA sem hefur verið í heimsókn hjá H.Í. og deildum hans til að leggja mat á Háskólann. Niðurstöður sérfræðingahópsins verði kynntar nú í júní en fram hafa komið hjá sérfræðingahópnum að Háskóli Íslands sé vel stjórnað en að hann fái of lágar fjárveitingar.
Dreift var bréfi rektors til deildarforseta, dags. 27. apríl 2005 varðandi samkomulag rektors og Jóns Ragnars Stefánssonar. Þá var samkomulagi rektors Háskóla Íslands og Jóns Ragnars Stefánssonar, dags. 20. apríl 2005, einnig dreift.
Bréfið og samkomulagið var rætt. Deildarráð lýsti áhyggjum sínum af framkvæmd einstakra atriða samkomulagsins.
Þróunaráætlun deildar verður rædd í samhengi við væntanlega 5 ára áætlun nýs rektors.
Engin önnur mál.