Dagskrá:
Samþykkt.
Amalía Skúladóttir, Halldór Jónsson, Tryggvi Þórhallsson og Þórður Kristinsson frá sameiginlegri stjórnsýslu komu á fund deildarforseta og stjórnsýslu verkfræðideildar þriðjudag 29. nóvember sl. Rædd voru ýmis mál sem snerta deildina og sameiginlega stjórnsýslu.
V&i mun tilnefna fulltrúa deildar í dómnefnd um starf kennara í flutningafræðum. Skotið verður á netdeildarráðsfundi til að fjalla um tilnefninguna og verður það gert fyrir jól.
Dreift var samantekt deildarforseta á húsnæðinu í VR-II, VR-III, Tæknigarði, Smyrilsvegi, Endurmenntun og á Selfossi og því rými í þessum byggingum sem skráð er á verkfræðideild. 5.300 fermetrar eru skráðir á verkfræðideild en eitthvað er ranglega fært og verður umráðasvæði verkfræðideildar með leiðréttingu um 5.000 fermetrar. Mjög miklar umræður urðu um húsnæðisþörf deildarinnar og möguleika í Vísindagörðum.
Formaður tölvunarfræðiskorar hafði þurft að fylgja barni sínu á slysavarðstofu nokkru áður en fundur hófst og var enn ókominn þegar hér var komið sögu. Fundi var því frestað til föstudags 9. desember nk.
Deildarforseti lagði fram eftirfarandi tillögu að skiptingu fjárveitinga milli rekstrareininga deildarinnar fjárlagaárið 2006, í þúsundum króna:
Sameiginleg útgjöld: 39.000, u&b: 79.000, v&i: 93.700, r&t: 68.000, tölv: 76.500.
Tillagan var samþykkt með einni hjásetu og einu mótatkvæði. Formaður v&i óskaði eftir því að bókað yrði að 13 miljónir, sem v&i hefði aflað skv. deililíkani deildar, væru af henni teknar og dreift á aðrar skorir.