Föstudaginn. 26. janúar 2007 var haldinn deildarfundur í raunvísindadeild. Fundarstaður: Oddi stofa 101, kl. 13:20-16:00.
Mættir:
Fastir kennarar: Hörður Filippusson, Ari Ólafsson, Ágúst Kvaran, Áslaug Geirsdóttir, Baldur Símonarson, Bjarni Ásgerirsson, Eggert Gunnarsson, Einar Arnason, Einar H. Guðmundsson, Eva Benediktsdóttir, Gísli Már Gíslason, Guðmundur G. Haraldsson, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Guðni A. Alfreðsson, Guðrún Gísladóttir, Guðrún Marteinsdóttir, Gunnar Stefánsson, Hafliði P. Gíslason, Hannes Jónsson, Hermann Þórisson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingvar Árnason, Jón Kr. Arason, Jörundur Svavarsson, Karl Benediktsson, Katrín Anna Lund, Kesara Anamthawat-Jónsson, Kristberg Kristbergsson, Lárus Thorlacius, Leifur A, Símonarson, Logi Jónsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús Tumi Guðmundsson, Magnús Már Kristjánsson, Oddur Ingólfsson, Ólafur Ingólfsson, Páll Einarsson, Ragnar Sigurðsson, Reynir Axelsson, Robert J. Magnus, Rögnvaldur G. Möller, Sigurður S. Snorrason, Sigurður Steinþórsson, Snorri Þorgeir Ingvarsson, Snæbjörn Pálsson, Stefán Arnórsson, Viðar Guðmundsson, Zophonías Oddur Jónsson, Þorsteinn Ingi Sigurðsson, Þorsteinn Vilhjálmsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Örn Helgason.
Aðjúnktar og aðrir fulltrúar á deildarfundi:
Bryndís Brandsdóttir, Gunnlaugur Björnsson, Hreggviður Norðdahl, Jón Eiríksson, Ólafur Guðmundsson, Sigríður Jónsdóttir, Sigurður H. Richter, Sigurður Víðir Smárason, Sveinn Olafsson, Þórður Jónsson.
Stúdentar:
Árni Steinar Stefánsson, j&l, Ásdís Benediktsdóttir, eðl, Berglind Rós Gunnarsdóttir, m&n, Hrönn Egilsdóttir, Jón Steinar Garðarsson Mýrdal, eðl, Ragnhildur Einarsdóttir, m&n, Rakel Sæmundsdóttir, efn.
Kennarar í leyfi.
Agnar Ingólfsson, Eggert Briem, Franklín G. Georgsson, Jón Ólafsson, Ólafur S. Sigmarsson, Snorri Þór Sigurðsson.
Forföll boðuðu:
Anna Karlsdóttir, Anna Dóra Sæþórsdóttir, Ágústa Guðmundóttir, Brynhildur Davíðsdóttir, Haraldur Ólafsson, Inga Þórsdóttir, Jón Hálfdánarson, Jón Ingólfur Magnússon, Páll Hersteinsson, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurjón Arason og Svana H. Stefánsdóttir.
Deildarforseti setti fundinn:
1. Fundargerð síðasta fundar.
2. Kjör deildarforseta (sjá viðhengi).
3. Kjör varadeildarforseta.
4. Kjör fulltrúa deildar á háskólafund.
5. Skipting HÍ í deildir og skorir (sjá viðhengi).
6. Mál til kynningar.
Samþykkt án athugasemda.
Þá var komið að því að kjósa deildarforseta. Tveir kennarar voru i framboði, þeir prófessorarnir Hafliði P. Gíslason og Lárus Thorlacius. Þóra Ellen Þórhallsdóttir varadeildarforseti og formaður kjörnefndar tók við stjórn kjörsins. Auk hennar voru Baldur Símonarson dósent og Jón Guðmar Jónsson skrifstofustjóri í kjörnefndinni. Samkvæmt reglum deildar hafa þeir kennarar sem eru í hlutastarfi sama atkvæðisrétt og þeir sem eru í fullu starfi eða eitt atkvæði. Þóra Ellen og Baldur dreifðu og söfnuðu atkvæðaseðlum saman og sáu um talningu atkvæða ásamt deildarforseta og fundarritara.
Niðurstöður atkvæðagreiðslu urðu þessar:
Lárus Thorlacius fékk 61 atkvæði (þar af 7 utankjörfundaratkvæði).
Hafliði P. Gíslason fékk 16 atkvæði (þar af 2 utankjörfundaratkvæði).
Auðir seðlar voru 2
Lárus var því réttkjörinn deildarforseti í fyrstu umferð til þriggja ára frá og með 1. júlí 2007.
Á fundinn mættu 70 manns og 9 greiddu atkvæði utan deildarfundar.
Þá var gengið til kjörs varadeildarforseta með sama hætti og við kjör deildarforseta. Einn kennari, Guðrún Marteinsdóttir prófessor hafði gefið kost á sér sem varadeildarforseti.
Niðurstöður atkvæðagreiðslu urðu þessar:
Guðrún Marteinsdóttir fekk 53 atkvæði, þar af 3 utankjörfundaratkvæði.
Önnur atkvæði féllu þannig; Áslaug Geirsdóttir, 3 atkvæði, Eva Benediktsdóttir fékk 2 atkvæði, Bjarni Ásgeirsson, Hafliði P. Gíslason, Hannes Jónsson, Inga Þórsdóttir, Kesara Anamthawat Jónsson, Oddur Ingólfsson og Ragnar Sigurðsson fengu 1 atkvæði hvert, auðir seðlar voru 13 og 2 voru ógildir.
Guðrún var því rétt kjörin sem varadeildarforseti í fyrstu umferð til þriggja ára frá og með 1. júlí 2007.
Þá var gengið til kjörs fullrúa á háskólafund frá og með 1. júlí 2007. Kjörgengir eru allir fastir kennarar deildar í fullu starfi. Deildarforseti vakti athygli á þvi að deildarforseti væri sjálfkjörinn til setu á háskólafundi. Auk þess hefði deild talið eðlilegt að kjósa varadeildarforseta á háskólafund. Þá gaf deildarforseti kost á sér til áframhaldandi setu á háskólafundi. Fjöldi fulltrúa deildar á háskólafundi hafa yfirleitt verið fjórir að deildarforseta meðtöldum.
Kosning færi þannig fram að deildarfundarmenn skyldu kjósa sex einstaklinga og raða þeim með tölustöfunum 1 til 6 og vægi atkvæða þannig að þeim sem væri raðað númer 1 fengi 6 atkvæði, númer 2 fengi 5 atkvæði og loks númer 6 fengi 1 atkvæði. Talning atkvæða skyldi fara fram eftir deildarfundinn.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu fór þannig:
1. Guðrún Marteinsdóttir 233
2. Hörður Filippusson 228
3. Hafliði P. Gíslason 64
4. Áslaug Geirsdóttir 50
5. Inga Þórsdóttir 41
6. Þóra Ellen Þórhallsdóttir 40
7. Ragnar Sigurðsson 34
8. Hannes Jónsson 32
9. Gísli Már Gíslason 30
10.-11. Oddur Ingólfsson 28
10.-11. Olafur Ingólfsson 28
12. Kesara Anamthawat Jónsson 21
13. Bjarni Ásgeirsson 20
Aðrir fengu færri atkvæði en 20. Efstir í kjöri eru aðalmenn á háskólafund þeir sem næstir koma að atkvæðum eru varamenn
Deildarforseti kynni tillögu sína: „Tillögu að ályktun varðandi skiptingu Háskólans í deildir og skorir".
Mikla umræður urðu um málið og tóku fjölmargir fundarmanna til máls og mikil skoðanaskipti urðu en umræðurnar stóðu yfir í eina og hálfa klukkustund. Að þeim loknum var samþykkt að vísa málinu til deildarráðs og því falið að afgreiða málið í ljósi þeirra umræðna sem hefðu átt sér stað á fundinum.
Deildaforseti minnti á og kynnti fyrirlestraröðina „Undur veraldar“ sem hefst 10. febrúar næstkomandi.
Deildarforseti kynnti vinnu þá sem stendur yfir vegna umsóknar Háskóla Islands og raunvísindadeildar, sem er ein af fyrstu þremur deildunum til að sækja um, um viðurkenningu fyrir æðri menntun og prófgráður (Qualification Framework) og þekkingu, færni og hæfni (Learning Outcomes)“. Þessari vinnu á að skila bæði á íslensku og ensku inn í umsókn Háskóla Íslands um viðurkenningu.
Deildarforseti kynnti helstu atriði varðandi stefnu deildar og framkvæmd hennar næstu 12-24 mánuðina.
Deildarforseti skýrði frá því að niðurstöður nefndar vegna ytri útektar á deild yrðu kynnta á deildarfundi þegar grænt ljós kæmi frá ráðuneytinu um að gera þær opinberar en skýrslan lá fyrir um miðjan desember 2006.
Deildarforrseti skýrði frá því að verið væri að ganga frá nýjum reglum
varðandi ráðningarferli og fastar dómnefndir.
Engin önnur mál.
Fundi slitið kl 16:00
Jón Guðmar Jónsson
fundarritari