105. deildarfundur raunvísindadeildar Fremri fundargerð Næsta fundargerð

105. deildarfundur raunvísindadeildar var haldinn miðvikudaginn 21. janúar 2004 kl. 13:15 í stofu VR-158.

Mættir voru:

Kennarar:

Anna Karlsdóttir, Arnþór Garðarsson, Ágústa Guðmundsdóttir, Áslaug Geirsdóttir, Baldur Símonarson, Bragi Árnason, Eggert Briem, Einar Árnason, Einar H. Guðmundsson, Eva Benediktsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Guðmundur G. Haraldsson, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Guðni Ágúst Alfreðsson, Hafliði Pétur Gíslason, Hannes Jónsson, Hörður Filippusson, Ingvar Árnason, Jón K.F. Geirsson, Jón Ólafsson, Jón Ragnar Stefánsson, Jörundur Svavarsson, Karl Benediktsson, Kesara Anamthawat-Jónsson, Kristberg Kristbergsson, Lárus Thorlacius, Leifur A. Símonarson, Magnús Már Kristjánsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Ólafur Sigmar Andrésson, Robert J Magnus, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður S. Snorrason, Sigurjón Arason, Sigurjón N. Ólafsson, Viðar Guðmundsson, Zophonías Oddur Jónsson, Þorsteinn Vilhjálmsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Örn Helgason.

Aðjúnktar og fulltrúar frá Raunvísindastofnun:

Freyja Hreinsdóttir, Hermann Þórisson, Már Björgvinsson, Ragnar Sigurðsson, Rögnvaldur G. Möller, Sigurður H. Richter, Svana H. Stefánsdóttir, Sigríður Jónsdóttir.

Fulltrúar stúdenta:

Snorri Sigurðsson (HAXI), Margrét Björk Sigurðardóttir (HAXI), Erla Eir Eyjólfsdóttir (HAXI), Bryndís Marteinsdóttir (HAXI), Katrín Ásta Stefánsdóttir (Hnallþóra), Ingvar Sigurjónsson (Stigull), Óskar Hafnfjörð Auðunsson (Stigull), Henning Arnór Úlfarsson (Stigull), Elías Már Guðnason (Fjallið), Sæmundur Ari Halldórsson (Fjallið), Sigurður H. Markússon (Fjallið), Daníel Ómar Frímannsson (Hvarf), Una Bjarnadóttir (Hvarf).

Kennarar í leyfi:

Agnar Ingólfsson, Anna Dóra Sæþórsdóttir, Ágúst Kvaran, Bjarni Ásgeirsson, Guðrún Gísladóttir, Inga Þórsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Jón Sigurður Ólafsson, Logi Jónsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Ottó J. Björnsson, Páll Einarsson. Þar af mættu Bragi Árnason og Rögnvaldur Ólafsson.

Deildarforseti, Hörður Filippusson, minntist í byrjun fundar Unnsteins Stefánssonar prófessors emeritus, er lést þann 19. janúar síðastliðinn.

Fundurinn samþykkti að Gísli Már Gíslason tæki að sér fundarstjórn.

Mál á dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt án athugasemda.

2. Kjör deildarforseta fyrir tímabilið 1.7. 2004 til 30.6. 2007

Fram hafði komið fyrir fundinn að deildarforseti, Hörður Filippusson, gefur kost á sér áfram næstu þrjú árin frá 1.7. 2004 til 30.6. 2007.

Enginn óskaði að taka til máls.

Fundarstjóri bað þá sem eru í rannsóknamisseri, veikindaleyfi eða fæðingarorlofi að gefa sig fram ef þeir óskuðu eftir því að hafa atkvæðisrétt á fundinum, en þeir munu þá einnig þurfa að gegna stjórnunarstörfum út misserið.

Þá var gengið til kosninga.

Alls greiddu 61 atkvæði. Niðurstaðan varð sú að:

Hörður Filippusson er því rétt kjörinn deildarforseti.

3. Kjör varadeildarforseta fyrir tímabilið 1.7. 2004 til 30.6. 2007.

Þóra Ellen Þórhallsdóttir óskaði eftir því að taka til máls og lýsti yfir því að hún sæktist ekki eftir endurkjöri en myndi ekki skorast undan því.

Þá var gengið til kosninga.

Alls greiddu 61 atkvæði. Niðurstaðan af atkvæðagreiðslunni var þessi:

Þóra Ellen er því rétt kjörin varadeildarforseti.

Fundarstjóri óskaði þeim Herði og Þóru Ellen til hamingju og bað fundarmenn um að klappa fyrir þeim.

4. Deildarforseti ræðir störf deildar

Deildarforseti gerði grein fyrir störfum deildar á árinu 2003 og málum framundan. Helstu málin sem hann fór yfir voru:

Fleira ekki tekið fyrir á fundi.
Fundi var slitið kl. 15:15.
Jón Guðmar Jónsson
fundarritari