Fimmtudaginn 16. nóvember 2006 var haldinn deildarfundur í raunvísindadeild. Fundarstaður: Askja stofa 132, stóri salur, kl. 15:00-16:40.
Mættir:
Fastir kennarar: Hörður Filippusson, Ari Ólafsson, Arnþór Garðarsson, Ágúst Kvaran, Ágústa Guðmundsdóttir, Áslaug Geirsdóttir, Baldur Símonarson, Bjarni Ásgeirsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Eggert Briem, Eggert Gunnarsson, Einar H. Guðmundsson, Eva Benediktsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Guðmundur G. Haraldsson, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Guðni Á. Alfreðsson, Guðrún Gísladóttir, Hafliði P. Gíslason, Hannes Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Jón Kr. Arason, Jón Ingólfur Magnússon, Karl Benediktsson, Kesara A. Jónsson, Lárus Thorlacius, Leifur A. Símonarson, Logi Jónsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús Már Kristjánsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Oddur Ingólfsson, Ólafur Sigmar Andrésson, Ólafur Ingólfsson, Páll Einarsson, Ragnar Sigurðsson, Reynir Axelsson, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Steinþórsson, Snorri Þór Sigurðsson, Zophonías Oddur Jónsson, Þorsteinn Ingi Sigfússon, Þorsteinn Vilhjálmsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir.
Aðjúnktar og aðrir fulltrúar á deildarfundi: Bryndís Brandsdóttir, Hreggviður Norðdahl, Sigríður Jónsdóttir, Sveinn Ólafsson og Þórður Jónsson.
Stúdentar: Árni Steinar Stefánsson, j&l, Ásdís Benediktsdóttir, eðl, Berglind Rós Gunnarsdóttir, m&n, Inga Júlía Ólafsdóttir, j&l, Jón Steinar Garðarson Mýrdal, eðl, Kristbjörg Sölvadóttir, líf, Magnús Pétursson, eðl, Ragnhildur Einarsdóttir, m&n, Stefán Sveinn Ólafsson, j&l, Sæmundur Sveinsson, líf, Þorsteinn V. Einarsson, líf. Ýmsir starfsmenn stofnana deildar. Guðrún Larsen, Kristján Leósson, Leó Kristjánsson, Sigurður Reynir Gíslason, Sigurður Guðnason, V. Edda Benediktsdóttir
Kennarar í leyfi: Agnar Ingólfsson, Franklín G. Georgsson, Gísli Már Gíslason, Guðrún Marteinsdóttir, Gunnar Stefánsson, Inga Þórsdóttir, Ingvar Árnason, Kristberg Kristbergsson, Páll Hersteinsson, Sigurður S. Snorrason.
Forföll boðuðu: Hermann Þórisson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Jörundur Svavarsson, Sigurður H. Richter, Sigurjón Arason, Snæbjörn Pálsson, Svana H. Stefánsdóttir og Örn Helgason.
Samþykkt án athugasemda.
Rektor Háskóla Íslands hafði sent deildarforseta erindi og óskað eftir því að raunvísindadeild tæki út orðalagið jafningjastjórnun og jafningjalýðræði í stefnuplaggi sínu fyrir árin 2006-2011, þannig að ekki væri tekin afstaða til stjórnskipunar Háskólans á þessu stigi í stefnuplaggi deildarinnar. Þetta væri í samræmi við samþykkt háskólafundar þann 5. maí síðastliðinn í þá veru að einstakar deildir tækju á þessu stigi ekki afstöðu til stjórnskipunar Háskólans, það er ekki fyrr en nefnd sú („formannanefndin“) sem skipuð hefði verið um málið hefði fengið ráðrúm til starfa. Eftirfarandi breytingar óskaði rektor því eftir að yrðu gerðar á stefnuplaggi deildar:
Orðalag rektors var samþykkt með þorra atkvæða.
Fyrir fundinn hafði verið sent út til deildarfundarmanna plagg: „Drög að skiptingu Háskóla Íslands í skóla og deildir“. Þann 7. september 2006 skipaði háskólaráð nefnd innan Háskólans um endurskoðun deilda- og skoraskiptingar Háskólans og setti henni erindisbréf. Drögin verða á dagskrá háskólafundar á morgun þann 17. nóvember. Deildarforseti fór yfir helstu atriði í drögunum. Í þeim koma fram hugmyndir um skiptingu Háskólans í sex skóla; „Félagsvísindaskóla“, „Heilbrigðis- og lífvísindaskóla“, „Hugvísindaskóla“, „Laga- og viðskiptaskóla“, „Tækni – og náttúruvísindaskóla“ og „Uppeldisvísindaskóla“. Hvað raunvísindadeild varðar þá er gert ráð fyrir því að verkfræði- og raunvísindadeildir sameinist í skóla. Þá er gert ráð fyrir því að því að lífefnafræðin og sameindalífvísindin verði í „Heilbrigðis- og lífvísindaskóla“ í sameindalífvísindadeild og að matvæla- og næringarfræðin verði deild við sama skóla. Þá er gert ráð fyrir því að Kennaraháskóli Íslands sameinist Háskóla Íslands.
Ræddir eru tveir valkostir í tillögunum, það er að Háskólinn skiptist í fimm eða sjö skóla. Í fimmskólahugmyndinni eru laga- og viðskiptadeild innan „Félagsvísindaskóla“. Í sjöskólahugmyndinni eru verkfræðideild og raunvísindadeild hvor um sig sjálfstæður skóli og einungis hagfræðideild í „Félagsvísindaskólanum“ en laga- og viðskiptadeild mynda sjálfstæðan skóla, „Laga- og viðskiptaskóla“.
Deildarforseti gaf orði frjálst. Tveir fundarmanna stigu í pontu, þeir Eggert Briem (EB) og Ólafur S. Andrésson (ÓSA) og fluttu, hvor í sínu lagi hugmyndir sínar og tillögur varðandi tillögur nefndarinnar. Eggert varpaði fram þeim spurningum í hvaða tilgangi þetta væri gert. Hvert væri sjálfstæði þessara skóla gagnvart yfirstjórn Háskólans og Menntamálaráðuneyti? Ef sjálfstæði yrði lítið væri þá aðeins verið að auka skrifræði með einu stjórnsýslustigi til viðbótar því sem nú væri? Kennarar væru nú ráðnir til tiltekinna fræðasviða, væntanlega yrðu kennarar ráðnir til tiltekinna skóla skv. tillögunum. Nú væri talað um deildamúra, yrðu það háskólamúrar í framtíðinni? Hvað með þverfaglegt nám?
Ólafur S. Andrésson lagði fram sínar hugmyndir og dreifði plaggi um tillögur nefndarinnar hvað raunvísindadeild varðaði um skiptingu Háskólans í skóla og deildir og heiti: 1) Heitið „Heilbrigðis- og lífvísindaskóli yrði einfaldað í „Lífvísindaskóli“, 2) Núverandi starfsemi líffræðiskorar og Líffræðistofnunar Háskólans yrði hluti af „Lífvísindaskóla“, Heitið „Tækni- og náttúruvísindaskóli“ verði „Tækni- og raunvísindaskóli“, 4) Lífefnafræði verði hluti af „Tækni- og raunvísindaskóla“. Greinargerð var með hverjum tölulið.
Miklar umræður urðu um tillögur nefndarinnar og margt nefnt til. Er hér stiklað á stóru án greinaskila og helstu athugasemdir fundarmanna tilgreindar: Tillögurnar miðuðust of mikið við grunnnámið, hvernig væru tillögurnar borið saman við 10-15 ára gamla fjórskólahugmynd? Hvernig verður valdajafnvægi skólanna? Faglegar villur væru í plagginu; vantar stefnumótun í framhaldsnáminu. Hér væri frekar verið leggja fram tillögur um formið en efnið; almennar greinar væru færðar yfir í mjög sérhæfðar einingar; umhverfistengdar rannsóknir vantaði í plaggið. Ekki ætti að sundra líffræðinni; meiri tenging væri milli grunnnáms í læknadeild við líffræðina en læknisfræðina; ekki ætti að sameina líffræðina undir hatti klíniskrar læknisfræði heldur undir merkjum raunvísindadeildar; þá ættu Keldur meiri samleið með raunvísindadeild en læknadeild. Framhaldsnemar í læknadeild á Keldum kæmu úr líffræðinni. Tillögur nefndarinnar væru ekki lagðar fram á faglegum nótum heldur tölfræðilegum. Nefnt var að verkfræðideild og raunvísindadeild ætti að sameina þar sem fyrstu tvö ár í verkfræðináminu væru raunvísindi. Þá kom fram spurning um það af hverju verkfræði- og raunvísindadeild (verk- og raun) hefði verið skipt upp í tvær deildir á sínum tíma. Svar við því var að valdastruktur Háskólans hefði verið orðinn deildinni (verk- og raun) mjög óhagstæður sem ein deild með eitt atkvæði í háskólaráði. Þá hefði ýmsum þótt stjórnum svo stórrar deildar vera orðin of þunglamaleg. Ef ætti að sameina deildirnar nú þyrfti að taka rannsóknir inn í myndina. Þá var nefnt að ekki væri ástæða til að stofna marga skóla ef tilgangurinn væri eingöngu að fækka núverandi deildum. Vald og sjálfstæði hinna nýju skóla skipti miklu máli. Raungreinamenntun kennara skipti miklu máli ef KHÍ sameinast HÍ. Mikilvægt væri að nemendur hefðu aðgang að fjölbreyttu námi hver sem framtíðin yrði. Almennt töldu þeir fundarmenn, sem tóku til máls, að núverandi starfsemi raunvísindadeildar ætti að vera innan deildarinnar (sjá þó plagg ÓSA).
Fleira ekki tekið fyrir á fundi.
Fundi slitið kl. 16:40.
Jón Guðmar Jónsson fundarritari