115. deildarfundur raunvísindadeildar

aftur Yfirlitssíða fram

Föstudaginn. 9. mars 2007 var haldinn deildarfundur í raunvísindadeild. Fundarstaður: Oddi stofa 101, kl. 13:20-14:50

Mættir:

Fastir kennarar: Hörður Filippusson, Anna Dóra Sæþórsdóttir, Ari Ólafsson, Ágúst Kvaran, Ágústa Guðmundsdóttir, Baldur Símonarson, Brynhildur Davíðsdóttir, Eggert Gunnarsson, Einar Árnason, Einar H. Guðmundsson, Eva Benediktsdóttir, Gísli Már Gíslason, Guðjón Þorkelsson, Guðmundur G. Haraldsson, Guðni Á. Alfreðsson, Gunnar Stefánsson, Hafliði P. Gíslason, Hermann Þórisson, Inga Þórsdóttir, Ingvar Árnason, Jón Kr. Arason, Katrín Anna Lund, Kristberg Kristbergsson, Lárus Thorlacius, Magnús Tumi Guðmundsson, Rannveig Ólafsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Robert J. Magnus, Rögnvaldur G. Möller, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurjón Arason, Sigurjón N. Ólafsson, Snæbjörn Pálsson, Stefán Arnórsson, Viðar Guðmundsson, Zophonías Oddur Jónsson, Þorsteinn Vilhjálmsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Örn Helgason.

Aðjúnktar og aðrir fulltrúar á deildarfundi: Bryndís Brandsdóttir, Jón G. Hálfdánarson, Ólafur Guðmundsson, Sigríður Jónsdóttir, Þórður Jónsson.

Sérfræðingar á stofnunum deildar: Freysteinn Sigmundsson, Sigurður Guðnason, Valgerður Edda Benediktsdóttir

Stúdentar: Berglind Rós Gunnarsdóttir, m&n, Ragnhildur Einarsdóttir, m&n, Rakel Sæmundsdóttir, efn.

Kennarar í leyfi: Agnar Ingólfsson, Bjarni Ásgeirsson, Eggert Briem, Franklín G. Georgsson, Guðrún Gísladóttir, Jón Ólafsson, Magnús Már Kristjánsson, Ólafur Sigmar Andrésson, Snorri Þór Sigurðsson

Forföll boðuðu: Anna Karlsdóttir, Áslaug Geirsdóttir, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Guðrún Marteinsdóttir, Gunnlaugur Björnsson, Hannes Jónsson, Haraldur Ólafsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Jón Bragi Bjarnason, Jörundur Svavarsson, Karl Benediktsson, Reynir Axelsson, Sigurður Sveinn Snorrason, Snorri Þorgeir Ingvarsson, Svana H. Stefánsdóttir

Deildarforseti setti fund og notaði um leið tækifærið til þess að þakka aðstoð þeirra deildarmanna sem komu að vinnu við umsókn Háskóla Íslands og raunvísindadeildar um viðurkenningu fyrir æðri menntun og prófgráður.

Mál á dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

2. Mál til kynningar: Nýtt ferli fyrir ráðningu akademiskra starfsmanna

3. Ytri úttekt á raunvísindadeild. Lokaskýrsla úttektarnefndar

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt án athugasemda.

2. Mál til kynningar: Nýtt ferli fyrir ráðningu akademískra starfsmanna

Fyrir fundinum lágu Reglur fyrir Háskóla Íslands nr. 458/2000, III. kafli Staðfestar í háskólaráði 15. febrúar 2007. Deildarforseti hafði stutta framsögu um málið þar sem hann rakti helstu nýmæli í þessum reglum. Deildarforseti lýsti ánægju sinni með það að aðkoma skora að ráðningu akademiskra starfsmanna er tryggð, en hann gagnrýndi á sínum tíma að valnefndir taki ákvörðun um ráðningu, en ekki skorir. Valnefnd er heimilt að kalla á sinn fund skorarmenn og leggur hann til að deildin setji sér starfsreglur varðandi störf valnefnda við ráðningar akademiskra starfsmanna þar sem kveðið verði á um að þetta skyldi vera regla. Reglurnar taka gildi þann 1. maí 2007 og nánar verður fjallað um þetta mál á deildarfundi í vor. Nokkrir fundarmenn gerðu stuttar athugasemdir og komu með ábendingar um málið, þar koma m.a. fram sú skoðun að ekki væri leitað í nógu ríkum mæli eftir áliti utanaðkomandi aðila við ráðningar akademískra starfsmanna.

3. Ytri úttekt á raunvísindadeild. Lokaskýrsla úttektarnefndar

Deildarforseti flutti ítarlega framsögu um málið. Í upphafi gat hann þess að fyrirhugaður er kynningar- og umræðufundur um skýrsluna með aðkomu Menntamálaráðuneytis og yfirstjórnar HÍ. Einnig nefndi hann að gera þarf áætlun um lagfæringar á ábendingum sem fram koma í skýrslunni af yfirstjórn HÍ og deild. Síðan rakti hann helstu niðurstöður sem fram koma í skýrslunni. Allnokkrar umræður urðu um skýrsluna á fundinum og komu fram fjölmargar ábendingar frá fundarmönnum. Bent var á að bæta þarf framkvæmd og eftirfylgni með kennslukönnunum, fundarmenn tóku undir þá skoðun að auka þyrfti verkefnamiðaða kennslu en voru þó ekki á einu máli um það hvort það væri best gert með því að gera BS verkefni að skyldu við allar skorir. Í heild má segja að fundarmenn hafi verið sammála um að úttektarskýrslan sé mjög gagnlegt plagg, mörgu sé einfalt að bæta úr auk þess sem þetta væri gagnlegt tæki til að knýja á um nauðsynlegar breytingar í starfi og aðstöðu deildarinnar, og jafnframt að tryggja fjármagn til að koma þeim í framkvæmd.

Fleira ekki tekið fyrir á fundi.

Fundi slitið kl. 14:50

Björn Gunnlaugsson fundarritari