111. deildarfundur raunvísindadeildar

aftur Yfirlitssíða fram

Dagskrá: 

Föstudaginn 19. maí 2006 var haldinn deildarfundur í raunvísindadeild. Fundarstaður: Askja stofa 132, stóri salur og hófst kl. 13:00.

Mættir:
Fastir kennarar: Hörður Filippusson, Ágúst Kvaran, Áslaug Geirsdóttir, Baldur Símonarson, Bjarni Ásgeirsson, Einar Árnason, Einar H. Guðmundsson, Eva Benediktsdóttir, Gísli Már Gíslason, Guðmundur G. Haraldsson, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Hafliði P. Gíslason, Hannes Jónsson, Haraldur Ólafsson, Hermann Þórisson, Jón Bragi Bjarnason, Jón Kr. Arason, Jörundur Svavarsson, Lárus Thorlacius, Leifur A. Símonarson, Magnús Már Kristjánsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Oddur Ingólfsson, Ólafur Sigmar Andrésson, Páll Einarsson, Páll Hersteinsson, Robert J. Magnus, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður S. Snorrason, Sigurjón Arason, Snorri Þór Sigurðsson, Snæbjörn Pálsson, Viðar Guðmundsson, Zophonías Oddur Jónsson, Þorsteinn Vilhjálmsson.
Aðjúnktar: Sigríður Jónsdóttir, Svana H. Stefánsdóttir, Sveinn Ólafsson.
Stúdentar: Jón Steinar Garðarsons Mýrdal og Ómar Freyr Sigurbjörnsson
Ýmsir starfsmenn stofnana deildar.
Kennarar í leyfi: Agnar Ingólfsson, Eggert Gunnarsson, Franklín G. Georgsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Jón K. F. Geirsson, Karl Benediktsson, Kesara Anamthawat-Jónsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Örn Helgason.
Forföll boðuðu: Arnþór Garðarsson, Ágústa Guðmundsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Inga Þórsdóttir, Invar Helgi Árnason, Jón Ólafsson og Jón Hálfdánarson.

Mál á dagskrá:

1.    Fundargerð síðasta fundar.  

Samþykkt án athugasemda.

2.    Tilkynningar.

2.1    Niðurstöður úr kjöri heiðursdoktora.

Deildarforseti tilkynnti niðurstöður úr kjöri heiðursdoktora raunvísindadeildar en tæplega 80% deildarfundarmanna tóku þátt í kjörinu á vef Uglunnar utan deildarfundar og samþykktu að vísindamennirnir David Attenborough og Kristján Sæmundsson yrðu heiðursdoktorar raunvísindadeildar og útnefndir á háskólahátíð, Attenborough reyndar við brautskráningu í júní.

3.    Stefna raunvísindadeildar 2006-2011.

Stefnuplagg raunvísindadeildar fyrir árin 2006-2011 hafði verið sent út fyrir fundinn og lá einnig fyrir fundinum.
Miklar umræður urðu um stefnu raunvísindadeildar fyrir árin 2006-2011.

Eftirfarandi tillögur komu fram:

Breytingartillögur við texta á bls 9 í stefnudrögum:

Tillaga Haralds Ólafssonar:

Í stað eftirfarandi texta : "Til þess að takast megi að laða að erlenda nemendur og sinna þeim í kennslu er þörf á að alþjóðavæða háskólaumhverfið.  Það felst m.a. í því að bjóða kennslu á ensku, að skipulagslegar og félagslegar upplýsingar fyrir nemendur séu til reiðu á ensku, að félagslegt  umhverfi skapist fyrir erlenda nemendur og að viðmót háskólasamfélagsins taki mið af nærveru erlendra nemenda."

komi:  "Til að sinna erlendum nemendum er þörf á að bjóða félagslegt umhverfi sem þeim hentar og kennslu á ensku þegar við á"

Tillaga Odds  Ingólfssonar var sú að síðari málsgreinin hljóði svo:

"Það felst m.a. í því að bjóða kennslu á ensku þegar við á, að skipulagslegar  ..."

Tillaga Haraldar var felld en tillaga Odds var samþykkt.


Breytingartillögur við texta á bls 14:

Í stað orðanna: "Leitað verði eftir framboðum til embættanna"

komi:

Tillaga Þorsteins Vilhjálmssonar: "Auglýst verði eftir umsóknum um starf deildarforseta"

Tillaga Snorra Þórs Sigurðssonar: "Leitað verði eftir umsóknum um starf deildarforseta. Unnt er að ráða einstakling utan skólans í starf deildarforseta"

Tillaga Snorra var samþykkt og tillaga Þorsteins var þá dregin til baka.


Stefna raunvísindadeildar var síðan lögð fram í heild og samþykkt með þorra atkvæða.


Fleira ekki tekið fyrir á fundi.
Fundi slitið kl. 14:30.

Jón Guðmar Jónsson
fundarritari