333. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn miðvikudaginn 15. desember 2004, í Tæknigarði og hófst kl. 12:30.
Mættir voru: Hörður Filippusson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Jón Kr. Arason, Þorsteinn Vilhjálmsson, Ingvar H. Árnason, Kesara Amantwant Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir og Inga Þórsdóttir.
Fulltrúi nemenda: Ragnar Heiðar Þrastarson, Fjallinu. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Engar athugasemdir.
Vísað til skorar/skorarformanns.
Raunvísindadeild óskar eftir því að deildin fái fulltrúa í nefndina.
Frumvarpið hefur þegar farið til matvælafræðiskorar til umsagnar (s.l. sumar). Raunvísindadeild gerir ekki athugasemd við frumvarpið og lítur á það sem skref í rétta átt svo framarlega sem eftirlitið er virkt.
Efnafræðiskor samþykkti á fundi sínum í dag, þann 15. desember 2004, sjá bréf þar um, að leggja til við deildarráð að Ólafur S. Andrésson verði formaður dómnefndar um framgang Harðar Filippussonar úr starfi dósents í starf prófessors.
Deildarráð samþykkti einróma tillögu efnafræðiskorar um skipun formanns dómnefndar.
Samþykkt að:
–Magnús Tumi Guðmundsson, eðlisfræðiskor, fari í rannsóknamisseri vorið 2005.
–Anna Karlsdóttir, jarð- og landfræðiskor, fari í rannsóknamisseri vorið 2005.
Erindi, dags. 5. desember frá efnafræðiskor um skipan Svönu H. Stefánsdóttur og Sigríðar Jónsdóttur sem aðjúnkta. Beðið er um að ráðning þeirra verði ótímabundin, en ef það fæst ekki, þá að ráðningartíminn
verði þrjú ár.
Erindi frá stærðfræðiskor um að Ragnar Sigurðsson, Hermann Þórisson (til 30.06. 2004) og Freyja Hreinsdóttir verði ráðin til til 2ja ára, Ragnar og Hermann frá 01.01. 2003 og Freyja frá 01.02. 2003.
Samþykkt erindi beggja skora og að skrifstofustjóri fari yfir málin með skorarformönnum allra skora og gangi frá þeim til starfsmannasviðs og komi greiðslumálum til aðjúnkta í lag.
Samþykkt að varaskorarformenn verði ECTS-fulltrúar skorar og starfi sem slíkir í samráði við skorarformenn.
Deildarforseti bað skoraformenn að fara yfir stöðu mála í sinni skor varðandi greiðslur fyrir fámenn námskeið.
Eðlisfræðifélagið hyggst halda fræðsluerindi fyrir almenning í tilefni af ... ára afmæli félagsins og í tilefni þess að árið 2005 er ár eðlisfræðinnar hjá UNESCO.
Jón Ragnar Stefánsson, dósent við stærðfræðiskor hefur stefnt Háskóla Íslands í því skyni að fá viðurkennt að árangurstengd tilfærsla vinnuskyldu hans frá kennslu til rannsókna við 55 ára og 60 ára aldur stæði óbreytt. Héraðsdómur dæmdi málið Háskólanum í vil og hefur því nú verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Jón Ragnar Stefánsson hefur höfðað annað mál gegn Háskólanum fyrir héraðsdómi til ógildingar skráningum á umsjón og kennslu tiltekinna námskeiða í stærðfræði í kennsluskrá fyrir háskólaárið 2004-2005, en hann telur sig óbundinn á ákvörðunum stærðfræðiskorar um hver skuli kenna þessi námskeið.