338. deildarráðsfundur

Miðvikudaginn 13. apríl 2005 kl. 12.40 var haldinn fundur í deildarráði raunvísindadeildar í fundarherberginu í VR-II.

Mætt voru:

Hörður Filippusson, Jón Kr. Arason, Þorsteinn Vilhjálmsson, Ingvar Árnason, Kesara Anamthawat-Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir og Kristberg Kristbergsson. Sigurður S. Snorrason sat fundinn undir lið 2. Fundarritari var Pálmi Jóhannesson.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt með leiðréttingu á misritun nafns. Í framhaldi af 2. lið í fundargerðinni sagði Ingvar Árnason frá umræðum í efnafræðiskor þar sem menn voru á því að telja ætti þýðingu prófs á ensku fram í vinnuuppgjöri. Ingvar mun leggja fram tillögu þessa efnis á næsta deildarráðsfundi.

2. Tækjakaupasjóður

Sigurður S. Snorrason, formaður tækjakaupanefndar, dreifði tillögu nefndarinnar að forgangsröðun tækjakaupa og gerði grein fyrir henni. Tillagan var um eftirtalin tæki:

  1. Agatmortel (Sigurður Steinþórsson)
  2. Straummælir (Sigurjón Arason)
  3. Hitamyndavél (Ari Ólafsson)
  4. 10 smásjár og 5 víðsjár með ljósabúnaði til kennslu I (líffræðiskor)
  5. NMR-spectrometer (Sigríður Jónsdóttir)
  6. Ýmis búnaður til kennslu (Ingibjörg Jónsdóttir)
  7. Stafrænn fasalæstur magnari (Ari Ólafsson)
  8. 10 smásjár og 5 víðsjár II (líffræðiskor)
  9. Djúpfrystiskápur (Hörður Filippusson)
  10. 10 smásjár og 5 víðsjár III (líffræðiskor).
Þessi tillaga var samþykkt samhljóða og vék Sigurður S. Snorrason af fundi eftir það.

3. Framgangur Harðar Filippussonar úr dósent í prófessor

Hörður vék af fundi undir þessum lið og tók starfandi varadeildarforseti, Þorsteinn Vilhjálmsson, við fundarstjórn á meðan. Dómnefnd um framganginn komst að þeirri niðurstöðu að Hörður væri hæfur til að gegna starfi prófessors við raunvísindadeild.

Í bréfi efnafræðiskorar til varadeildarforseta, dagsettu 30. mars 2005, er greint frá því að fyrr þann dag hefði fundur skorarinnar einróma lýst yfir samþykki við dómnefndarálitið og mælst til að Herði yrði veittur framgangur úr starfi dósents í starf prófessors.

Deildarráðsfundur samþykkti einróma að leggja til við rektor að Hörður yrði fluttur úr starfi dósents í starf prófessors.

Hörður var nú kallaður aftur á fundinn og tók við fundarstjórn.

4. Rannsóknamisseri

Deildarráð samþykkti samhljóða fyrir sitt leyti að heimila eftirtöldum kennurum að fara í rannsóknamisseri:

5. Nemendamál

Þrjár stúlkur í jarð- og landfræðiskor hafa óskað eftir að stunda nám sem hlutastarf en sóttu ekki um það í tæka tíð. Málið verður skoðað betur og síðan tekið upp að nýju.

6. Breytingar á sameiginlegri skrifstofu verkfræði- og raunvísindadeilda

Deildarforseti sýndi uppdrætti af norðurenda VR-II, þar sem sameiginlegar skrifstofur deildanna eru til húsa og kynnti hugmyndir um breytingu á húsnæðinu, m.a. í samhengi við breytt mannahald. Málið var rætt.

7. Nýr vefur raunvísindadeildar

Deildarforseti hefur dregið saman efni í nýjan vef deildarinnar og kynnti fundargestum útlit og efnisatriði vefsins.

8. Önnur mál

8.1 Úthlutun úr Tækjasjóði

Deildarforseta telst svo til að raunvísindadeild og stofnanir henni tengdar hafi fengið rúmlega helming úthlutunar úr Tækjasjóði.

8.2 Prófsýningar

Menntamálanefnd stúdentaráðs hefur sent deildarforseta bréf og óskað eftir upplýsingum um það hvernig staðið er að prófsýningum í deildinni. Eftir stuttar umræður var deildarforseta falið að svara erindi stúdentaráðs.

8.3 Kennaramál í stærðfræðiskor

Jón Kr. Arason, formaður stærðfræðiskorar, dreifði bréfi sem skorin sendi rektor 18. janúar sl. Í bréfinu er farið fram á það að rektor áminni einn kennara skorarinnar sem hefði ekki mætt til kennslu námskeiða, sem skor hafði falið honum, bæði vormisseri 2004 og 2005, þrisvar alls. Ekkert svar hefur borist við þessu erindi. Jón óskaði eftir því að deildin beitti sér í málinu enda skipti miklu fyrir skipulag kennslu á komandi haustmisseri og fjárhag skorarinnar að málið yrði leitt til lykta. Deildarforseti skýrði hvað hefði gerst í málinu og kvaðst eiga von á tillögu að úrlausn á næstunni.

Fleira gerðist ekki
Fundi slitið kl. 14.30.