259. deildarráðsfundur Fremri fundargerð Næsta fundargerð

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt með leiðréttingu á nafni eins fulltrúa stúdenta.

2. Til kynningar

2.1 Háskólafundur
17. nóvember sl. var haldinn háskólafundur. Þar var meðal annars fjallað um skýrslu starfshóps háskólans um viðbrögð við úttektum Ríkisendurskoðunar á fjárhagsstöðu, úttekt menntamálaráðuneytisins á akademískri stöðu og úttekt Samtaka evrópskra háskóla (EUA) á umgerð framhaldsnáms og gæðastarfi Háskóla Íslands. Skýrslu starfshópsins hafði verið dreift til fundargesta. Þá var á háskólafundinum rædd stefnumótun Háskólans.

2.2 Vinnusvæði á Uglu

Unnið er að því að setja upp á Uglu kerfi þar sem starfshópar skólans geta stofnað vinnusvæði undir gögn og samskipti sín á milli.

2.3 Skipun dómnefndar um starf í umhverfisverkfræði

Samþykkt var samhljóða að leggja til að Sigurður M. Garðarsson yrði fulltrúi deildar í dómnefnd um starf í umhverfisverkfræði við u&b, sbr. síðustu fundargerð.

3. Fjárhagsáætlun 2006

Lögð voru fram uppfærð drög að kennsluáætlun og fjárhagsáætlun 2006. Miklar umræður urðu um fjármálin.

4. Störf í v&i

Páll Valdimarsson prófessor í v&i gegnir 25% starfi næstu tvö ár frá 1. nóvember að telja. V&i skor óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf á sviði varma- og straumfræði, postdoc án kennsluskyldu, og ennfremur annan í 49% starf lektors/dósents á sviði orkuiðnaðar. Bæði störfin yrðu tímabundin til tveggja ára.
Samþykkt var samhljóða að heimila v&i að stofna til þessara starfa.

5. Önnur mál

5.1 Rannsóknamisseri

Samþykkt var samhljóða að heimila Sigurði M. Garðarssyni dósent í u&b að fara í rannsóknamisseri á vormisseri 2006

5.2 Inntaka doktorsnema

Samþykkt var samhljóða umsókn Georges Guigay um doktorsnám í brunafræðum við u&b undir umsjón Jónasar Elíassonar.

5.3 Ráðning aðjúnkts við r&t

Samþykkt var samhljóða að heimila r&t að nýráða Kristin Andersen aðjúnkt frá og með 1. nóvember sl.

Fleira gerðist ekki.