Dagskrá
Andri H. Kristinsson og Kenneth Breiðfjörð komu á fundinn og kynntu BEST samtökin. Áhugi er á því meðal verkfræðistúdenta að ganga í samtökin.
Samþykkt með leiðréttingu við lið 8 þar sem misritast hafði Örvar Jónsson væri meistarastúdent við u&b en ekki v&i.
Í gær hófu tveir nýir starfsmenn deildarinnar störf, þær Edda Friðgeirsdóttir, verkefnisstjóri fjármála, og Hlín Eyglóardóttir, fulltrúi.
Ársfundurinn verður haldinn 30. nóvember næstkomandi.
Fjórar umsóknir bárust um starfið í umhverfisverkfræði sem auglýst var 25. september sl.
Kristjáni Jónassyni hefur verið boðið starf dósents í tölvunarfræðiskor, sjá fundargerðir frá 8. júní og 14. október sl. Kristján þáði starfið og tekur við því 1. janúar nk.
James Beach hefur þegið starf dósents í lífverkfræði, sjá fundargerð 14. október sl.
Deildarforseti óskaði eftir því að sér yrðu send fundarboð og fundargerðir skora. Þá óskaði hann ennfremur eftir því að fundargerðir deildar og deildarráðs yrðu sendar öllum starfsmönnum deildarinnar í tölvupósti, auk birtingar á vefnum.
Vegna vinnu við stefnumótun deildarinnar og hugmynda um vísindagarða í Vatnsmýri er nauðsynlegt að deildin skilgreini ítarlega þarfir sínar fyrir húsnæði til kennslu, rannsókna og skrifstofa. Deildarforseti nefndi rakti ýmsar tölur varðandi þreyttar einingar og húsnæði. Lagt var til að ráðinn yrði sérfræðingur til að stýra þessari þarfagreiningu. Skorarformenn voru beðnir að skoða vandlega húsnæðisþörf sinna skora.
Lögð voru fram drög að nokkrum gæðaskjölum sem Ólafur Jakobsson, starfsmaður gæðanefndar, hefur samið. Töluverðar umræður urðu um málið.
Lögð var fram tillaga v&i að auglýsingu á starfi kennara í vörustjórnun/flutningafræðum. Nokkuð var rætt um orðalag auglýsingarinnar sem í endanlegri gerð hljóðar svo:
Við véla- og iðnaðarverkfræðiskor verkfræðideildar Háskóla Íslands er laust til umsóknar starf háskólakennara á sviði vörustjórnunar/flutningafræði (logistics). Ráðið verður í stöðuna til þriggja ára, með möguleika á framlengingu. Æskilegt er að umsækjendi hafi lokið doktorsprófi á sviði vörustjórnunar/flutningafræða (logistics) og geti uppfyllt skilyrði Iðnaðarráðuneytisins um starfsheitið verkfræðingur. Einnig er reynsla af rannsóknum og kennslu á háskólastigi æskileg. Stefnt er að því að ráða í starfið hið fyrsta eða eftir nánara samkomulagi. Véla og iðnaðarverkfræðiskor hefur þá stefnu að kennsla og rannsóknir við skorina standist samanburð við það besta sem völ er á á alþjóðlegum vettvangi. Umsækjandi þarf því að geta stundað og skipulagt öflugt kennslu- og rannsóknarstarf fyrir meistara- og doktorsnám við skorina á sviði vörustjórnunar/flutningafræði ásamt því að geta kennt og haft umsjón með námskeiðum í grunnnámi skorarinnar.
Ýmis nöfn voru nefnd og var deildarforseta að lokum falið að tilnefna í hópinn.
Dreift var drögum að kennslu- og fjárhagsáætlun 2006 eftir síðustu leiðréttingar skorarformanna. Ekki vannst tími til að ræða málið í þaula en umræðum verður haldið áfram í næstu viku.
Deildin kaupir nú bækur og tímarit fyrir um þrjár miljónir króna. Rætt var að auka þyrfti þessi kaup.
Samþykkt var samhljóða að skipa þau Ebbu Þóru Hvannberg, Pál Jensson og Sigurð Brynjólfsson í stjórnina.
Eftir nokkrar umræður var ákveðið að ganga frá tilnefningu á netdeildarráðsfundi.