116. deildarfundur raunvísindadeildar

aftur Yfirlitssíða fram

Miðvikudaginn 13. júní 2007 var haldinn deildarfundur í raunvísindadeild. Fundarstaður: VR-II í stofu VR-158, kl. 13:00-15:00

Mættir:

Fastir kennarar: Hörður Filippusson, Ari Ólafsson, Ágúst Kvaran, Ágústa Guðmundsdóttir, Baldur Símonarson, Eva Benediktsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Guðni Á. Alfreðsson, Guðrún Marteinsdóttir, Gunnar Stefánsson, Inga Þórsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ingvar H. Árnason, Jón Ingólfur Magnússon, Jörundur Svavarsson, Katrín Anna Lund, Kristberg Kristbergsson, Lárus Thorlacius, Leifur A. Símonarson, Magnús Tumi Guðmundsson, Magnús Már Kristjánsson, Oddur Ingólfsson, Ólafur Ingólfsson, Ólafur S. Andrésson, Ragnar Sigurðsson, Rögnvaldur G. Möller, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður S. Snorrason, Sigurjón Norberg Ólafsson, Snorri Þorgeir Ingvarsson, Þorsteinn Vilhjálmsson, Örn Helgason.

Aðjúnktar og aðrir fulltrúar á deildarfundi: Sigríður Jónsdóttir.

Stúdentar: Rakel Sæmundsdóttir.

Kennarar í leyfi: Agnar Ingólfsson, Bjarni Ásgeirsson, Eggert Briem, Franklín G. Georgsson, Guðrún Gísladóttir, Jón Ólafsson, Snorri Þór Sigurðsson.

Forföll boðuðu: Anna Karlsdóttir, Áslaug Geirsdóttir, Eggert Gunnarsson, Gísli Már Gíslason, Hermann Þórisson, Jón Hálfdánarson, Logi Jónsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Reynir Axelsson, Sigurjón Arason, Zophonías Oddur Jónsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir.

Gestir fundarins: Kristín Jónsdóttir forstöðumaður Endurmenntunar og Hans Júlíus Þórðarson verkefnisstjóri hjá Endurmenntun undir dagskrárlið 2.1 og Ásta Hrönn Maack sviðsstjóri markaðs- og samskiptasviði undir dagskrárlið 2.2.

Fundarritari: Jón Guðmar Jónsson

Mál á dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

2. Mál til kynningar:

2.1 Samstarf deildar við Endurmenntun. Kristín Jónsdóttir forstöðumaður Endurmenntunar

2.2 Þjónustukönnum meðal framhaldsnema. Ásta Hrönn Maack sviðsstjóri markaðs- og samskiptasviðs

3. Nám í almennum raunvísindum við raunvísindadeild

4. Deildarforseti ræðir störf deildar

1. Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt án athugasemda.

2. Mál til kynningar:

2.1 Samstarf deildar við Endurmenntun

Kristín Jónsdóttir forstöðumaður Endurmenntunar

Kristín skýrði frá því að frá árinu 1995, þegar Endurmenntun hóf kennslu stakra einingarbærra námskeiða í grunnnámi og framhaldsnámi við Háskóla Íslands, hefði þeim farið stöðugt fjölgandi. Auk þess væri Endurmenntunarstofnun með námskeið fyrir almenning, félagasamtök og atvinnulífið, það er námskeið sem ekki eru einingabær til háskólaprófs.

Nú væri einnig farið að bjóða upp á starfstengdar meistaragráður, MBA, MPM og fleiri meistaragráður væru í vinnslu. Þá væri einnig boðið upp á nám samhliða starfi, starfstengd fagnámskeið og fleira.

Fjölgun námskeiða á meistarastigi með eftirsóttum fræðimönnum styður stefnu Háskóla Íslands um að verða meðal 100 bestu háskóla í heimi.

Skiptst var á skoðunum um það hvernig efla mætti samvinnu raunvísindadeildar og Endurmenntunarstofnunar.

Sækja fyrirlestur Kristínar.

2.2 Þjónustukönnum meðal framhaldsnema

Ásta Hrönn Maack sviðsstjóri markaðs- og samskiptasviðs

Ásta Hrönn gerði grein fyrir þjónustukönnun meðal framhaldsnema. Gerði hún grein fyrir könnuninni í heild og þeim þætti hennar sem varðaði raunvísindadeild.

Þjónustukönnunin var hluti af lokaverkefni Katrínar Evu Birgisdóttur i BS námi í viðskipta- og hagfræðideild og var gerð á netinu.

Könnunin fólst í því að varpað var fram fjölda fullyrðinga/staðhæfinga og síðan voru væntingar nemenda bornar saman við upplifun þeirra hvað þessar fullyrðingar varðaði. Könnunin var gerð þannig að viðhorf heildarinnar og nemenda einstakra deilda kom fram.

Helstu niðurstöður könnunarinnar meðal framhaldsnema í raunvísindadeild voru þessar:

Styrkur: Nemendur segjast fá tækifæri til að stunda rannsóknir. Kennarar deildarinnar geta svarað spurningum um námsefnið af þekkingu..

Þarfnast úrbóta í deild: Nemendur telja að bæta þurfi aðstæður til rannsókna, einnig tækjakost og aðgang að bókakosti og gagnagrunnum. Útskýringar og ráðleggingar sem nemendur fá séu ekki alltaf auðskildar eða auðvelt að fylgja þeim. Þjónusta mætti einnig vera betri. Námið gæti verið betur skilgreint og skipulagðara.

Þá kom fram hjá framhaldsnemum í raunvísindadeild að þeim þætti lélegt úrval af bókum á bókasafni, misræmi væri í vinnu og álagi einstakra námskeiða, fleiri valfög mættu vera i boði. Þá kom fram að þeir vildu ekki skólagjöld.

Að lokum gata Ásta Hrönn þess að tilgangur slíkrar könnunar væri sá að nota hana til að bæta þjónustu við nemendur enn frekar.

3. Nám í almennum raunvísindum við raunvísindadeild

Deildarforseti kynnti hugmyndir sínar um námið en það yrði:

Hvers vegna ætti að fara af stað með slíkt nám? Með náminu væri verið að mennta:

Auk þess að bæta menntun raungreinakennara væri verið að mennta „generalista“, það er fjölga stjórnendum með almennna raungreinamenntun, það er að segja að raungreinamenntaðir menn starfi ekki eingöngu sem sérfræðingar.

Hafa þyrfti samráð við Kennaraháskóla Íslands.

Námskeiðum yrði ekki fjölgað í heildina heldur yrði valinn „pakki“ í námið.

Deildarforseti kynnti drög að tillögu sem yrði borin upp á deildarfundi (þó ekki yfirstandandi fundi) svohljóðandi:

„Deildarfundur í raunvísindadeild samþykkir að gefa kost á námi til BS-prófs í almennum raunvísindum.

Deildarráði er falið að gera tillögu að samsetningu námsins og mögulegar aukagreinar.

Tillögu deildarráðs skal kynna á deildarfundi á haustmisseri 2007 og námið kynnt í Kennsluskrá 2008-2009".

4. Deildarforseti ræðir störf deildar.

Deildarforseti fór yfir og ræddi störf deildar 2006/2007. Helstu atriði/efnisþættir sem hann fór yfir voru:

Fundir í deild-Nefndir deildar-Nýráðningar-Starfslok og andlát kennara-Breytingar á störfum-Framgangur kennara-Brautskráðir BS nemar-Brautskráðir meistaranemar-Doktorsvarnir-Framhaldsnemar við nám-Fjármál deildar-Þreyttar einingar-Nýnemaskráningar-Húsnæðismál-Rannsóknarumhverfi-Stefnumótun-Úttektir á raunvísindadeild-Skólaskipting HÍ og sameining deilda.

Sækja fyrirlestur deildarforseta.

5. Önnur mál.

Engin önnur mál.

Fundi slitið kl 15:30

Jón Guðmar Jónsson, fundarritari