104. deildarfundur raunvísindadeildar

Myndir frá fundinum.

Miðvikudaginn 19. mars 2003 var haldinn fundur í raunvísindadeild í stofu 158 í VR-II. Fundurinn var settur kl. 13.00. Mætt voru: Hörður Filippusson, Anna Karlsdóttir, Ágúst Kvaran, Ágústa Guðmundsdóttir, Áslaug Geirsdóttir, Baldur Símonarson, Bragi Árnason, Eggert Briem, Eggert Gunnarsson, Einar H. Guðmundsson, Eva Benediktsdóttir, Guðmundur Eggertsson, Guðmundur G. Haraldsson, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Guðrún Gísladóttir, Hafliði Pétur Gíslason, Halldór I. Elíasson, Haraldur Ólafsson, Ingvar Árnason, Jón K. F. Geirsson, Jón Kr. Arason, Jón Ólafsson, Jón Ragnar Stefánsson, Jörundur Svavarsson, Kristberg Kristbergsson, Kristján Jónasson, Lárus Thorlacius, Leifur A. Símonarson, Logi Jónsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús Már Kristjánsson, Ottó J. Björnsson, Páll Hersteinsson, Reynir Axelsson (kom kl. 13.55), Robert J. Magnus, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður S. Snorrason, Sigurður Steinþórsson, Sigurjón N. Ólafsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Örn Helgason, Freyja Hreinsdóttir, Hreggviður Norðdahl, Leó Kristjánsson, Már Björgvinsson, Ragnar Sigurðsson, Rögnvaldur G. Möller og Sigríður Jónsdóttir.

Forföll boðuðu Inga Þórsdóttir, Hermann Þórisson, Jón S. Ólafsson, Kjartan G. Magnússon, Magnús Tumi Guðmundsson, Sigurjón Arason og Þorsteinn Ingi Sigfússon.

Í leyfi voru Agnar Ingólfsson, Anna Dóra Sæþórsdóttir, Arnþór Garðarsson, Bjarni Ásgeirsson, Gísli Már Gíslason, Guðni Á. Alfreðsson, Gunnar Stefánsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Karl Benediktsson, Viðar Guðmundsson og Þorsteinn Vilhjálmsson.

Fundarritari var Pálmi Jóhannesson.
Þetta gerðist:

1. Störf deildar

Rúmt ár er síðan síðasti deildarfundur var haldinn. Með breyttum reglum eru ráðningarmál nú útkljáð í skor og deildarráði og því ekki þörf að halda deildarfundi jafnoft og áður. Deildarforseti rakti helstu mál sem deildin hefur fengist við undanfarið og þarf að fást við á næstunni, sjá hér.

2. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt án athugasemda.

3. Tillaga um kjör heiðursdoktors

Sigurður Steinþórsson gerði grein fyrir tillögu um að dr. Ingrid U. Olsson, prófessor emeritus við Uppsalaháskóla, verði kjörin heiðursdoktor. Atkvæðaseðlum var dreift og safnað saman. Atkvæðagreiðslu verður haldið áfram bréflega þar til allir deildarmenn hafa haft tækifæri til kjósa.

4. Kjör fulltrúa raunvísindadeildar á háskólafundi 1.7.2003-30.06.2005

Ekki er fyllilega ljóst á þessari stundu hve marga fulltrúa raunvísindadeild á að senda á háskólafundi. Deildarforsetar eru sjálfkjörnir. Deildarforseti bað menn að merkja við nöfn 6 kennara á kjörseðli, þ.e. 3 aðalmenn og 3 til vara, þótt deildin gæti e.t. v. fengið fleiri fulltrúa. Þá lagði hann til að varadeildarforseti yrði kjörinn. Ekki bárust tillögur um fleiri fulltrúa. Samþykkt var að atkvæði yrðu talin á deildarskrifstofu eftir fundinn.

5. Fjárhagsstaða deildar

Deildarforseti rakti ítarlega fjárhagsstöðu deildar og ýmsar ástæður fyrir því að hún er jafnslæm og raun ber vitni. Í lok máls síns lagði hann fram eftirfarandi tillögu:

Deildarfundur í raunvísindadeild Háskóla Íslands haldinn 19. mars 2003 bendir á að fjárveitingar til deildarinnar eru orðnar svo lágar að ekki er lengur unnt að halda uppi kennslu í greinum deildarinnar með viðunandi hætti og í samræmi við það sem gerist í sambærilegum deildum í nágrannalöndum.

Meginástæða þessarar erfiðu fjárhagsstöðu er að fjárveitingar til Háskóla Íslands hafa ekki tekið mið af þeim launakjörum sem fjármálaráðherra hefur samið um við Félag háskólakennara og sem kjaranefnd hefur ákveðið prófessorum.

Fundurinn beinir þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að fjárveitingar til Háskólans verði hækkaðar þannig að unnt verði að halda uppi kennslu í samræmi við alþjóðlegar kröfur.

Eftir miklar umræður var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt einróma.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14.40.