113. deildarfundur raunvísindadeildar

aftur Yfirlitssíða fram

Föstudaginn. 12. janúar 2007 var haldinn deildarfundur í raunvísindadeild. Fundarstaður: Askja stofa 132, stóri salur, kl. 13:20-16:40.

Mættir:

Fastir kennarar: Hörður Filippusson, Anna Dóra Sæþórsdóttir, Anna Karlsdóttir, Ari Ólafsson, Arnþór Garðarsson, Ágúst Kvaran, Ágústa Guðmundsdóttir, Áslaug Geirsdóttir, Baldur Símonarson, Brynhildur Davíðsdóttir, Einar H. Guðmundsson, Eva Benediktsdóttir, Gísli Már Gíslason, Guðmundur G. Haraldsson, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Guðni Á. Alfreðsson, Hafliði P. Gíslason, Hannes Jónsson, Hermann Þórisson, Inga Þórsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingvar Árnason, Jón Ingólfur Magnússon, Jón Ólafsson, Jörundur Svavarsson, Karl Benediktsson, Kristberg Kristbergsson, Lárus Thorlacius, Leifur A, Símonarson, Logi Jónsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús Már Kristjánsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Oddur Ingólfsson, Ólafur Ingólfsson, Páll Einarsson, Ragnar Sigurðsson, Robert J. Magnus, Rögnvaldur G. Möller, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður S. Snorrason, Sigurður Steinþórsson, Sigurjón Arason, Snorri Þorgeir Ingvarsson, Snorri Þór Sigurðsson, Snæbjörn Pálsson, Stefán Arnórsson, Viðar Guðmundsson, Zophonías Oddur Jónsson, Þorsteinn Vilhjálmsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Örn Helgason.

Aðjúnktar og aðrir fulltrúar á deildarfundi: Bryndís Brandsdóttir, Gunnlaugur Björnsson, Hreggviður Norðdahl, Jón Eiríksson, Jón G. Hálfdánarson, Ólafur Guðmundsson, Sigurður H. Richter, Þórður Jónsson.

Stúdentar: Árni Steinar Stefánsson, j&l, Ásdís Benediktsdóttir, eðl, Benedikt Ómarsson, efn, Berglind Rós Gunnarsdóttir, m&n, Gísli Gunnar Gunnlaugsson, efn, Guðjón Már Sigurðsson, líf, Hrönn Egilsdóttir, Jón Steinar Garðarsson Mýrdal, eðl, Kristbjörg Sölvadóttir, líf, Ragnhildur Einarsdóttir, m&n, Rakel Sæmundsdóttir, efn, Sæmundur Sveinsson, líf.

Kennarar í leyfi: Agnar Ingólfsson, Bjarni Ásgeirsson, Franklín G. Georgsson, Guðrún Gísladóttir, Ólafur S. Sigmarsson.

Forföll boðuðu: Eggert Gunnarsson, Haraldur Ólafsson og Reynir Axelsson.

Mál á dagskrá:

  1. Fundargerð síðasta fundar.
  2. Tillaga jarð- og landfræðiskorar um skiptingu skorarinnar (sjá viðhengi).
  3. Ákvörðun um tilhögun kjörs deildarforseta og varadeildarforseta.
  4. Kynning þeirra sem gefa kost á sér til starfa deildarforseta og varadeildarforseta.
  5. Önnur mál (tilkynnt fyrir upphaf fundar).

1. Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt með breytingum sem höfðu komið fram frá einum fundarmanna fyrir fundinn á drögum þeim sem send höfðu verið út fyrir fundinn. Drögin með breytingum lágu fyrir fundinum. Þá kom gagnrýni frá þeim hinum sama á það hve langt hefði liðið frá síðasta deildarfundi og þangað til fundargerð hefði verið send út.

2. Tillaga jarð- og landfræðiskorar um skiptingu skorarinnar.

Lögð fram eftirtalin gögn:

  1. Bréf formanns jarð- og landfræðiskorar til deildarforseta, dags. 5. janúar 2007, með einróma samþykki jarð- og landfræðskorar um að skorinni verði skipt í tvær skorir, skor jarðvísinda og skor land- og ferðamála.
  2. Breytingartillaga á 117. gr. reglna fyrir HÍ nr. 458/2000.
  3. Rökstuðningur og fylgiskjal með breytingartillögu.
  4. Bréf, dags 12. janúar 2007, frá Foldu-félagi framhaldsnema í jarðfræði, landfræði, ferðamálafræði og jarðeðlisfræði. Undir bréfið skrifar stjórn Foldu sem lýsir stuðningi við samþykkt jarð- & landfræðiskorar um skiptingu skorarinnar.

Áslaug Geirsdóttir formaður jarð- & landfræðskorar gerði grein fyrir málinu. Samkvæmt tillögunni verður fjöldi skora sjö eftir breytinguna en er sex nú. Sem fyrr segir myndi jarð- & landfræðiskor skiptast upp í tvær skorir. Þá myndu tveir prófessorar í jarðeðlisfræði fara úr eðlisfræðiskor í hina nýju jarðvísindaskor og einn prófessor í hafefnafræði fara úr efnafræðiskor í yfir í jarðvísindaskor.

Tillaga jarð- & landfræðiskorar var síðan borin upp og var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Tillögunni verður síðan vísað til háskóaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

3. Ákvörðun um tilhögun kjörs deildarforseta og varadeildarforseta

Deildarforseti bar upp eftirfarandi tillögu um kjör deildarforseta og varadeildarforseta:

„Kjör deildarforseta og varadeildarforseta í raunvísindadeild fyrir tímabilið 2007 - 2010: Tillaga að málsmeðferð:

  1. Kjör deildarforseta fer fram á deildarfundi 26. janúar 2007.
  2. Umsjón með kjörinu hefur þriggja manna kjörnefnd. Einn nefndarmanna er trúnaðarmaður nefndarinnar.
  3. Kjörnefnd skipa: Þóra Ellen Þórhallsdóttir, varadeildarforseti, Baldur Símonarson og Jón Guðmar Jónsson, trúnaðarmaður
  4. Kjörgengir eru allir prófessorar og dósentar deildarinnar sem gegna fullu starfi (R 19). Allir deildarfundarmenn sem gegna 37% starfi eða hærra starfshlutfalli fara með heilt atkvæði (samþ. deildarfundar), deildarmenn sem eru í rannsóknamisseri hafa atkvæðisrétt við kjör deildarforseta.
  5. Deildarmanni sem tilkynnt hefur lögmæt forföll frá því að mæta á fund er heimilt að greiða tilteknum einstaklingi atkvæði sitt með tölvuskeyti til trúnaðarmanns kjörstjórnar. Skeytið skal hafa borist trúnaðarmanni fyrir kl. 12 á hádegi á kjördag.
  6. Við kjörið skulu notaðir kjörseðlar með nöfnum allra kjörgengra deildarmanna.
  7. Við framkvæmd kjörsins skal beita eftirfarandi reglu: "Sá er rétt kjörinn, sem hlotið hefur atkvæði meiri hluta þeirra, er taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Verði þeim atkvæðafjölda ekki náð við fyrstu kosningu, skal kosið að nýju óbundinni kosningu. Fái þá heldur enginn nógu mörg atkvæði, skal kjósa aftur. Hafi tveir eða fleiri hæsta atkvæðatölu við síðari óbundnu kosninguna, skal kosið um þá. Hafi einungis einn maður hæsta atkvæðatölu, skal kosið um hann og einn þeirra, er næsthæsta hefur atkvæðatölu, og ræður hlutkesti, ef fleiri eru en einn. Sá, sem hærri atkvæðatölu hlýtur við bundnu kosninguna, er rétt kjörinn, en hlutkesti ræður, ef atkvæði eru jöfn."
  8. Kjör varadeildarforseta fer fram með sama hætti eftir að kjöri deildarforseta er lokið. Varaforseti skal vera úr annarri skor en forseti (R 20)“.

Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

4. Kynning þeirra sem gefa kost á sér til starfa deildarforseta og varadeildarforseta

Tvö framboð til deildarforseta höfðu borist fyrir fundinn, frá þeim Hafliða P. Gíslasyni og Lárusi Thorlacius.

Deildarforseti skýrði frá fyrirkomulagi kynningarinnar. Fyrst myndu frambjóðendur halda framsögu og síðan myndu þeir svara spurningum fundarmanna. Kastað var upp „krónu“ um það hvor myndi byrja og kom það í hlut Hafliða.

Báðir frambjóðendur voru vel undirbúnir og komu inn á flesta þætti varðandi málefni raunvísindadeildar í nútíð og framtíð. Má þar nefna það markmið Háskólans að komast í fremstu röð háskóla í heiminum. Lýstu þeir sýn sinni til kennslu, rannsókna og þjónustu og til tengsla og samskipta við aðra innan og utan Háskólans. Einnig komu þeir inn á stjórnun deildar, stjórnskipulag Háskólans og skiptingu Háskólans í skóla. Töldu þeir eðlilegt að skorir ættu að fá að ráða innan hvaða skóla þær yrðu ef af skiptingu yrði. Þá ræddu þeir húsnæðismál, framtíðaruppbyggingu og staðsetningu deildar, hvort hún yrði öll í Vísindagörðum eða annars staðar í Vatnsmýrinni strax eða hvort grunnnámið flyttist þangað í síðari áföngum. Einnig hvort uppbyggingin yrði að hluta til vestan Suðurgötu. Þá ræddu þeir samskipti deildar og stofnana hennar og hugsanlega möguleika á að Raunvísindastofnun og Líffræðistofnun sameinuðust. Skólagjöld voru rædd og hvorugur taldi skólagjöld vera inn í myndinni hvað deildina varðaði, meðal annars í ljósi nýgerðs samnings við Menntamálaráðuneytið. Báðir töldu eðlilegt að kanna ætti vilja starfsmanna beggja deilda, raunvísindadeildar og verkfræðideildar varðandi sameiningu eða samstarf og taka upp viðræður um sameiginleg markmið hvort sem af sameiningu deildanna verður að ræða í einn skóla eða ekki. Báðir töldu þeir grundvallaratriði að efla yrði rannsóknir og þar af leiðandi rannsóknanámið og aðra kennslu ef það markmið að komast í fremstu röð háskóla í heiminum ætti að nást.

Að framsögu lokinni svöruðu frambjóðendur fyrirspurnum og urðu miklar samræður milli þeirra og annarra fundarmanna. Voru þeir báðir vel undirbúnir og var gerður góður rómur að framsögu þeirra og svörum.

5. Önnur mál (tilkynnt fyrir upphaf fundar)

5.1 Tillaga Bryndísar Brandsdóttur formanns stjórnar Raunvísindastofnunar um endurskoðun á reglum um það hverjir hafi seturétt á deildarfundum

Bryndís gerði grein fyrir tillögu sinni sem var svohljóðandi ásamt greinargerð:

„Tillaga um endurskoðun á reglum raunvísindadeildar varðandi seturétt á deildarfundi. Litið verði sérstaklega til þess að þeir akademísku sérfræðingar sem deildarráð á afskipti af við ráðningu hafi sömu réttindi innan deildar og kennarar.

Greinargerð:

Núgildandi reglur eru frá 19.12.2001. Samkvæmt þeim hafa kennarar, aðjúnktar og fulltrúar stúdenta seturétt á deildarfundum en ekki sérfræðingar stofnana er heyra undir deild. Akademískir sérfræðingar hafa þannig ekki aðkomu að stjórnun þeirrar deildar er þeir tilheyra, skv. lögum og reglum HÍ. Þetta á m.a. við um mótun rannsóknastefnu, umfjöllun um akademískar rannsóknir, framhaldsnám, mannaráðningar, framgang í starfi og kjör deildarforseta.

Nýr rannsóknasamningur Háskóla Íslands við menntamálaráðuneytið grundvallast m.a. á stefnumótun HÍ og stefnu HÍ 2006-2011. Auknar áherslur á rannsóknir innan deildarinnar kalla á breytt fyrirkomulag deildarfunda til framtíðar. Það er réttlætismál að allir starfsmenn deildarinnar hafi seturétt á deildarfundum varðandi þau málefni sem þeir hafa hagsmuna að gæta“.

Deildarforseti gaf orðið laust. Allmargir tóku til máls og töldu ýmsir að ekki væru forsendur fyrir því að taka tillöguna til atkvæðagreiðslu, sérstaklega í ljósi þess að undirbúningur og kosningabarátta fyrir kjör deildarforseta væri hafin og ef tillagan yrði samþykkt þá væri um að ræða breytingu á kjörskrá frá því sem nú væri.

Þorsteinn Vilhjálmsson og Stefán Arnrórsson báru að lokum upp eftirfarandi tillögu: „Tillagan (það er tillaga Bryndísar) verði tekin til umfjöllunar í deildarráði og vísað til stofnana deilda til umfjöllunar þar“.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu mótatkvæði.

Fleira ekki tekið fyrir á fundi.

Fundi slitið kl 15:40.

Jón Guðmar Jónsson fundarritari