334. deildarráðsfundur

334. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn miðvikudaginn 12. janúar 2005, í litla fundarherbergi í Tæknigarði, og hófst kl. 12:30.

Mættir voru: Hörður Filippusson, Jón Kr. Arason, Þorsteinn Vilhjálmsson, Ingvar H. Árnason, Kesara A. Jónsson, Karl Benediktsson, og Kristberg Kristbergsson. Fulltrúi nemenda: Ragnar Heiðar Þrastarson, Fjallinu. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson. Jörundur Svavarsson mætti undir dagskrárlið 3 og Rögnvaldur Ólafsson undir dagskrárlið 6.

Mál á dagskrá:

1. Varamaður varadeildarforseta

Samþykkt var að Þorsteinn Vilhjálmsson yrði varadeildarforseti á vormisseri í fjarveru Þóru Ellenar Þórhallsdóttur, sem er í rannsóknamisseri á vori.

2. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt með smáathugasemdum.

3. Námskynning 27. febrúar

Jörundur Svavarsson mætti undir þessum dagskrárlið.
Jörundur Svavarsson fulltrúi deildar í kynningarnefnd Háskólans skýrði frá fyrirkomulagi námskynningar Háskólans en hún verður í stórum dráttum með þessum hætti.

Deild/skorir þurfa að gera sér grein fyrir því hve mikið pláss þær þurfa.

4. Dómnefnd vegna framgangs sérfræðings á Raunvísindastofnun (Eðlis-efna- og stærðfræðistofnunar) í starf fræðimanns

Samþykkt var milli funda í deildarráði raunvísindadeildar að Örn Helgason prófessor verði formaður dómnefndar um framgang Snorra Þorgeirs Ingvarssonar sérfræðings á Raunvísindastofnun (Eðlis- efna- og stærðfræðistofnunar) í starf fræðimanns (aðrir dómnefndarmenn sem bent var á eru Gunnlaugur Björnsson vísindamaður og Hannes Jónsson prófessor).

5. Framgangur Guðjóns Þorkelssonar úr starfi 37% lektors í starf 37% fræðimanns

Í samræmi við niðurstöður dómnefndarálits var samþykkt einróma á fundi matvælafræðiskorar þann 11. janúar sl. að mæla með því að Guðjón Þorkelsson hljóti framgang úr 37% starfi lektors í 37% starf dósents.

6. Fjárhagsáætlun raunvísindadeildar 2005 (Rögnvaldur Ólafsson mætir á fundinn)

Rögnvaldur Ólafsson fór yfir og gerði grein fyrir skiptingu fjárveitingar ársins 2005 milli skora og niðurstöðu fjárhagsáætlunar deildar fyrir árið 2005 en áætlunin er á núlli (kr 56 þús. í plús).
Deildarráð samþykkti skiptingu fjárveitingar og fjárhagsáætlun deildar fyrir árið 2005.
Dreift var fjárhagsyfirlitum fyrir jan-nóv og jan-des fyrir einstakar skorir og sameiginlegan kostnað deildar annars vegar og deildir Háskólans hins vegar fyrir árin 2003 og 2004. Fjárhagsútkoma ársins 2004 stefnir í að vera innan ramma fjárhagsáætlunar en áætlaður halli deildar á árinu 2004 var 17 mkr.

7. Önnur mál

7.1 Nemendamál

Erindi hafði borist frá nemanda í matvælafræðiskor vegna veikinda á vormisseri 2004 um að fá undanþágu frá námsframvindu 1. árs í raunvísindadeild til að komast upp á 2. ár, sem er að lágmarki 20e og meðaleinkunn 5,5 (5,0 hjá þeim sem innrituðust frá og með hausti 2004). Nemandinn hafði skilað inn læknisvottorði.
Deildarráð samþykkti vegna veikinda nemandans að miðað yrði við þrjú misseri (í stað tveggja), það er haustið 2003, vorið 2004 og haustið 2004, þegar metið yrði hvort nemandinn uppfyllti skilyrði raunvísindadeildar til að færast upp á 2. ár.
Deildarráð tók skýrt fram að ekki væri verið að veita undanþágu frá 20e reglunni um námsframvindu og lágmarksmeðaleinkunn 5,5 (5,0 hjá þeim sen innrituðust í nám í raunvísindadeild frá og með hausti 2004) til að færast upp á 2. ár, heldur væri verið að meta námsframvinduna á grundvelli 3ja missera vegna veikinda, sbr. fordæmi vegna veikinda á meðgöngu, þótt ekki væri um slík veikindi að ræða í þessu tilviki.

7.2 Háskólafundur-Dagskrá

Deildarforseti skýrði frá og dreifði dagskrá háskólafundar þann 18. febrúar næstkomandi.

7.3 Alþjóðleg ráðstefna um umhverfismál í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur

Deildarforseti skýrði frá því að erindi hefði borist til sín um hugsanlega þátttöku raunvísindadeildar í alþjóðlegri ráðstefnu hér á landi um umhverfismál í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur þann 15. apríl næstkomandi.
Ráðstefnan verður haldin dagana 13.-15. apríl næstkomandi.

Fleira ekki tekið fyrir á fundi.
Fundi slitið kl. 15:00
Jón Guðmar Jónsson