335. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn miðvikudaginn 2. febrúar 2005, í stofu VR-257 og hófst kl. 12:30.
Mættir voru: Hörður Filippusson, Þorsteinn Vilhjálmsson, Jón Kr. Arason, Ingvar H. Árnason, Kesara A. Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir og Kristberg Kristbergsson. Sigurður S. Snorrason og Rögnvaldur Ólafsson mættu undir dagskrárlið 2. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Mál á dagskrá:Samþykkt með breytingum.
Sigurður S. Snorrason og Rögnvaldur Ólafsson mættu undir þessum dagskrárlið:
SSS gerði grein fyrir niðurstöðum starfshóps rektors um endurskoðun meistaranáms í umhverfis- og sjávarútvegsfræðum. Sigurður S. Snorrason var staðgengill Þóru Ellenar Þórhallsdóttur sem formaður starfshópsins, þar sem Þóra Ellen er í rannsóknamisseri.
SSS dreifði og fór yfir sjónarmið starfshópsins og drög að "Reglum um meistaranám við Háskóla Íslands í umhverfis- og auðlindafræðum".
Rögnvaldur Ólafsson gerði grein fyrir umfjöllun um námið í háskólaráði.
Miklar umræður urðu um málið. Hvernig staðið yrði að náminu, fyrirkomulagi, hvar því yrði fyrirkomið og fjármögnun þess.
Mikið var rætt um nafnið "auðlindafræði". Deildin þarf að tilnefna mann í námsstjórn.
Samþykkt að Robert J. Magnus verði formaður dómnefndar um sérfræðingsstöðu á stærðfræðistofu.
Dreift var drögum að reglum til meistaraprófs fyrir kennara (M.Paed.-prófs). Annars vegar drög:
Formaður skorar lagði fram tillögu skorar og greinargerð með henni um að óskað verði eftir heimild til að auglýsa 100% kennarastarf í næringarfræði við skorina. Málið hefur verið rætt í fjármálanefnd deildar og var rætt á fundinum. Deildarforseti skýrði almennar forsendur fyrir hlutfalli/fjölda fastra kennara miðað við heildarkennslu í skorinni.
Samþykkt að vísa málinu til nánari skoðunar í fjármálanefnd deildar og þaðan til deildarráðs.
Líffræðiskor samþykkti á fundi sínum 1. febrúar að óska eftir því að Snæbjörn Pálsson yrði ráðinn í starf lektors til eins árs frá 1. janúar sl. Gert yrði ráð fyrir því að líffræðiskor greiddi 57% launanna en 43% frá rannsóknarreikningi/reikningum Líffræðistofnunar.
Málinu vísað til fjármálanefndar deildar.
Samþykkt tillaga líffræðiskorar um áframhaldandi ráðningu Sigurðar Richter í starf aðjúnkts sbr. gamla laginu til tveggja ára frá 1. september 2004.
Deildarforseti tilkynnti deildarfund þann 10. febrúar nk. og helstu mál sem þar yrðu á dagskrá.
Deildarforseti skýrði frá því að Guðrún Gísladóttir hefði verið fulltrúi deildar í undirbúningshópi um umhverfisfræðinámið.